Nemendur í Salaskóla ná árangri með Byrjendalæsi Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 25. ágúst 2015 19:45 Árangur nemenda hefur ekki alls staðar versnað með aðferðum byrjendalæsis og börn í Salaskóla koma til dæmis betur út úr samræmdum prófum eftir að þær voru teknar upp. Í fréttum Stöðvar 2 litum við inn í skólastofu í Salaskóla. Þegar fréttamann bar að sátu nemendur við mismunandi starfsstöðvar. Nokkrir nemendur léku sér í sérstökum stafakubbaleik sem þeir virtust hafa gaman af, aðrir tóku tímann á lestri hvers annars, þá dunduðu aðrir að skrifa sögu og enn aðrir sátu í þægilegu lestrarhorni og lásu bækur. Í kennslurýminu var auðséð að áherslan er rík á lestur og mikið af bókum, spilum og leikjum sem tengjast viðfangsefninu í því.Kennarar í Salaskóla eru ánægðir með ByrjendalæsiUnnið með heildina og allir virkir Sigríður Bragadóttir er leiðtogi byrjendalæsis í skólanum, hún og Sigríður Gylfadóttir umsjónarkennari nemenda í öðrum bekk skólans útskýrðu í hverju byrjendalæsi felst og hvers vegna svo góður árangur hefur náðst. „Það er kannski út frá því að við byrjum á heildinni. Við erum með bók vikunnar sem er nokkurs konar ævintýraheimur sem við kynnum fyrir börnunum. Í þessum ævintýraheimi er ákveðinn orðaforði sem við vekjum athygli á.“ „Þegar við erum komin inn í þennan ævintýra heim þá vinnum við með smærri einingar málsins, hljóðin og tengingar. Þegar við erum búin að vinna með það á skilvirkan hátt þá förum við aftur í heildina og vinnum áfram með ritun og tjáningu, til dæmis að skoða hvað gerist fyrst, næst og í lokin. Það sem er sniðugt við þetta er að það geta allir verið virkir, læsir krakkar geta skrifað hvað gerist í upphafi á meðan þeir sem eru ekki komnir af stað geta teiknað hvað gerist í sögunni.“ Sigríður Gylfadóttir kennari barnanna tekur undir þetta og segir starfið fyrst og fremst fjölbreytt. „Mér finnst þetta mjög skemmtilegt, við opnum alltaf með bók vikunnar og þá vinnum við út frá spilum og leikjum, þannig að fjölbreytt verkefni númer eitt, tvö og þrjú.“Samræmd próf ekki algilt mælitæki Þótt að árangur af samræmdum prófum í Salaskóla hafi batnað, benda þær báðar á að prófin séu ekki algilt mælitæki. „Nei því miður, en með þessari aðferð fáum við miklu fjölbreyttari vinnu, við fáum krakkana með okkur alveg sama hvar þeir eru staddir í lestri.“Og krakkarnir sjálfir, hvað segja þeir. Er gaman að lesa? Það stendur ekki á svari og þau hrópa öll í kór: Já! Tengdar fréttir Allt í ólestri Stemningin er svolítið súr í kringum skólabyrjun þegar menntamálaráðherra og kennsludoktorar rífast um vonlausar kennsluaðferðir í fjölmiðlum. 25. ágúst 2015 07:00 Byrjendalæsi: "Ályktanir minnisblaðsins nánast marklausar“ Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri sem þróaði Byrjendalæsi gagnrýnir vinnubrögð Menntamálastofnunar 21. ágúst 2015 11:30 Ekki ráðherrans að velja aðferðir við lestrarkennslu Rósa Eggertsdóttir er upphafsmaður að þróun byrjendalæsis. Hún svarar fyrir gagnrýni og setur spurningamerki við að ráðherrann skipi fagmönnum hvernig eigi að kenna börnum. 22. ágúst 2015 08:00 Yfirlýsing frá Háskólanum á Akureyri: Börnum sem eiga erfitt með að læra að lesa fækkar verulega Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri gagnrýnir þá "einfölduðu framsetningu“ sem miðstöðin segir birtast í minnisblaði Menntamálastofnunar vegna Byrjendalæsis. 20. ágúst 2015 15:54 Mest lesið Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Erlent Fleiri fréttir Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Sjá meira
