Kaffitár bíður enn eftir gögnum frá Isavia: „Þeir verða að afhenda gögnin“ Birgir Olgeirsson skrifar 12. ágúst 2015 16:53 Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs. „Þeir verða að afhenda gögnin,“ segir Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs, sem bíður eftir gögnum frá ríkisfyrirtækinu Isavia, sem annast rekstur og uppbyggingu allra flugvalla á Íslandi, sem varða útboð á veitinga- og verslunarhúsnæði í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Miðnesheiði í fyrra. Kaffitár var eitt þeirra fyrirtækja sem gerði tilboð í veitingarými í flugstöðinni en fékk ekki. Fyrirtækin Joe and the Juice og Segafredo hrepptu rýmið og krafðist Aðalheiður þess að fá að sjá niðurstöður og rökstuðning Isavia fyrir því að velja þessi fyrirtæki fram yfir önnur. Isavia neitaði að afhenda gögnin og fór svo að Aðalheiður fór með málið fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem hefur komist að þeirri niðurstöðu að Isavia beri að afhenda henni þessi gögn.Úrskurður féll 31. júlí síðastliðinn og sendi Aðalheiður Isavia bréf síðastliðinn föstudag þar sem óskað var eftir gögnunum tafarlaust. „Enda segir úrskurðurinn að það eigi að afhenda þetta strax,“ segir Aðalheiður. Hún segir að ef Isavia afhendir ekki gögnin verður farið með málið til sýslumanns sem mun sækja þau. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia eru lögmenn fyrirtækisins með úrskurðinn til skoðunar og verið sé að skoða næstu skref. „Við eigum von á að fá einhverjar fleiri hundruð síður af einhverjum gögnum og þá skoðum við hvað hinir voru að bjóða,“ segir Aðalheiður. „Þá sjáum við bara hvernig var gefið miðað við útboðsgögnin af því okkur finnst frekar skrýtið að við höfum tapað fyrir þessu ítalska kaffifyrirtæki Segafredo. Af því að í útboðsgögnum er til dæmis lögð áhersla á íslenskar áherslur, íslenskt bakkelsi og bjóða upp á það besta sem Ísland og Reykjavík hefur upp á að bjóða og ég skil ekki hvernig þessi ítalska keðja skorar hærra en við.“ Tengdar fréttir Er erlendum fyrirtækjum fært verslunarrými í Leifsstöð á silfurfati? Þjónusta við ferðamenn er ein mikilvægasta atvinnugrein á Íslandi. Um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fara yfir þrjár milljónir farþega og spáð er mikilli fjölgun. Ferðamannastraumurinn er ný auðlind sem skapar miklar tekjur fyrir þjóðarbúið. 24. september 2014 07:00 Fá ekki rými í Leifsstöð: Kaupmenn ætla með málið fyrir dómstóla Eigendur fyrirtæksins Drífu ehf, sem rekur verslanir sem selja fatnað undir merkinu Icewear, ætla að leita til dómsstóla eftir að kæru fyrirtækisins sem sneri að samkeppni um verslunarrými í Leifsstöð var vísað frá af kærunefnd útboðsmála. 25. september 2014 16:11 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
„Þeir verða að afhenda gögnin,“ segir Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs, sem bíður eftir gögnum frá ríkisfyrirtækinu Isavia, sem annast rekstur og uppbyggingu allra flugvalla á Íslandi, sem varða útboð á veitinga- og verslunarhúsnæði í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Miðnesheiði í fyrra. Kaffitár var eitt þeirra fyrirtækja sem gerði tilboð í veitingarými í flugstöðinni en fékk ekki. Fyrirtækin Joe and the Juice og Segafredo hrepptu rýmið og krafðist Aðalheiður þess að fá að sjá niðurstöður og rökstuðning Isavia fyrir því að velja þessi fyrirtæki fram yfir önnur. Isavia neitaði að afhenda gögnin og fór svo að Aðalheiður fór með málið fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem hefur komist að þeirri niðurstöðu að Isavia beri að afhenda henni þessi gögn.Úrskurður féll 31. júlí síðastliðinn og sendi Aðalheiður Isavia bréf síðastliðinn föstudag þar sem óskað var eftir gögnunum tafarlaust. „Enda segir úrskurðurinn að það eigi að afhenda þetta strax,“ segir Aðalheiður. Hún segir að ef Isavia afhendir ekki gögnin verður farið með málið til sýslumanns sem mun sækja þau. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia eru lögmenn fyrirtækisins með úrskurðinn til skoðunar og verið sé að skoða næstu skref. „Við eigum von á að fá einhverjar fleiri hundruð síður af einhverjum gögnum og þá skoðum við hvað hinir voru að bjóða,“ segir Aðalheiður. „Þá sjáum við bara hvernig var gefið miðað við útboðsgögnin af því okkur finnst frekar skrýtið að við höfum tapað fyrir þessu ítalska kaffifyrirtæki Segafredo. Af því að í útboðsgögnum er til dæmis lögð áhersla á íslenskar áherslur, íslenskt bakkelsi og bjóða upp á það besta sem Ísland og Reykjavík hefur upp á að bjóða og ég skil ekki hvernig þessi ítalska keðja skorar hærra en við.“
Tengdar fréttir Er erlendum fyrirtækjum fært verslunarrými í Leifsstöð á silfurfati? Þjónusta við ferðamenn er ein mikilvægasta atvinnugrein á Íslandi. Um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fara yfir þrjár milljónir farþega og spáð er mikilli fjölgun. Ferðamannastraumurinn er ný auðlind sem skapar miklar tekjur fyrir þjóðarbúið. 24. september 2014 07:00 Fá ekki rými í Leifsstöð: Kaupmenn ætla með málið fyrir dómstóla Eigendur fyrirtæksins Drífu ehf, sem rekur verslanir sem selja fatnað undir merkinu Icewear, ætla að leita til dómsstóla eftir að kæru fyrirtækisins sem sneri að samkeppni um verslunarrými í Leifsstöð var vísað frá af kærunefnd útboðsmála. 25. september 2014 16:11 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Er erlendum fyrirtækjum fært verslunarrými í Leifsstöð á silfurfati? Þjónusta við ferðamenn er ein mikilvægasta atvinnugrein á Íslandi. Um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fara yfir þrjár milljónir farþega og spáð er mikilli fjölgun. Ferðamannastraumurinn er ný auðlind sem skapar miklar tekjur fyrir þjóðarbúið. 24. september 2014 07:00
Fá ekki rými í Leifsstöð: Kaupmenn ætla með málið fyrir dómstóla Eigendur fyrirtæksins Drífu ehf, sem rekur verslanir sem selja fatnað undir merkinu Icewear, ætla að leita til dómsstóla eftir að kæru fyrirtækisins sem sneri að samkeppni um verslunarrými í Leifsstöð var vísað frá af kærunefnd útboðsmála. 25. september 2014 16:11