Nemendur í Salaskóla ná árangri með Byrjendalæsi Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 25. ágúst 2015 19:45 Árangur nemenda hefur ekki alls staðar versnað með aðferðum byrjendalæsis og börn í Salaskóla koma til dæmis betur út úr samræmdum prófum eftir að þær voru teknar upp. Í fréttum Stöðvar 2 litum við inn í skólastofu í Salaskóla. Þegar fréttamann bar að sátu nemendur við mismunandi starfsstöðvar. Nokkrir nemendur léku sér í sérstökum stafakubbaleik sem þeir virtust hafa gaman af, aðrir tóku tímann á lestri hvers annars, þá dunduðu aðrir að skrifa sögu og enn aðrir sátu í þægilegu lestrarhorni og lásu bækur. Í kennslurýminu var auðséð að áherslan er rík á lestur og mikið af bókum, spilum og leikjum sem tengjast viðfangsefninu í því.Kennarar í Salaskóla eru ánægðir með ByrjendalæsiUnnið með heildina og allir virkir Sigríður Bragadóttir er leiðtogi byrjendalæsis í skólanum, hún og Sigríður Gylfadóttir umsjónarkennari nemenda í öðrum bekk skólans útskýrðu í hverju byrjendalæsi felst og hvers vegna svo góður árangur hefur náðst. „Það er kannski út frá því að við byrjum á heildinni. Við erum með bók vikunnar sem er nokkurs konar ævintýraheimur sem við kynnum fyrir börnunum. Í þessum ævintýraheimi er ákveðinn orðaforði sem við vekjum athygli á.“ „Þegar við erum komin inn í þennan ævintýra heim þá vinnum við með smærri einingar málsins, hljóðin og tengingar. Þegar við erum búin að vinna með það á skilvirkan hátt þá förum við aftur í heildina og vinnum áfram með ritun og tjáningu, til dæmis að skoða hvað gerist fyrst, næst og í lokin. Það sem er sniðugt við þetta er að það geta allir verið virkir, læsir krakkar geta skrifað hvað gerist í upphafi á meðan þeir sem eru ekki komnir af stað geta teiknað hvað gerist í sögunni.“ Sigríður Gylfadóttir kennari barnanna tekur undir þetta og segir starfið fyrst og fremst fjölbreytt. „Mér finnst þetta mjög skemmtilegt, við opnum alltaf með bók vikunnar og þá vinnum við út frá spilum og leikjum, þannig að fjölbreytt verkefni númer eitt, tvö og þrjú.“Samræmd próf ekki algilt mælitæki Þótt að árangur af samræmdum prófum í Salaskóla hafi batnað, benda þær báðar á að prófin séu ekki algilt mælitæki. „Nei því miður, en með þessari aðferð fáum við miklu fjölbreyttari vinnu, við fáum krakkana með okkur alveg sama hvar þeir eru staddir í lestri.“Og krakkarnir sjálfir, hvað segja þeir. Er gaman að lesa? Það stendur ekki á svari og þau hrópa öll í kór: Já! Tengdar fréttir Allt í ólestri Stemningin er svolítið súr í kringum skólabyrjun þegar menntamálaráðherra og kennsludoktorar rífast um vonlausar kennsluaðferðir í fjölmiðlum. 25. ágúst 2015 07:00 Byrjendalæsi: "Ályktanir minnisblaðsins nánast marklausar“ Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri sem þróaði Byrjendalæsi gagnrýnir vinnubrögð Menntamálastofnunar 21. ágúst 2015 11:30 Ekki ráðherrans að velja aðferðir við lestrarkennslu Rósa Eggertsdóttir er upphafsmaður að þróun byrjendalæsis. Hún svarar fyrir gagnrýni og setur spurningamerki við að ráðherrann skipi fagmönnum hvernig eigi að kenna börnum. 22. ágúst 2015 08:00 Yfirlýsing frá Háskólanum á Akureyri: Börnum sem eiga erfitt með að læra að lesa fækkar verulega Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri gagnrýnir þá "einfölduðu framsetningu“ sem miðstöðin segir birtast í minnisblaði Menntamálastofnunar vegna Byrjendalæsis. 20. ágúst 2015 15:54 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Hvalreki á Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Sjá meira
