Fótbolti

Ófrægingarherferð gegn Platini

Platini ásamt Blatter.
Platini ásamt Blatter. vísir/getty
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur sent Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA, kvörtun vegna meintrar ófrægingarherferðar í garð Michel Platini, forseta UEFA.

Platini hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta FIFA á nýju ári og sá slagur verður augljóslega harður.

UEFA hefur nú sent FIFA kvörtun og farið fram á útskýringar á því hvernig standi á að skjal sem er merkt „Platini: Beinagrindur í skápnum" hafi verið sent frá þeirra höfuðstöðvum.

Skjalið var sent til nokkurra fjölmiðla og það nafnlaust.

„Við höfum beðið FIFA um að rannsaka uppruna þessa skjals því við óttumst ófrægingarherferð gegn Platini," sagði Jerome Valcke, talsmaður UEFA.

Það er ekkert launungarmál að það er lítill vinskapur á milli Platini og Sepp Blatter, forseta FIFA. Forsetakjörið fer fram í febrúar á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×