Árangur nemenda hefur ekki alls staðar versnað með aðferðum byrjendalæsis og börn í Salaskóla koma til dæmis betur út úr samræmdum prófum eftir að þær voru teknar upp. Í fréttum Stöðvar 2 litum við inn í skólastofu í Salaskóla. Þegar fréttamann bar að sátu nemendur við mismunandi starfsstöðvar. Nokkrir nemendur léku sér í sérstökum stafakubbaleik sem þeir virtust hafa gaman af, aðrir tóku tímann á lestri hvers annars, þá dunduðu aðrir að skrifa sögu og enn aðrir sátu í þægilegu lestrarhorni og lásu bækur. Í kennslurýminu var auðséð að áherslan er rík á lestur og mikið af bókum, spilum og leikjum sem tengjast viðfangsefninu í því.Kennarar í Salaskóla eru ánægðir með ByrjendalæsiUnnið með heildina og allir virkir Sigríður Bragadóttir er leiðtogi byrjendalæsis í skólanum, hún og Sigríður Gylfadóttir umsjónarkennari nemenda í öðrum bekk skólans útskýrðu í hverju byrjendalæsi felst og hvers vegna svo góður árangur hefur náðst. „Það er kannski út frá því að við byrjum á heildinni. Við erum með bók vikunnar sem er nokkurs konar ævintýraheimur sem við kynnum fyrir börnunum. Í þessum ævintýraheimi er ákveðinn orðaforði sem við vekjum athygli á.“ „Þegar við erum komin inn í þennan ævintýra heim þá vinnum við með smærri einingar málsins, hljóðin og tengingar. Þegar við erum búin að vinna með það á skilvirkan hátt þá förum við aftur í heildina og vinnum áfram með ritun og tjáningu, til dæmis að skoða hvað gerist fyrst, næst og í lokin. Það sem er sniðugt við þetta er að það geta allir verið virkir, læsir krakkar geta skrifað hvað gerist í upphafi á meðan þeir sem eru ekki komnir af stað geta teiknað hvað gerist í sögunni.“ Sigríður Gylfadóttir kennari barnanna tekur undir þetta og segir starfið fyrst og fremst fjölbreytt. „Mér finnst þetta mjög skemmtilegt, við opnum alltaf með bók vikunnar og þá vinnum við út frá spilum og leikjum, þannig að fjölbreytt verkefni númer eitt, tvö og þrjú.“Samræmd próf ekki algilt mælitæki Þótt að árangur af samræmdum prófum í Salaskóla hafi batnað, benda þær báðar á að prófin séu ekki algilt mælitæki. „Nei því miður, en með þessari aðferð fáum við miklu fjölbreyttari vinnu, við fáum krakkana með okkur alveg sama hvar þeir eru staddir í lestri.“Og krakkarnir sjálfir, hvað segja þeir. Er gaman að lesa? Það stendur ekki á svari og þau hrópa öll í kór: Já!
Tengdar fréttir Allt í ólestri Stemningin er svolítið súr í kringum skólabyrjun þegar menntamálaráðherra og kennsludoktorar rífast um vonlausar kennsluaðferðir í fjölmiðlum. 25. ágúst 2015 07:00 Byrjendalæsi: "Ályktanir minnisblaðsins nánast marklausar“ Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri sem þróaði Byrjendalæsi gagnrýnir vinnubrögð Menntamálastofnunar 21. ágúst 2015 11:30 Ekki ráðherrans að velja aðferðir við lestrarkennslu Rósa Eggertsdóttir er upphafsmaður að þróun byrjendalæsis. Hún svarar fyrir gagnrýni og setur spurningamerki við að ráðherrann skipi fagmönnum hvernig eigi að kenna börnum. 22. ágúst 2015 08:00 Yfirlýsing frá Háskólanum á Akureyri: Börnum sem eiga erfitt með að læra að lesa fækkar verulega Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri gagnrýnir þá "einfölduðu framsetningu“ sem miðstöðin segir birtast í minnisblaði Menntamálastofnunar vegna Byrjendalæsis. 20. ágúst 2015 15:54 Mest lesið Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Erlent Fleiri fréttir Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Sjá meira
Allt í ólestri Stemningin er svolítið súr í kringum skólabyrjun þegar menntamálaráðherra og kennsludoktorar rífast um vonlausar kennsluaðferðir í fjölmiðlum. 25. ágúst 2015 07:00
Byrjendalæsi: "Ályktanir minnisblaðsins nánast marklausar“ Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri sem þróaði Byrjendalæsi gagnrýnir vinnubrögð Menntamálastofnunar 21. ágúst 2015 11:30
Ekki ráðherrans að velja aðferðir við lestrarkennslu Rósa Eggertsdóttir er upphafsmaður að þróun byrjendalæsis. Hún svarar fyrir gagnrýni og setur spurningamerki við að ráðherrann skipi fagmönnum hvernig eigi að kenna börnum. 22. ágúst 2015 08:00
Yfirlýsing frá Háskólanum á Akureyri: Börnum sem eiga erfitt með að læra að lesa fækkar verulega Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri gagnrýnir þá "einfölduðu framsetningu“ sem miðstöðin segir birtast í minnisblaði Menntamálastofnunar vegna Byrjendalæsis. 20. ágúst 2015 15:54