"Gluggarnir bráðnuðu og flugfreyjurnar öskruðu á okkur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. september 2015 21:00 Blessunarlega var hægt að hemja eldinn fljótt og örugglega. Vísir/EPA „Ég fann flugmanninn negla niður á bremsurnar. Hvað hann var fljótur að grípa til aðgerða bjargaði lífi okkar. Ég þori varla að hugsa til enda hvað hefði gerst ef flugvélin hefði tekið á loft.“ Svo skrifar breski blaðamaðurinn Jacob Steinberg sem var um borð í vél British Airways sem kviknaði í við flugtak frá Las Vegas fyrr í dag.Steinberg, sem starfar hjá breska fjölmiðlinum Guardian skrifaði um reynsluna fyrr í dag. „Maður fann að flugmennirnir áttu í erfiðleikum með að stöðva flugvélina en þeim tókst það um mínútu eftir að vélin fór að hægja á sér.“Eftir að vélin stöðvaðist var ekki ljóst hvort að rýma ætti vélina og segir Steinberg frá því að margir hafi setið rólegir á meðan aðrir hafi hlupið fremst í vélina, sumir hafi jafnvel reynt að ná í farangur sinn. Hann hafi hinsvegar ekki áttað sig á því hvað væri að gerast. „Flugfreyjan sagði að allir ættu að vera rólegir. Sumir hlupu hinsvegar af stað á meðan aðrir reyndu að ná í farangur sinn. Við sem sátum hægra megin sáum ekki hvað var að enda kviknaði í hreyflinum vinstra megin. Ég sat og hugsaði með mér að allt væri í lagi og við myndum fara á stað þegar búið væri að ganga úr skugga um að ekkert væri að.“aftermath of british airways flight 2276 pic.twitter.com/mpHgcuiXMM— CastroBelRico (@SuaveCastro) September 9, 2015 Talið er að flugmenn vélarinnar hafi komið í veg fyrir stórslys með því að hætta skyndilega við flugtak og skipa fyrir um að vélin yrði rýmd en mikið manntjón hefur orðið áður þegar farþegum er ekki skipað að yfirgefa vélar eins fljótt og hægt er eftir að ljóst er að kviknað er í flugvélinni. „Lyktin af reyknum var mjög óþægileg. Brennt gúmmí, mjög bitur lykt. Einn farþegi sagði mér að tveir gluggar hefðu bráðnað. Þá var kominn tími á að verða hræddur,“ skrifar Steinberg. „Reykurinn barst inn í flugvélina og þá sá maður að flugfreyjunar voru orðnar hræddar. Þær öskruðu á okkur að hlaupa út og það varð troðningur en blessunarlega komumst við út. Þegar við komum út á flugbrautina hlupum við bara eitthvað. Við vissum ekkert hvert við áttum að fara.“To give you an idea of what the fire was like (that's my mate Jez, who just had a knee reconstruction, on the run). pic.twitter.com/snpHGFyxIC— Jacob Steinberg (@JacobSteinberg) September 8, 2015 They opened the back door and slide went down and smoke started coming in plane, followed by mad dash to front. A lot of panic— Jacob Steinberg (@JacobSteinberg) September 8, 2015 Sérfræðingar í flugöryggi segja að viðbrögð flugmannana hafi verið til fyrirmyndar og þeir hafi fylgt öllum öryggisreglum sem eiga við þegar kviknar í hreyfli. „Á meðan við bíðum eftir ýtarlegri rannsókn á tildrögum þess að kviknað hafi í hreyflinum er óhætt að segja að allir flugmenn geti séð hversu fagmannlega flugmenn vélarinnar hafi staðið sig í þessu tilviki,“ sagði í yfirlýsingu frá Samtökum breskra flugmanna.Flugstjórinn, hinn 63 ára gamli Chris Henkey, er mikill reynslubolti og hefur verið flugmaður í 42 ár en segist aldrei hafa lent í viðlíka áður Hann var að fljúga eitt af sínum síðustu flugum en hann átti að fara á eftirlaun í næstu viku. Henkey ræddi við farþega flugvélarinnar eftir slysið sem voru skiljanlega mjög þakklátir og klöppuðu fyrir honum. „Hann talaði við nokkra af farþegum flugvélarinnar eftir slysið. Hann var náhvítur í framan. Við tókum í hendina á honum en það eru ekki til nógu mörg orð til að lýsa þakklætti okkar í hans garð“, skrifaði Steinberg að lokum. Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
