Jón Daði: Var fúll og reiður innra með mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2015 11:00 Jón Daði Böðvarsson. Vísir/ÓskarÓ Landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson er á sínum síðustu mánuðum hjá norska félaginu Viking því hann hefur samið við þýska liðið Kaiserslautern. Kaiserslautern vildi kaupa Jón Daða en Norðmennirnir neitar að selja hann og forráðamenn félagsins vilja frekar að íslenski landsliðsframherjinn renni út á samning og fari frítt um áramótin. Jón Daði hefur ekki látið þetta ástand trufla sig og er að spila mjög vel Viking. „Það gengur mjög vel hjá Viking. Við erum í þriðja sæti deildarinnar og erum að berjast um Evrópusætið. Við erum líka í undanúrslitum bikarsins og það eru því góðir tímar hjá Viking um þessar mundir," segir Jón Daði en hann viðurkennir alveg að hann vildi sjá málin þróast öðruvísi.Fjögur tilboð frá Kaiserslautern „Þetta er búið að vera svolítið klikkað ástand. Það eru búin að koma heil fjögur tilboð frá Kaiserslautern og ég viðurkenni það alveg að ég hefði viljað fara í sumar til að geta komist fyrr inn í þetta allt saman," segir Jón Daði og bætti við: „Sama hvað kom frá Kaiserslautern þá harðneituðu Viking öllu og það er ekkert við því að gera. Ég þarf þá bara að reyna að klára þetta með stæl þar," segir Jón Daði. Þetta var samt svekkjandi staða fyrir hann. „Maður var skiljanlega svolítið fúll og reiður innra með sér að geta ekki farið en svo verðum maður að átta sig á því að þetta eru bara viðskipti og svona er bransinn. Ég þurfti því að líta í eigin barm og spyrja sjálfan mig hvernig ég ætlaði að taka á þessu. Ætlaði ég að vera í fýlu eða að taka þetta með stæl og gera það sem ég get. Það er búið að takast vel," segir Jón Daði en hvenær fer hann suður til Þýskalands. „Ég flyt væntanlega til Þýskalands 1. janúar en kannski jafnvel fyrr svo ég geti æft meira með liðinu áður en ég fer í smá jólafrí," segir Jón Daði.Frægur klúbbur með góða sögu Kaiserslautern er í þýsku b-deildinni og hafa verið þar síðan að liðið fékk úr Bundesligunni 2012. „Þetta er stór klúbbur og önnur Bundesligan er sterk. Kaiserslautern er frægur klúbbur og á góða sögu. Þeir vilja upp strax aftur og líta á sig sem Bundesligu-klúbb sem þeir eru. Þetta er það sterk deild að það er erfitt að komast upp en það er markmkið liðsins," segir Jón Daði. Kaiserslautern hefur fjórum sinnum orðið þýskur meistari, síðast vorið 1998. Jón Daði sér núna eftir ákvörðun sem hann tók þegar hann var í skóla heim á Íslandi. Hann valdi ekki þýskuna og þarf því að læra hana frá grunni.Sér eftir að hafa valið spænskuna yfir þýskuna „Ég tók spænskuna í skóla og fór því auðveldu leiðina sem ég sé svolítið eftir. Núna fer ég bara í það að læra þýskuna," segir Jón Daði sem vill læra þýskuna sem fyrst. „Ég hef alltaf sett mér þá reglu að ef ég fer í nýtt land þá ætla ég að gera mitt besta til þess að læra tungumálið sem fyrst. Ég held að það sé best, bæði upp á þægindin en líka upp á virðingu fyrir klúbbnum sem maður er í," segir Jón Daði. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Lars segir tónlistina í klefanum hræðilega Aron Einar Gunnarsson segir að hann komi ekki nálægt tónlistarvalinu. 2. september 2015 09:35 Alfreð, Jói Berg og Kolli fengu góðan gest á hótelið Okkar menn verða glæsilegir á vellinum annað kvöld eftir að Hanni Hanna kíkti í heimsókn. 2. september 2015 15:00 Eiður Smári: Geri allt til þess að halda sætinu í hópnum ef við komumst á EM Markahæsti leikmaður karlalandsliðsins segist verða svekktur ef hann spilar ekki í leikjum. Hann taki samt því hlutverki sem honum er gefið. 2. september 2015 14:15 Jón Daði: Geggjað gaman að vinna þá í fyrri leiknum Jón Daði Böðvarsson átti frábæran leik þegar Ísland vann Holland í fyrri leiknum á Laugardalsvelli og gerir tilkall til þess að fá að byrja leikinn á Amsterdam Arena á morgun. 2. september 2015 22:15 Ragnar Sigurðsson: Það góðir vinir að bekkjarseta hefur ekkert að segja Miðverðirnir Ragnar, Kári og Sölvi eru bestu vinir innan sem utan vallar. 