Tugir flóttamanna köfnuðu Guðsteinn Bjarnason skrifar 28. ágúst 2015 08:00 Lögreglan rannsakar flutningabifreiðina, sem er með ungverskar númeraplötur en merkt slóvakísku kjúklingafyrirtæki. Vísir/AP Allt að fimmtíu lík fundust í vörubifreið á þjóðvegi skammt frá Vínarborg í gær. Talið er að hinir látnu hafi flestir verið flóttamenn frá Sýrlandi. Þeir hafi kafnað. Bifreiðin hafði líklega staðið í vegarkantinum frá því á miðvikudag. Í gærmorgun tóku starfsmenn austurrísku vegagerðarinnar, sem voru að slá gras, eftir því að vökvi var farinn að leka úr bílnum. Þeir gerðu lögreglu viðvart. Bifreiðin er með kælibúnaði og merkt kjúklingafyrirtæki í Slóvakíu, sem segist hafa selt þessa bifreið og tólf aðrar til Ungverjalands á síðasta ári. Kaupendunum sé ekki skylt að taka merkingarnar af. Austurríska lögreglan segir að allt kapp sé lagt á að hafa uppi á ökumanni bifreiðarinnar og þeim sem standa á bak við þennan fólksflutning. Á þriðjudag voru þrír menn handteknir við landamæri Austurríkis fyrir að reyna að smygla flóttafólki yfir til landsins. Ökumaðurinn hafði stöðvað bíl sinn á þjóðveginum og sagt flóttafólkinu að fara út. Alls voru 34 manns í þeim bíl og hefur fólkið sagt lögreglu að mikil þrengsli hafi verið í bílnum og fólk átt erfitt með að anda. „Þeir sem tala um harmleik í þessu sambandi, eru hræsnarar,“ hefur austurríska fréttasíðan Kurier eftir Heinz Patzelt, framkvæmdastjóra Amnesty International í Austurríki. „Þetta var fyrirsjáanlegt og hryllilegt fylgitjón og allir þeir sem í örvæntingu sinni halda fast í Dyflinnarkerfið, sem virkar ekki lengur, hafa af gáleysi sínu látið það viðgangast.“ Angela Merkel Þýskalandskanslari, sem var stödd í Austurríki á leiðtogafundi Vestur-Balkanskagaríkja, sagðist miður sín vegna þessa máls: „Þetta brýnir okkur til að takast hratt á við fólksflutninga í anda Evrópu, það er að segja í anda samstöðu, og finna lausnir.“ Hún sagði Evrópuríkin vera auðug og hafa alla getu til þess að ráða við þessi mál: „Heimsbyggðin fylgist með okkur,“ sagði hún. Á fundinum gagnrýndu leiðtogar Balkanskagaríkja, ekki síst ráðamenn í Serbíu og Makedóníu, hve viðbrögð Evrópusambandsins við flóttamannastraumnum hafi verið lítil. Flóttamenn Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Fleiri fréttir Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sjá meira
Allt að fimmtíu lík fundust í vörubifreið á þjóðvegi skammt frá Vínarborg í gær. Talið er að hinir látnu hafi flestir verið flóttamenn frá Sýrlandi. Þeir hafi kafnað. Bifreiðin hafði líklega staðið í vegarkantinum frá því á miðvikudag. Í gærmorgun tóku starfsmenn austurrísku vegagerðarinnar, sem voru að slá gras, eftir því að vökvi var farinn að leka úr bílnum. Þeir gerðu lögreglu viðvart. Bifreiðin er með kælibúnaði og merkt kjúklingafyrirtæki í Slóvakíu, sem segist hafa selt þessa bifreið og tólf aðrar til Ungverjalands á síðasta ári. Kaupendunum sé ekki skylt að taka merkingarnar af. Austurríska lögreglan segir að allt kapp sé lagt á að hafa uppi á ökumanni bifreiðarinnar og þeim sem standa á bak við þennan fólksflutning. Á þriðjudag voru þrír menn handteknir við landamæri Austurríkis fyrir að reyna að smygla flóttafólki yfir til landsins. Ökumaðurinn hafði stöðvað bíl sinn á þjóðveginum og sagt flóttafólkinu að fara út. Alls voru 34 manns í þeim bíl og hefur fólkið sagt lögreglu að mikil þrengsli hafi verið í bílnum og fólk átt erfitt með að anda. „Þeir sem tala um harmleik í þessu sambandi, eru hræsnarar,“ hefur austurríska fréttasíðan Kurier eftir Heinz Patzelt, framkvæmdastjóra Amnesty International í Austurríki. „Þetta var fyrirsjáanlegt og hryllilegt fylgitjón og allir þeir sem í örvæntingu sinni halda fast í Dyflinnarkerfið, sem virkar ekki lengur, hafa af gáleysi sínu látið það viðgangast.“ Angela Merkel Þýskalandskanslari, sem var stödd í Austurríki á leiðtogafundi Vestur-Balkanskagaríkja, sagðist miður sín vegna þessa máls: „Þetta brýnir okkur til að takast hratt á við fólksflutninga í anda Evrópu, það er að segja í anda samstöðu, og finna lausnir.“ Hún sagði Evrópuríkin vera auðug og hafa alla getu til þess að ráða við þessi mál: „Heimsbyggðin fylgist með okkur,“ sagði hún. Á fundinum gagnrýndu leiðtogar Balkanskagaríkja, ekki síst ráðamenn í Serbíu og Makedóníu, hve viðbrögð Evrópusambandsins við flóttamannastraumnum hafi verið lítil.
Flóttamenn Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Fleiri fréttir Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sjá meira