Höskuldur Kári í Búdapest: „Mjög magnað andrúmsloft“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 6. september 2015 12:53 Höskuldur Kári Schram var í beinni útsendingu frá Ungverjalandi í hádeginu. Vísir/Vilhelm/EPA Straumur flóttamanna til Þýskalands eykst og enn bíða margir í Ungverjalandi. Yfirvöld í Þýskalandi áætla að um átta þúsund örmagna flóttamenn hafi komi til landsins á síðustu tólf klukkustundum. Höskuldur Kári Schram, fréttamaður Stöðvar 2, er í Búdapest en hann var í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar og lýsti ástandinu á lestarstöðinni Keleti. „Það fór ein lest í morgun til Austurríkis með um hundrað til tvöhundruð flóttamenn. Ég spjallaði við nokkur þeirra og þetta var aðallega fólk frá Sýrlandi eða Afganistan. Flestir ef ekki allir sögðust vera að flýja stríðsátök og nánast allir vonuðust til þess að fá hæli í Þýskalandi,“ sagði Höskuldur Kári.Lestarstöðin í Búdapest hefur verið full af flóttamönnum að undanförnu.NordicPhotos/AFPYfirvöld í Ungverjalandi hafa verið sökuð um mikla harðneskju í garð flóttamanna en lögreglumenn hafa fengið auknar heimildir til valdbeitingar. Flestir þeirra sem koma til Ungverjalands eru að flýja borgarastyrjöldina í Sýrlandi sem hefur lagt landið í rúst á síðustu árum og kostað þúsundir lífið. Flestir hafa farið í gegnum Tyrkland, Grikkland og Makedóníu á leið sinni. „Keleti lestarstöðin hefur verið eins og birtingarmynd flóttamannastraumsins til Evrópu. Það má sjá flóttamenn út um allt, fólk sefur á gólfinu; heilu fjölskyldurnar, gamalmenni og börn. Hér hafa sjálfsboðaliðar boðið fólkinu upp á mat og föt. Hér er mjög magnað andrúmsloft. Annað er ekki hægt að segja.“En hvernig er hljóðið i heima mönnum í Búdapest?„Mjög skiptar skoðanir. Sumir eru mjög jákvæðir, sumir hafa komið á lestarstöðina með mat og föt. Svo eru aðrir sem óttast það að landið fyllist af hælisleitendum og því fylgi menningarárekstrar. Svo var ein kona sem ég talaði við sem hafði aðallega áhyggjur af því að þessir flóttamenn væru að setja lestarsamgöngur úr skorðum.“ Rætt verður aftur við Höskuld í kvöldfréttum Stöðvar 2 og þá mun hann sýna myndir af vettvangi. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sjá meira
Straumur flóttamanna til Þýskalands eykst og enn bíða margir í Ungverjalandi. Yfirvöld í Þýskalandi áætla að um átta þúsund örmagna flóttamenn hafi komi til landsins á síðustu tólf klukkustundum. Höskuldur Kári Schram, fréttamaður Stöðvar 2, er í Búdapest en hann var í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar og lýsti ástandinu á lestarstöðinni Keleti. „Það fór ein lest í morgun til Austurríkis með um hundrað til tvöhundruð flóttamenn. Ég spjallaði við nokkur þeirra og þetta var aðallega fólk frá Sýrlandi eða Afganistan. Flestir ef ekki allir sögðust vera að flýja stríðsátök og nánast allir vonuðust til þess að fá hæli í Þýskalandi,“ sagði Höskuldur Kári.Lestarstöðin í Búdapest hefur verið full af flóttamönnum að undanförnu.NordicPhotos/AFPYfirvöld í Ungverjalandi hafa verið sökuð um mikla harðneskju í garð flóttamanna en lögreglumenn hafa fengið auknar heimildir til valdbeitingar. Flestir þeirra sem koma til Ungverjalands eru að flýja borgarastyrjöldina í Sýrlandi sem hefur lagt landið í rúst á síðustu árum og kostað þúsundir lífið. Flestir hafa farið í gegnum Tyrkland, Grikkland og Makedóníu á leið sinni. „Keleti lestarstöðin hefur verið eins og birtingarmynd flóttamannastraumsins til Evrópu. Það má sjá flóttamenn út um allt, fólk sefur á gólfinu; heilu fjölskyldurnar, gamalmenni og börn. Hér hafa sjálfsboðaliðar boðið fólkinu upp á mat og föt. Hér er mjög magnað andrúmsloft. Annað er ekki hægt að segja.“En hvernig er hljóðið i heima mönnum í Búdapest?„Mjög skiptar skoðanir. Sumir eru mjög jákvæðir, sumir hafa komið á lestarstöðina með mat og föt. Svo eru aðrir sem óttast það að landið fyllist af hælisleitendum og því fylgi menningarárekstrar. Svo var ein kona sem ég talaði við sem hafði aðallega áhyggjur af því að þessir flóttamenn væru að setja lestarsamgöngur úr skorðum.“ Rætt verður aftur við Höskuld í kvöldfréttum Stöðvar 2 og þá mun hann sýna myndir af vettvangi.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sjá meira