Bar upp spurningar til ráðherra frá almenningi Guðsteinn Bjarnason skrifar 17. september 2015 09:00 Jeremy Corbyn kominn í hlutverki leiðtoga stjórnarandstöðunnar á breska þinginu. NordicPhotos/AFP Jeremy Corbyn, nýkjörinn formaður breska Verkamannaflokksins, átti í gær sína fyrstu viðureign við David Cameron forsætisráðherra í vikulegum spurningatíma á þingi. Corbyn hafði sent út beiðni til almennings um að senda sér þær spurningar, sem fólki þykir brýnast að leggja fyrir forsætisráðherra. „Ég fékk 40 þúsund svör,” sagði Corbyn. Þar af snerust 2.500 um húsnæðismál og 1.000 um heilbrigðisþjónustu við geðsjúka. Þá snerust aðrar 1.000 spurningar um skattaafslætti, sem stjórnin hefur verið að afnema og þar með skerða tekjur margra einstaklinga. Þessar spurningar bar Corbyn upp í þessum fyrsta spurningatíma forsætisráðherra, en samkvæmt reglum þingsins fær hann einungis að koma með sex spurningar í hvert sinn. Athygli vakti að Corbyn bar spurningarnar fram með málefnalegum hætti, æsingalaust, þvert á þá hefð sem lengi hefur tíðkast í spurningatíma forsætisráðherrans á breska þinginu. Cameron sagði þetta vera „öðruvísi, siðfágaðra en venjulega," og reyndi að svara sjálfur í sömu mynt.Jeremy Corbyn var kosinn leiðtogi breska Verkamannaflokksins með 60 prósentum atkvæða um síðustu helgi.NordicPhotos/AFP„Það þarf smá tíma til að venjast þessum nýja stíl,” sagði Cameron þegar hann hafði farið aftur í gamla farið, og fékk strax skömm í hattinn fyrir frá þingsalnum. Corbyn var kosinn formaður breska Verkamannaflokksins um helgina, með 60 prósentum atkvæða. Hann þykir róttækari og vinstrisinnaðri en nokkur leiðtoga Verkamannaflokksins síðustu áratugina, hið minnsta, svo mjög að ýmist hlakkar í hægri mönnum eða þeir hrista hausinn gjörsamlega skilningsvana vegna úrslitanna í formannskjörinu. Hann vakti hneykslun margra Breta í fyrradag fyrir að taka ekki undir þegar breski þjóðsöngurinn var sunginn við minningarathöfn um látna hermenn, sem haldin var í Pálskirkjunni í London á þriðjudag. Corbyn er lýðveldissinni, andvígur því að Bretland haldi uppi konungsfjölskyldu, en segist ekki ætla að berjast sérstaklega fyrir því að konungdæmið verði lagt niður. Hann sagðist ennfremur ekki hafa nein sérstök áform um að taka ekki undir þegar þjóðsöngurinn er sunginn. Hann hafi fyrst og fremst verið mættur í Pálskirkjuna til að minnast hermanna sem féllu í orrustunni um Bretland árið 1940. „Ég á eftir að mæta til margra viðburða og ég mun taka þátt í þeim að fullu,” sagði Corbyn í gær. „Ég sé ekki að það verði neitt vandamál.” Nokkur helstu baráttumála Corbyns• Jeremy Corbyn vill að sett verði lög um hámarkslaun í Bretlandi. • Hann vill banna atvinnurekendum að gera vinnusamninga við starfsfólk án þess að tilgreina fastan fjölda vinnustunda á viku. • Hann vill endurþjóðnýta járnbrautirnar og fleiri almenn þjónustufyrirtæki, sem Margaret Thatcher einkavæddi á sínum tíma. • Hann vill losna við fjárlagahallann með því að hækka skatta frekar en að skera niður ríkisútgjöld. • Hann vill auka skatttekjur meðal annars með því að skera upp herör gegn skattsvikum. Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Jeremy Corbyn, nýkjörinn formaður breska Verkamannaflokksins, átti í gær sína fyrstu viðureign við David Cameron forsætisráðherra í vikulegum spurningatíma á þingi. Corbyn hafði sent út beiðni til almennings um að senda sér þær spurningar, sem fólki þykir brýnast að leggja fyrir forsætisráðherra. „Ég fékk 40 þúsund svör,” sagði Corbyn. Þar af snerust 2.500 um húsnæðismál og 1.000 um heilbrigðisþjónustu við geðsjúka. Þá snerust aðrar 1.000 spurningar um skattaafslætti, sem stjórnin hefur verið að afnema og þar með skerða tekjur margra einstaklinga. Þessar spurningar bar Corbyn upp í þessum fyrsta spurningatíma forsætisráðherra, en samkvæmt reglum þingsins fær hann einungis að koma með sex spurningar í hvert sinn. Athygli vakti að Corbyn bar spurningarnar fram með málefnalegum hætti, æsingalaust, þvert á þá hefð sem lengi hefur tíðkast í spurningatíma forsætisráðherrans á breska þinginu. Cameron sagði þetta vera „öðruvísi, siðfágaðra en venjulega," og reyndi að svara sjálfur í sömu mynt.Jeremy Corbyn var kosinn leiðtogi breska Verkamannaflokksins með 60 prósentum atkvæða um síðustu helgi.NordicPhotos/AFP„Það þarf smá tíma til að venjast þessum nýja stíl,” sagði Cameron þegar hann hafði farið aftur í gamla farið, og fékk strax skömm í hattinn fyrir frá þingsalnum. Corbyn var kosinn formaður breska Verkamannaflokksins um helgina, með 60 prósentum atkvæða. Hann þykir róttækari og vinstrisinnaðri en nokkur leiðtoga Verkamannaflokksins síðustu áratugina, hið minnsta, svo mjög að ýmist hlakkar í hægri mönnum eða þeir hrista hausinn gjörsamlega skilningsvana vegna úrslitanna í formannskjörinu. Hann vakti hneykslun margra Breta í fyrradag fyrir að taka ekki undir þegar breski þjóðsöngurinn var sunginn við minningarathöfn um látna hermenn, sem haldin var í Pálskirkjunni í London á þriðjudag. Corbyn er lýðveldissinni, andvígur því að Bretland haldi uppi konungsfjölskyldu, en segist ekki ætla að berjast sérstaklega fyrir því að konungdæmið verði lagt niður. Hann sagðist ennfremur ekki hafa nein sérstök áform um að taka ekki undir þegar þjóðsöngurinn er sunginn. Hann hafi fyrst og fremst verið mættur í Pálskirkjuna til að minnast hermanna sem féllu í orrustunni um Bretland árið 1940. „Ég á eftir að mæta til margra viðburða og ég mun taka þátt í þeim að fullu,” sagði Corbyn í gær. „Ég sé ekki að það verði neitt vandamál.” Nokkur helstu baráttumála Corbyns• Jeremy Corbyn vill að sett verði lög um hámarkslaun í Bretlandi. • Hann vill banna atvinnurekendum að gera vinnusamninga við starfsfólk án þess að tilgreina fastan fjölda vinnustunda á viku. • Hann vill endurþjóðnýta járnbrautirnar og fleiri almenn þjónustufyrirtæki, sem Margaret Thatcher einkavæddi á sínum tíma. • Hann vill losna við fjárlagahallann með því að hækka skatta frekar en að skera niður ríkisútgjöld. • Hann vill auka skatttekjur meðal annars með því að skera upp herör gegn skattsvikum.
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira