Zlatan bókaði heilt torg í Malmö Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2015 14:30 Zlatan Ibrahimovic. Vísir/Getty Sænski knattspyrnumaðurinn Zlatan Ibrahimovic ætlar að sjá til þess að allir í Malmö eigi möguleika á því að sjá seinni leik sænska liðsins Malmö og franska liðsins Paris Saint Germain í Meistaradeildinni. Zlatan Ibrahimovic og félagar í PSG drógust á móti æskufélagi Zlatans í Meistaradeildinni í ár og það er gríðarlegur áhugi fyrir leik liðanna í Malmö. Paris Saint-Germain vann 2-0 sigur á Malmö í fyrstu umferð riðlakeppninnar þar sem Zlatan skoraði reyndar ekki sjálfur en lagði upp seinna markið. Liðin mætast ekki aftur fyrr en í 5. umferð í lok nóvember. Íslenski landsliðsmaðurinn Kári Árnason hefur talað um það í viðtölum að í Malmö sé Zlatan Ibrahimovic eins og guð. Það vill því enginn alvöru knattspyrnuáhugamaður í borginni missa af þessum leik. Seinni leikurinn fer hinsvegar fram á Swedbank Stadion 25. nóvember næstkomandi en völlurinn tekur hinsvegar "bara" 21 þúsund manns í sæti. Zlatan Ibrahimovic spilaði með Malmö-liðinu frá 1999 til 2001 eða áður en hann fór suður til Evrópu til að spila með mörgum af frægustu fótboltafélögum heims. Zlatan er afar vinsæll í Malmö og það var löngu ljóst að félagið hefði getað selt miklu fleiri miða á umræddan leik. Zlatan Ibrahimovic ætlar að gera sitt til þess að sem flestir geti horft á leikinn. Zlatan tilkynnti á Instagram-síðu sinni að hann hafi bókað aðaltorg Malmö-borgar þar sem leikurinn verður sýndur á risastórum skjá. Zlatan lofaði líka fleiri óvæntum viðburðum í Malmö-borg þennan sama dag. I previously said that the game will be heard all over Malmö. Now I've also made sure that all of Malmö will be able to watch the game. I've booked the Main Square where the game on Nov. 25 will be broadcast live. All are welcome! More surprises await that day. I'm on my way ... A photo posted by IAmZlatan (@iamzlatanibrahimovic) on Sep 18, 2015 at 2:26am PDT Meistaradeild Evrópu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira
Sænski knattspyrnumaðurinn Zlatan Ibrahimovic ætlar að sjá til þess að allir í Malmö eigi möguleika á því að sjá seinni leik sænska liðsins Malmö og franska liðsins Paris Saint Germain í Meistaradeildinni. Zlatan Ibrahimovic og félagar í PSG drógust á móti æskufélagi Zlatans í Meistaradeildinni í ár og það er gríðarlegur áhugi fyrir leik liðanna í Malmö. Paris Saint-Germain vann 2-0 sigur á Malmö í fyrstu umferð riðlakeppninnar þar sem Zlatan skoraði reyndar ekki sjálfur en lagði upp seinna markið. Liðin mætast ekki aftur fyrr en í 5. umferð í lok nóvember. Íslenski landsliðsmaðurinn Kári Árnason hefur talað um það í viðtölum að í Malmö sé Zlatan Ibrahimovic eins og guð. Það vill því enginn alvöru knattspyrnuáhugamaður í borginni missa af þessum leik. Seinni leikurinn fer hinsvegar fram á Swedbank Stadion 25. nóvember næstkomandi en völlurinn tekur hinsvegar "bara" 21 þúsund manns í sæti. Zlatan Ibrahimovic spilaði með Malmö-liðinu frá 1999 til 2001 eða áður en hann fór suður til Evrópu til að spila með mörgum af frægustu fótboltafélögum heims. Zlatan er afar vinsæll í Malmö og það var löngu ljóst að félagið hefði getað selt miklu fleiri miða á umræddan leik. Zlatan Ibrahimovic ætlar að gera sitt til þess að sem flestir geti horft á leikinn. Zlatan tilkynnti á Instagram-síðu sinni að hann hafi bókað aðaltorg Malmö-borgar þar sem leikurinn verður sýndur á risastórum skjá. Zlatan lofaði líka fleiri óvæntum viðburðum í Malmö-borg þennan sama dag. I previously said that the game will be heard all over Malmö. Now I've also made sure that all of Malmö will be able to watch the game. I've booked the Main Square where the game on Nov. 25 will be broadcast live. All are welcome! More surprises await that day. I'm on my way ... A photo posted by IAmZlatan (@iamzlatanibrahimovic) on Sep 18, 2015 at 2:26am PDT
Meistaradeild Evrópu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira