Innlent

Svíar á leið til landsins til að taka út hafnargarðinn

Snærós Sindradóttir skrifar
Hafnargarðurinn gamli er heillegur og fallegur.
Hafnargarðurinn gamli er heillegur og fallegur. Vísir/GVA
Höfuðborgarbúar hafa margir hverjir rekið augun í þennan stæðilega hafnargarð sem verið er að grafa upp við Reykjavíkurhöfn. Fornleifafræðingar undrast mjög hve heillegur garðurinn, sem reistur var á árunum 1913 til 1917, er þrátt fyrir að hafa verið neðanjarðar um áratuga skeið.

Engar ákvarðanir hafa verið teknar um afdrif hafnargarðsins en ómögulegt er að flytja hann. Þó verða kallaðir til sænskir sérfræðingar sem munu skanna garðinn inn og gera úr honum þrívíddarmynd. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×