„Ég fann flugmanninn negla niður á bremsurnar. Hvað hann var fljótur að grípa til aðgerða bjargaði lífi okkar. Ég þori varla að hugsa til enda hvað hefði gerst ef flugvélin hefði tekið á loft.“ Svo skrifar breski blaðamaðurinn Jacob Steinberg sem var um borð í vél British Airways sem kviknaði í við flugtak frá Las Vegas fyrr í dag.Steinberg, sem starfar hjá breska fjölmiðlinum Guardian skrifaði um reynsluna fyrr í dag. „Maður fann að flugmennirnir áttu í erfiðleikum með að stöðva flugvélina en þeim tókst það um mínútu eftir að vélin fór að hægja á sér.“Eftir að vélin stöðvaðist var ekki ljóst hvort að rýma ætti vélina og segir Steinberg frá því að margir hafi setið rólegir á meðan aðrir hafi hlupið fremst í vélina, sumir hafi jafnvel reynt að ná í farangur sinn. Hann hafi hinsvegar ekki áttað sig á því hvað væri að gerast. „Flugfreyjan sagði að allir ættu að vera rólegir. Sumir hlupu hinsvegar af stað á meðan aðrir reyndu að ná í farangur sinn. Við sem sátum hægra megin sáum ekki hvað var að enda kviknaði í hreyflinum vinstra megin. Ég sat og hugsaði með mér að allt væri í lagi og við myndum fara á stað þegar búið væri að ganga úr skugga um að ekkert væri að.“aftermath of british airways flight 2276 pic.twitter.com/mpHgcuiXMM— CastroBelRico (@SuaveCastro) September 9, 2015 Talið er að flugmenn vélarinnar hafi komið í veg fyrir stórslys með því að hætta skyndilega við flugtak og skipa fyrir um að vélin yrði rýmd en mikið manntjón hefur orðið áður þegar farþegum er ekki skipað að yfirgefa vélar eins fljótt og hægt er eftir að ljóst er að kviknað er í flugvélinni. „Lyktin af reyknum var mjög óþægileg. Brennt gúmmí, mjög bitur lykt. Einn farþegi sagði mér að tveir gluggar hefðu bráðnað. Þá var kominn tími á að verða hræddur,“ skrifar Steinberg. „Reykurinn barst inn í flugvélina og þá sá maður að flugfreyjunar voru orðnar hræddar. Þær öskruðu á okkur að hlaupa út og það varð troðningur en blessunarlega komumst við út. Þegar við komum út á flugbrautina hlupum við bara eitthvað. Við vissum ekkert hvert við áttum að fara.“To give you an idea of what the fire was like (that's my mate Jez, who just had a knee reconstruction, on the run). pic.twitter.com/snpHGFyxIC— Jacob Steinberg (@JacobSteinberg) September 8, 2015 They opened the back door and slide went down and smoke started coming in plane, followed by mad dash to front. A lot of panic— Jacob Steinberg (@JacobSteinberg) September 8, 2015 Sérfræðingar í flugöryggi segja að viðbrögð flugmannana hafi verið til fyrirmyndar og þeir hafi fylgt öllum öryggisreglum sem eiga við þegar kviknar í hreyfli. „Á meðan við bíðum eftir ýtarlegri rannsókn á tildrögum þess að kviknað hafi í hreyflinum er óhætt að segja að allir flugmenn geti séð hversu fagmannlega flugmenn vélarinnar hafi staðið sig í þessu tilviki,“ sagði í yfirlýsingu frá Samtökum breskra flugmanna.Flugstjórinn, hinn 63 ára gamli Chris Henkey, er mikill reynslubolti og hefur verið flugmaður í 42 ár en segist aldrei hafa lent í viðlíka áður Hann var að fljúga eitt af sínum síðustu flugum en hann átti að fara á eftirlaun í næstu viku. Henkey ræddi við farþega flugvélarinnar eftir slysið sem voru skiljanlega mjög þakklátir og klöppuðu fyrir honum. „Hann talaði við nokkra af farþegum flugvélarinnar eftir slysið. Hann var náhvítur í framan. Við tókum í hendina á honum en það eru ekki til nógu mörg orð til að lýsa þakklætti okkar í hans garð“, skrifaði Steinberg að lokum.
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira