Erlent

Þrír særðir eftir árás um borð í franskri lest

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Lögreglumaður að störfum á vettvangi.
Lögreglumaður að störfum á vettvangi. vísir/ap
Þrír særðust er maður vopnaður byssum hóf skothríð á farþegar lestar í Norður-Frakklandi. Árásarmaðurinn var að lokum yfirbugaður af tveimur farþegum lestarinnar.

Tveir hinna særðu hlutu áverka eftir byssukúlu en sá síðasti var stunginn með hnífi. Atvikið átti sér stað í hraðlest á leið til Parísar frá Amsterdam. Maðurinn var handtekinn er lestin kom að bænum Arras.

Hinn handtekni er 26 ára gamall Marokkómaður en hann var vopnaður Kalashnikov riffli, hnífi og sjálfvirkri skammbyssu. Samkvæmt frétt CNN var maðurinn á lista frönsku leyniþjónustunnar yfir mögulega hryðjuverkamenn og höfðu yfirvöld fylgst með honum í talsverða stund. Ekki er víst hvort hann hafi einhver tengsl við Íslamska ríkið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×