2. september 2015 19:00 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson er á sínum síðustu mánuðum hjá norska félaginu Viking því hann hefur samið við þýska liðið Kaiserslautern. Kaiserslautern vildi kaupa Jón Daða en Norðmennirnir neitar að selja hann og forráðamenn félagsins vilja frekar að íslenski landsliðsframherjinn renni út á samning og fari frítt um áramótin. Jón Daði hefur ekki látið þetta ástand trufla sig og er að spila mjög vel Viking. „Það gengur mjög vel hjá Viking. Við erum í þriðja sæti deildarinnar og erum að berjast um Evrópusætið. Við erum líka í undanúrslitum bikarsins og það eru því góðir tímar hjá Viking um þessar mundir," segir Jón Daði en hann viðurkennir alveg að hann vildi sjá málin þróast öðruvísi.Fjögur tilboð frá Kaiserslautern „Þetta er búið að vera svolítið klikkað ástand. Það eru búin að koma heil fjögur tilboð frá Kaiserslautern og ég viðurkenni það alveg að ég hefði viljað fara í sumar til að geta komist fyrr inn í þetta allt saman," segir Jón Daði og bætti við: „Sama hvað kom frá Kaiserslautern þá harðneituðu Viking öllu og það er ekkert við því að gera. Ég þarf þá bara að reyna að klára þetta með stæl þar," segir Jón Daði. Þetta var samt svekkjandi staða fyrir hann. „Maður var skiljanlega svolítið fúll og reiður innra með sér að geta ekki farið en svo verðum maður að átta sig á því að þetta eru bara viðskipti og svona er bransinn. Ég þurfti því að líta í eigin barm og spyrja sjálfan mig hvernig ég ætlaði að taka á þessu. Ætlaði ég að vera í fýlu eða að taka þetta með stæl og gera það sem ég get. Það er búið að takast vel," segir Jón Daði en hvenær fer hann suður til Þýskalands. „Ég flyt væntanlega til Þýskalands 1. janúar en kannski jafnvel fyrr svo ég geti æft meira með liðinu áður en ég fer í smá jólafrí," segir Jón Daði.Frægur klúbbur með góða sögu Kaiserslautern er í þýsku b-deildinni og hafa verið þar síðan að liðið fékk úr Bundesligunni 2012. „Þetta er stór klúbbur og önnur Bundesligan er sterk. Kaiserslautern er frægur klúbbur og á góða sögu. Þeir vilja upp strax aftur og líta á sig sem Bundesligu-klúbb sem þeir eru. Þetta er það sterk deild að það er erfitt að komast upp en það er markmkið liðsins," segir Jón Daði. Kaiserslautern hefur fjórum sinnum orðið þýskur meistari, síðast vorið 1998. Jón Daði sér núna eftir ákvörðun sem hann tók þegar hann var í skóla heim á Íslandi. Hann valdi ekki þýskuna og þarf því að læra hana frá grunni.Sér eftir að hafa valið spænskuna yfir þýskuna „Ég tók spænskuna í skóla og fór því auðveldu leiðina sem ég sé svolítið eftir. Núna fer ég bara í það að læra þýskuna," segir Jón Daði sem vill læra þýskuna sem fyrst. „Ég hef alltaf sett mér þá reglu að ef ég fer í nýtt land þá ætla ég að gera mitt besta til þess að læra tungumálið sem fyrst. Ég held að það sé best, bæði upp á þægindin en líka upp á virðingu fyrir klúbbnum sem maður er í," segir Jón Daði.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Lars segir tónlistina í klefanum hræðilega Aron Einar Gunnarsson segir að hann komi ekki nálægt tónlistarvalinu. 2. september 2015 09:35 Alfreð, Jói Berg og Kolli fengu góðan gest á hótelið Okkar menn verða glæsilegir á vellinum annað kvöld eftir að Hanni Hanna kíkti í heimsókn. 2. september 2015 15:00 Eiður Smári: Geri allt til þess að halda sætinu í hópnum ef við komumst á EM Markahæsti leikmaður karlalandsliðsins segist verða svekktur ef hann spilar ekki í leikjum. Hann taki samt því hlutverki sem honum er gefið. 2. september 2015 14:15 Jón Daði: Geggjað gaman að vinna þá í fyrri leiknum Jón Daði Böðvarsson átti frábæran leik þegar Ísland vann Holland í fyrri leiknum á Laugardalsvelli og gerir tilkall til þess að fá að byrja leikinn á Amsterdam Arena á morgun. 2. september 2015 22:15 Ragnar Sigurðsson: Það góðir vinir að bekkjarseta hefur ekkert að segja Miðverðirnir Ragnar, Kári og Sölvi eru bestu vinir innan sem utan vallar. 2. september 2015 19:00 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Sjá meira
Lars segir tónlistina í klefanum hræðilega Aron Einar Gunnarsson segir að hann komi ekki nálægt tónlistarvalinu. 2. september 2015 09:35
Alfreð, Jói Berg og Kolli fengu góðan gest á hótelið Okkar menn verða glæsilegir á vellinum annað kvöld eftir að Hanni Hanna kíkti í heimsókn. 2. september 2015 15:00
Eiður Smári: Geri allt til þess að halda sætinu í hópnum ef við komumst á EM Markahæsti leikmaður karlalandsliðsins segist verða svekktur ef hann spilar ekki í leikjum. Hann taki samt því hlutverki sem honum er gefið. 2. september 2015 14:15
Jón Daði: Geggjað gaman að vinna þá í fyrri leiknum Jón Daði Böðvarsson átti frábæran leik þegar Ísland vann Holland í fyrri leiknum á Laugardalsvelli og gerir tilkall til þess að fá að byrja leikinn á Amsterdam Arena á morgun. 2. september 2015 22:15
Ragnar Sigurðsson: Það góðir vinir að bekkjarseta hefur ekkert að segja Miðverðirnir Ragnar, Kári og Sölvi eru bestu vinir innan sem utan vallar. 2. september 2015 19:00