Spyr Sigmund Davíð hvort hann hafi komið að skyndifriðun hafnargarðsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. september 2015 14:10 Hafnargarðurinn sem kom í ljós í sumar. vísir/gva Heiða Kristín Helgadóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, hefur lagt fram fyrirspurn til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um framkvæmd laga um verndarsvæði í byggð. Í fyrirspurninni spyr hún forsætisráðherra meðal annars að því hvort að hann hafi komið að skyndifriðun Minjastofnunar Íslands á hafnargarðinum við Austurhöfn Reykjavíkur. Hafnargarðurinn var friðaður á dögunum en hann kom í ljós við uppgröft í sumar. Meðal þeirra sem hafa furðað sig á ákvörðuninni er Björn Blöndal, formaður borgarráðs. Frumvarpið um verndarsvæði í byggð var samþykkt á seinasta þingi en það var nokkuð umdeilt og meðal annars harðlega gagnrýnt af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Með lagasetningu varð sú breyting á að forsætisráðherra tekur nú ákvörðun um vernd byggðar en ekki viðkomandi sveitarstjórn. Skyndifriðun hafnargarðsins nú gildir í sex vikur en svo þarf Sigmundur Davíð að taka ákvörðun um endanlega friðun hans. Heiða Kristín óskar eftir skriflegu svari frá forsætisráðherra. Hún óskar einnig eftir svörum við því hvaða fagþekking á sviði minjaverndar eða skipulagsmála og arkitektúr sé til staðar í ráðuneytingu og „hvernig ráðherra sér fyrir sér aðkomu og andmælarétt sveitarfélaga þegar og ef gripið verður til þess að friða svæði í byggð.“ Tengdar fréttir Mikið mannvirki á lóð Tollhússins Mikið mannvirki hefur komið í ljós við uppgröft á lóð við Tollhúsið í Reykjavík í sumar. 29. júlí 2015 19:30 Svíar á leið til landsins til að taka út hafnargarðinn Engar ákvarðanir verið teknar um varðveislu fornminjanna. 8. júlí 2015 14:45 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Sjá meira
Heiða Kristín Helgadóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, hefur lagt fram fyrirspurn til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um framkvæmd laga um verndarsvæði í byggð. Í fyrirspurninni spyr hún forsætisráðherra meðal annars að því hvort að hann hafi komið að skyndifriðun Minjastofnunar Íslands á hafnargarðinum við Austurhöfn Reykjavíkur. Hafnargarðurinn var friðaður á dögunum en hann kom í ljós við uppgröft í sumar. Meðal þeirra sem hafa furðað sig á ákvörðuninni er Björn Blöndal, formaður borgarráðs. Frumvarpið um verndarsvæði í byggð var samþykkt á seinasta þingi en það var nokkuð umdeilt og meðal annars harðlega gagnrýnt af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Með lagasetningu varð sú breyting á að forsætisráðherra tekur nú ákvörðun um vernd byggðar en ekki viðkomandi sveitarstjórn. Skyndifriðun hafnargarðsins nú gildir í sex vikur en svo þarf Sigmundur Davíð að taka ákvörðun um endanlega friðun hans. Heiða Kristín óskar eftir skriflegu svari frá forsætisráðherra. Hún óskar einnig eftir svörum við því hvaða fagþekking á sviði minjaverndar eða skipulagsmála og arkitektúr sé til staðar í ráðuneytingu og „hvernig ráðherra sér fyrir sér aðkomu og andmælarétt sveitarfélaga þegar og ef gripið verður til þess að friða svæði í byggð.“
Tengdar fréttir Mikið mannvirki á lóð Tollhússins Mikið mannvirki hefur komið í ljós við uppgröft á lóð við Tollhúsið í Reykjavík í sumar. 29. júlí 2015 19:30 Svíar á leið til landsins til að taka út hafnargarðinn Engar ákvarðanir verið teknar um varðveislu fornminjanna. 8. júlí 2015 14:45 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Sjá meira
Mikið mannvirki á lóð Tollhússins Mikið mannvirki hefur komið í ljós við uppgröft á lóð við Tollhúsið í Reykjavík í sumar. 29. júlí 2015 19:30
Svíar á leið til landsins til að taka út hafnargarðinn Engar ákvarðanir verið teknar um varðveislu fornminjanna. 8. júlí 2015 14:45