Ætla að ganga til Austurríkis Guðsteinn Bjarnason skrifar 5. september 2015 07:00 Hundruð manna héldu af stað frá aðalbrautarstarstöðinni í Búdapest í gær og eru þarna að fara yfir Elísabetarbrúna. Nordicphotos/AFP Bresk stjórnvöld hafa nú brugðist við flóttamannastraumnum frá Sýrlandi með því að bjóða þúsundum flóttamanna til landsins, til viðbótar þeim sem þegar hafa fengið vilyrði, og ætla að verja 100 milljónum punda til viðbótar í mannúðaraðstoð til flóttafólks í Sýrlandi, Tyrklandi, Jórdaníu og Líbanon. Nærri 400 þúsund Bretar höfðu í gær skrifað undir áskorun til Davids Cameron forsætisráðherra á netinu um að taka við fleiri flóttamönnum. Í gær héldu hundruð flóttamanna af stað frá Búdapest fótgangandi og sögðust ætla að fara alla leið til Austurríkis, en það er 200 kílómetra löng ganga. Ungversk stjórnvöld hafa ekki viljað leyfa fólkinu að halda áfram með lest til Þýskaland, jafnvel þótt fólkið sé með fullgilda farmiða. Forsætisráðherrar Ungverjalands, Tékklands, Slóvakíu og Póllands hafa hafnað öllum hugmyndum um að komið verði á fót kvótakerfi fyrir flóttafólk, þannig að öll aðildarríki Evrópusambandsins takið við ákveðnum fjölda fólks í samræmi við fólksfjölda og efnahagsstöðu landanna. „Nú er stund sannleikans runnin upp í Evrópu,” sagði Antonio Guterres, flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, í harðorðri yfirlýsingu í gær. Hann gagnrýnir þar aðgerðaleysi og ráðleysi Evrópusambandsins og aðildarríkja þess. „Evrópa getur ekki haldið áfram að bregðast við þessum vanda með smáskömmtum eða stigvaxandi aðkomu. Ekkert land getur gert þetta upp á eigin spýtur, og ekkert land getur skorast undan,“ segir hann. „Við megum ekki gleyma þeirri sérstöku ábyrgð sem öll ríki bera gagnvart flóttafólki, eins og kveðið er á um í alþjóðalögum.“ Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, gagnrýnir sömuleiðis mislukkaða innflytjendastefnu Evrópusambandsins í aðsendri grein, sem birtist í þýska dagblaðinu Frankfurter Allgemeine í fyrradag. Jafnframt grípur hann til varna fyrir eigin ósveigjanleika gagnvart flóttafólkinu, sem Ungverjar hafa meinað för í gegnum landið. Hann spyr hvernig sá, sem verður fyrir áhlaupi, eigi að geta bjargað nokkrum manni og segir jafnframt nauðsynlegt að verja hina kristnu Evrópu gegn íslömsku flóttafólki. „Er það ekki áhyggjuefni að kristið fólk í Evrópu eigi nú í mestu vandræðum með að halda Evrópu kristinni?“ spyr Orban. „Við höfum engan valkost, við verðum að verja landamærin okkar.“ Þessi orð vöktu hörð viðbrögð víða í Evrópu og meira að segja í ungverskum fjölmiðlum. Flóttamenn Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Sjá meira
Bresk stjórnvöld hafa nú brugðist við flóttamannastraumnum frá Sýrlandi með því að bjóða þúsundum flóttamanna til landsins, til viðbótar þeim sem þegar hafa fengið vilyrði, og ætla að verja 100 milljónum punda til viðbótar í mannúðaraðstoð til flóttafólks í Sýrlandi, Tyrklandi, Jórdaníu og Líbanon. Nærri 400 þúsund Bretar höfðu í gær skrifað undir áskorun til Davids Cameron forsætisráðherra á netinu um að taka við fleiri flóttamönnum. Í gær héldu hundruð flóttamanna af stað frá Búdapest fótgangandi og sögðust ætla að fara alla leið til Austurríkis, en það er 200 kílómetra löng ganga. Ungversk stjórnvöld hafa ekki viljað leyfa fólkinu að halda áfram með lest til Þýskaland, jafnvel þótt fólkið sé með fullgilda farmiða. Forsætisráðherrar Ungverjalands, Tékklands, Slóvakíu og Póllands hafa hafnað öllum hugmyndum um að komið verði á fót kvótakerfi fyrir flóttafólk, þannig að öll aðildarríki Evrópusambandsins takið við ákveðnum fjölda fólks í samræmi við fólksfjölda og efnahagsstöðu landanna. „Nú er stund sannleikans runnin upp í Evrópu,” sagði Antonio Guterres, flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, í harðorðri yfirlýsingu í gær. Hann gagnrýnir þar aðgerðaleysi og ráðleysi Evrópusambandsins og aðildarríkja þess. „Evrópa getur ekki haldið áfram að bregðast við þessum vanda með smáskömmtum eða stigvaxandi aðkomu. Ekkert land getur gert þetta upp á eigin spýtur, og ekkert land getur skorast undan,“ segir hann. „Við megum ekki gleyma þeirri sérstöku ábyrgð sem öll ríki bera gagnvart flóttafólki, eins og kveðið er á um í alþjóðalögum.“ Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, gagnrýnir sömuleiðis mislukkaða innflytjendastefnu Evrópusambandsins í aðsendri grein, sem birtist í þýska dagblaðinu Frankfurter Allgemeine í fyrradag. Jafnframt grípur hann til varna fyrir eigin ósveigjanleika gagnvart flóttafólkinu, sem Ungverjar hafa meinað för í gegnum landið. Hann spyr hvernig sá, sem verður fyrir áhlaupi, eigi að geta bjargað nokkrum manni og segir jafnframt nauðsynlegt að verja hina kristnu Evrópu gegn íslömsku flóttafólki. „Er það ekki áhyggjuefni að kristið fólk í Evrópu eigi nú í mestu vandræðum með að halda Evrópu kristinni?“ spyr Orban. „Við höfum engan valkost, við verðum að verja landamærin okkar.“ Þessi orð vöktu hörð viðbrögð víða í Evrópu og meira að segja í ungverskum fjölmiðlum.
Flóttamenn Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Sjá meira