Höskuldur Kári í Búdapest: „Mjög magnað andrúmsloft“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 6. september 2015 12:53 Höskuldur Kári Schram var í beinni útsendingu frá Ungverjalandi í hádeginu. Vísir/Vilhelm/EPA Straumur flóttamanna til Þýskalands eykst og enn bíða margir í Ungverjalandi. Yfirvöld í Þýskalandi áætla að um átta þúsund örmagna flóttamenn hafi komi til landsins á síðustu tólf klukkustundum. Höskuldur Kári Schram, fréttamaður Stöðvar 2, er í Búdapest en hann var í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar og lýsti ástandinu á lestarstöðinni Keleti. „Það fór ein lest í morgun til Austurríkis með um hundrað til tvöhundruð flóttamenn. Ég spjallaði við nokkur þeirra og þetta var aðallega fólk frá Sýrlandi eða Afganistan. Flestir ef ekki allir sögðust vera að flýja stríðsátök og nánast allir vonuðust til þess að fá hæli í Þýskalandi,“ sagði Höskuldur Kári.Lestarstöðin í Búdapest hefur verið full af flóttamönnum að undanförnu.NordicPhotos/AFPYfirvöld í Ungverjalandi hafa verið sökuð um mikla harðneskju í garð flóttamanna en lögreglumenn hafa fengið auknar heimildir til valdbeitingar. Flestir þeirra sem koma til Ungverjalands eru að flýja borgarastyrjöldina í Sýrlandi sem hefur lagt landið í rúst á síðustu árum og kostað þúsundir lífið. Flestir hafa farið í gegnum Tyrkland, Grikkland og Makedóníu á leið sinni. „Keleti lestarstöðin hefur verið eins og birtingarmynd flóttamannastraumsins til Evrópu. Það má sjá flóttamenn út um allt, fólk sefur á gólfinu; heilu fjölskyldurnar, gamalmenni og börn. Hér hafa sjálfsboðaliðar boðið fólkinu upp á mat og föt. Hér er mjög magnað andrúmsloft. Annað er ekki hægt að segja.“En hvernig er hljóðið i heima mönnum í Búdapest?„Mjög skiptar skoðanir. Sumir eru mjög jákvæðir, sumir hafa komið á lestarstöðina með mat og föt. Svo eru aðrir sem óttast það að landið fyllist af hælisleitendum og því fylgi menningarárekstrar. Svo var ein kona sem ég talaði við sem hafði aðallega áhyggjur af því að þessir flóttamenn væru að setja lestarsamgöngur úr skorðum.“ Rætt verður aftur við Höskuld í kvöldfréttum Stöðvar 2 og þá mun hann sýna myndir af vettvangi. Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Sjá meira
Straumur flóttamanna til Þýskalands eykst og enn bíða margir í Ungverjalandi. Yfirvöld í Þýskalandi áætla að um átta þúsund örmagna flóttamenn hafi komi til landsins á síðustu tólf klukkustundum. Höskuldur Kári Schram, fréttamaður Stöðvar 2, er í Búdapest en hann var í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar og lýsti ástandinu á lestarstöðinni Keleti. „Það fór ein lest í morgun til Austurríkis með um hundrað til tvöhundruð flóttamenn. Ég spjallaði við nokkur þeirra og þetta var aðallega fólk frá Sýrlandi eða Afganistan. Flestir ef ekki allir sögðust vera að flýja stríðsátök og nánast allir vonuðust til þess að fá hæli í Þýskalandi,“ sagði Höskuldur Kári.Lestarstöðin í Búdapest hefur verið full af flóttamönnum að undanförnu.NordicPhotos/AFPYfirvöld í Ungverjalandi hafa verið sökuð um mikla harðneskju í garð flóttamanna en lögreglumenn hafa fengið auknar heimildir til valdbeitingar. Flestir þeirra sem koma til Ungverjalands eru að flýja borgarastyrjöldina í Sýrlandi sem hefur lagt landið í rúst á síðustu árum og kostað þúsundir lífið. Flestir hafa farið í gegnum Tyrkland, Grikkland og Makedóníu á leið sinni. „Keleti lestarstöðin hefur verið eins og birtingarmynd flóttamannastraumsins til Evrópu. Það má sjá flóttamenn út um allt, fólk sefur á gólfinu; heilu fjölskyldurnar, gamalmenni og börn. Hér hafa sjálfsboðaliðar boðið fólkinu upp á mat og föt. Hér er mjög magnað andrúmsloft. Annað er ekki hægt að segja.“En hvernig er hljóðið i heima mönnum í Búdapest?„Mjög skiptar skoðanir. Sumir eru mjög jákvæðir, sumir hafa komið á lestarstöðina með mat og föt. Svo eru aðrir sem óttast það að landið fyllist af hælisleitendum og því fylgi menningarárekstrar. Svo var ein kona sem ég talaði við sem hafði aðallega áhyggjur af því að þessir flóttamenn væru að setja lestarsamgöngur úr skorðum.“ Rætt verður aftur við Höskuld í kvöldfréttum Stöðvar 2 og þá mun hann sýna myndir af vettvangi.
Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Sjá meira