Árangur nemenda hefur ekki alls staðar versnað með aðferðum byrjendalæsis og börn í Salaskóla koma til dæmis betur út úr samræmdum prófum eftir að þær voru teknar upp. Í fréttum Stöðvar 2 litum við inn í skólastofu í Salaskóla. Þegar fréttamann bar að sátu nemendur við mismunandi starfsstöðvar. Nokkrir nemendur léku sér í sérstökum stafakubbaleik sem þeir virtust hafa gaman af, aðrir tóku tímann á lestri hvers annars, þá dunduðu aðrir að skrifa sögu og enn aðrir sátu í þægilegu lestrarhorni og lásu bækur. Í kennslurýminu var auðséð að áherslan er rík á lestur og mikið af bókum, spilum og leikjum sem tengjast viðfangsefninu í því.Kennarar í Salaskóla eru ánægðir með ByrjendalæsiUnnið með heildina og allir virkir Sigríður Bragadóttir er leiðtogi byrjendalæsis í skólanum, hún og Sigríður Gylfadóttir umsjónarkennari nemenda í öðrum bekk skólans útskýrðu í hverju byrjendalæsi felst og hvers vegna svo góður árangur hefur náðst. „Það er kannski út frá því að við byrjum á heildinni. Við erum með bók vikunnar sem er nokkurs konar ævintýraheimur sem við kynnum fyrir börnunum. Í þessum ævintýraheimi er ákveðinn orðaforði sem við vekjum athygli á.“ „Þegar við erum komin inn í þennan ævintýra heim þá vinnum við með smærri einingar málsins, hljóðin og tengingar. Þegar við erum búin að vinna með það á skilvirkan hátt þá förum við aftur í heildina og vinnum áfram með ritun og tjáningu, til dæmis að skoða hvað gerist fyrst, næst og í lokin. Það sem er sniðugt við þetta er að það geta allir verið virkir, læsir krakkar geta skrifað hvað gerist í upphafi á meðan þeir sem eru ekki komnir af stað geta teiknað hvað gerist í sögunni.“ Sigríður Gylfadóttir kennari barnanna tekur undir þetta og segir starfið fyrst og fremst fjölbreytt. „Mér finnst þetta mjög skemmtilegt, við opnum alltaf með bók vikunnar og þá vinnum við út frá spilum og leikjum, þannig að fjölbreytt verkefni númer eitt, tvö og þrjú.“Samræmd próf ekki algilt mælitæki Þótt að árangur af samræmdum prófum í Salaskóla hafi batnað, benda þær báðar á að prófin séu ekki algilt mælitæki. „Nei því miður, en með þessari aðferð fáum við miklu fjölbreyttari vinnu, við fáum krakkana með okkur alveg sama hvar þeir eru staddir í lestri.“Og krakkarnir sjálfir, hvað segja þeir. Er gaman að lesa? Það stendur ekki á svari og þau hrópa öll í kór: Já!
Tengdar fréttir Allt í ólestri Stemningin er svolítið súr í kringum skólabyrjun þegar menntamálaráðherra og kennsludoktorar rífast um vonlausar kennsluaðferðir í fjölmiðlum. 25. ágúst 2015 07:00 Byrjendalæsi: "Ályktanir minnisblaðsins nánast marklausar“ Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri sem þróaði Byrjendalæsi gagnrýnir vinnubrögð Menntamálastofnunar 21. ágúst 2015 11:30 Ekki ráðherrans að velja aðferðir við lestrarkennslu Rósa Eggertsdóttir er upphafsmaður að þróun byrjendalæsis. Hún svarar fyrir gagnrýni og setur spurningamerki við að ráðherrann skipi fagmönnum hvernig eigi að kenna börnum. 22. ágúst 2015 08:00 Yfirlýsing frá Háskólanum á Akureyri: Börnum sem eiga erfitt með að læra að lesa fækkar verulega Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri gagnrýnir þá "einfölduðu framsetningu“ sem miðstöðin segir birtast í minnisblaði Menntamálastofnunar vegna Byrjendalæsis. 20. ágúst 2015 15:54 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Hvalreki á Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Sjá meira
Allt í ólestri Stemningin er svolítið súr í kringum skólabyrjun þegar menntamálaráðherra og kennsludoktorar rífast um vonlausar kennsluaðferðir í fjölmiðlum. 25. ágúst 2015 07:00
Byrjendalæsi: "Ályktanir minnisblaðsins nánast marklausar“ Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri sem þróaði Byrjendalæsi gagnrýnir vinnubrögð Menntamálastofnunar 21. ágúst 2015 11:30
Ekki ráðherrans að velja aðferðir við lestrarkennslu Rósa Eggertsdóttir er upphafsmaður að þróun byrjendalæsis. Hún svarar fyrir gagnrýni og setur spurningamerki við að ráðherrann skipi fagmönnum hvernig eigi að kenna börnum. 22. ágúst 2015 08:00
Yfirlýsing frá Háskólanum á Akureyri: Börnum sem eiga erfitt með að læra að lesa fækkar verulega Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri gagnrýnir þá "einfölduðu framsetningu“ sem miðstöðin segir birtast í minnisblaði Menntamálastofnunar vegna Byrjendalæsis. 20. ágúst 2015 15:54