Kaffitár bíður enn eftir gögnum frá Isavia: „Þeir verða að afhenda gögnin“ Birgir Olgeirsson skrifar 12. ágúst 2015 16:53 Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs. „Þeir verða að afhenda gögnin,“ segir Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs, sem bíður eftir gögnum frá ríkisfyrirtækinu Isavia, sem annast rekstur og uppbyggingu allra flugvalla á Íslandi, sem varða útboð á veitinga- og verslunarhúsnæði í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Miðnesheiði í fyrra. Kaffitár var eitt þeirra fyrirtækja sem gerði tilboð í veitingarými í flugstöðinni en fékk ekki. Fyrirtækin Joe and the Juice og Segafredo hrepptu rýmið og krafðist Aðalheiður þess að fá að sjá niðurstöður og rökstuðning Isavia fyrir því að velja þessi fyrirtæki fram yfir önnur. Isavia neitaði að afhenda gögnin og fór svo að Aðalheiður fór með málið fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem hefur komist að þeirri niðurstöðu að Isavia beri að afhenda henni þessi gögn.Úrskurður féll 31. júlí síðastliðinn og sendi Aðalheiður Isavia bréf síðastliðinn föstudag þar sem óskað var eftir gögnunum tafarlaust. „Enda segir úrskurðurinn að það eigi að afhenda þetta strax,“ segir Aðalheiður. Hún segir að ef Isavia afhendir ekki gögnin verður farið með málið til sýslumanns sem mun sækja þau. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia eru lögmenn fyrirtækisins með úrskurðinn til skoðunar og verið sé að skoða næstu skref. „Við eigum von á að fá einhverjar fleiri hundruð síður af einhverjum gögnum og þá skoðum við hvað hinir voru að bjóða,“ segir Aðalheiður. „Þá sjáum við bara hvernig var gefið miðað við útboðsgögnin af því okkur finnst frekar skrýtið að við höfum tapað fyrir þessu ítalska kaffifyrirtæki Segafredo. Af því að í útboðsgögnum er til dæmis lögð áhersla á íslenskar áherslur, íslenskt bakkelsi og bjóða upp á það besta sem Ísland og Reykjavík hefur upp á að bjóða og ég skil ekki hvernig þessi ítalska keðja skorar hærra en við.“ Tengdar fréttir Er erlendum fyrirtækjum fært verslunarrými í Leifsstöð á silfurfati? Þjónusta við ferðamenn er ein mikilvægasta atvinnugrein á Íslandi. Um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fara yfir þrjár milljónir farþega og spáð er mikilli fjölgun. Ferðamannastraumurinn er ný auðlind sem skapar miklar tekjur fyrir þjóðarbúið. 24. september 2014 07:00 Fá ekki rými í Leifsstöð: Kaupmenn ætla með málið fyrir dómstóla Eigendur fyrirtæksins Drífu ehf, sem rekur verslanir sem selja fatnað undir merkinu Icewear, ætla að leita til dómsstóla eftir að kæru fyrirtækisins sem sneri að samkeppni um verslunarrými í Leifsstöð var vísað frá af kærunefnd útboðsmála. 25. september 2014 16:11 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
„Þeir verða að afhenda gögnin,“ segir Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs, sem bíður eftir gögnum frá ríkisfyrirtækinu Isavia, sem annast rekstur og uppbyggingu allra flugvalla á Íslandi, sem varða útboð á veitinga- og verslunarhúsnæði í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Miðnesheiði í fyrra. Kaffitár var eitt þeirra fyrirtækja sem gerði tilboð í veitingarými í flugstöðinni en fékk ekki. Fyrirtækin Joe and the Juice og Segafredo hrepptu rýmið og krafðist Aðalheiður þess að fá að sjá niðurstöður og rökstuðning Isavia fyrir því að velja þessi fyrirtæki fram yfir önnur. Isavia neitaði að afhenda gögnin og fór svo að Aðalheiður fór með málið fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem hefur komist að þeirri niðurstöðu að Isavia beri að afhenda henni þessi gögn.Úrskurður féll 31. júlí síðastliðinn og sendi Aðalheiður Isavia bréf síðastliðinn föstudag þar sem óskað var eftir gögnunum tafarlaust. „Enda segir úrskurðurinn að það eigi að afhenda þetta strax,“ segir Aðalheiður. Hún segir að ef Isavia afhendir ekki gögnin verður farið með málið til sýslumanns sem mun sækja þau. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia eru lögmenn fyrirtækisins með úrskurðinn til skoðunar og verið sé að skoða næstu skref. „Við eigum von á að fá einhverjar fleiri hundruð síður af einhverjum gögnum og þá skoðum við hvað hinir voru að bjóða,“ segir Aðalheiður. „Þá sjáum við bara hvernig var gefið miðað við útboðsgögnin af því okkur finnst frekar skrýtið að við höfum tapað fyrir þessu ítalska kaffifyrirtæki Segafredo. Af því að í útboðsgögnum er til dæmis lögð áhersla á íslenskar áherslur, íslenskt bakkelsi og bjóða upp á það besta sem Ísland og Reykjavík hefur upp á að bjóða og ég skil ekki hvernig þessi ítalska keðja skorar hærra en við.“
Tengdar fréttir Er erlendum fyrirtækjum fært verslunarrými í Leifsstöð á silfurfati? Þjónusta við ferðamenn er ein mikilvægasta atvinnugrein á Íslandi. Um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fara yfir þrjár milljónir farþega og spáð er mikilli fjölgun. Ferðamannastraumurinn er ný auðlind sem skapar miklar tekjur fyrir þjóðarbúið. 24. september 2014 07:00 Fá ekki rými í Leifsstöð: Kaupmenn ætla með málið fyrir dómstóla Eigendur fyrirtæksins Drífu ehf, sem rekur verslanir sem selja fatnað undir merkinu Icewear, ætla að leita til dómsstóla eftir að kæru fyrirtækisins sem sneri að samkeppni um verslunarrými í Leifsstöð var vísað frá af kærunefnd útboðsmála. 25. september 2014 16:11 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Er erlendum fyrirtækjum fært verslunarrými í Leifsstöð á silfurfati? Þjónusta við ferðamenn er ein mikilvægasta atvinnugrein á Íslandi. Um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fara yfir þrjár milljónir farþega og spáð er mikilli fjölgun. Ferðamannastraumurinn er ný auðlind sem skapar miklar tekjur fyrir þjóðarbúið. 24. september 2014 07:00
Fá ekki rými í Leifsstöð: Kaupmenn ætla með málið fyrir dómstóla Eigendur fyrirtæksins Drífu ehf, sem rekur verslanir sem selja fatnað undir merkinu Icewear, ætla að leita til dómsstóla eftir að kæru fyrirtækisins sem sneri að samkeppni um verslunarrými í Leifsstöð var vísað frá af kærunefnd útboðsmála. 25. september 2014 16:11