Erlent

Everest opnað göngufólki á ný

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Alls fórust 9000 manns í jarðskjálftanum, þar af 19 á Everest-fjalli.
Alls fórust 9000 manns í jarðskjálftanum, þar af 19 á Everest-fjalli. vísir/epa
Yfirvöld í Nepal hafa nú leyft göngur á Everest-fjall að nýju en fjallið hefur verið lokað göngufólki frá því í apríl síðastliðnum. Gríðarlega öflugur jarðskjálfti reið þá yfir landið og fórust yfir 9000 manns í skjálftanum, þar af 19 á Everest.

Japanski fjallgöngumaðurinn Nobakazu Kuriki verður sá fyrsti sem mun klífa fjallið frá því í apríl. Ferðamálaráðherra Nepal, Kripasur Sherpa, gaf Kuriki gönguleyfi við hátíðlega athöfn í Katmandú í gær.

Kuriki ætlar að leggja af stað á fjallið á morgun og áætlar að vera á toppi Everest um miðjan september. Hann segir aðalmarkmið sitt vera að senda út þau skilaboð að Nepal sé öruggur staður fyrir fjallgöngufólk.

Þetta verður í fimmta skipti sem Kuriki reynir að ná toppi hæsta fjalls í heimi en honum hefur mistekist fjórum sinnum að komast alla leið upp. Seinast þegar hann reyndi að klífa Everest missti hann níu fingur vegna kals.


Tengdar fréttir

Everest-fjall seig í skjálftanum

Ratsjármyndir frá hamfarasvæðunum í Nepal sýna að svæði í kringum Katmandú hafi risið um 90 sentimetra í skjálftanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×