Segir ágreining geta skapað úlfúð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. ágúst 2015 10:47 Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Vísir/Anton Brink Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að ósamkomulag innan ríkisstjórna sé aldrei af hinu góða og það gæti skapað úlfúð sem hafi áhrif á önnur mál. Stjórnarflokkarnir virðast ekki stíga í sama takt þegar kemur að viðskiptabanni Rússa á Ísland sem var sett á fyrir helgi. „Um leið og menn byrja að senda aðra tóna sín á milli brestur ákveðið þegjandi samkomulag sem oftast er í farsælli ríkisstjórn um að leysa ágreiningsefni í kyrrþey sín á milli. Það grefur undan trúverðugleika stjórnarinnar og getur skapað úlfúð á milli flokka,“ segir Gunnar Helgi. Óhætt er að segja að viðbrögð forkálfa ríkisstjórnarinnar, Gunnars Braga Sveinsonar utanríkisráðherra, annarsvegar og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra vegna viðskiptabanns Rússa á Ísland hafa verið mismunandi. Gunnar Bragi virðist standa heilshugar á bakvið aðgerðir Íslands á meðan Bjarni Benediktsson segir það vera mikið álitamál hvað Ísland sé að gera með stuðningi sínum við viðskiptaþvinganir ESB og annarra vestrænna ríkja.Flokkarnir þurfa að fara að sýna sérstöðu sína Gunnar Helgi telur að einn og sér sé ágreiningur ríkisstjórnarflokkana um viðskiptabannið ekki skaðlegur en láti menn hann dreifast yfir í önnur mál sé það annað mál. „Það hefur verið frekar friðsamlegt í kringum þessa stjórn og eitt og sér er þetta ekki mjög skaðlegt en ef menn láta þetta dreifast yfir á önnur mál, eins og t.d. stjórn fiskveiða þá getur það skapað úlfúð.“ Á síðasta þingi hætti Sigurður Ingi Jóhannson, sjávarútvegsráðherra, við að leggja fram frumvarp um fiskveiðistjórnun sem hafði verið í vinnslu. Ríkisstjórnarflokkarnir gátu að sögn Sigurðar ekki komið sér saman um hvaða aðili ætti að fara með forræði yfir veiðiréttinum. Flokkarnir ákváðu að leggja frumvarpið í bleyti. Spurður um mögulegar ástæður fyrir ágreiningi ríkisstjórnaflokkanna í þessu máli segir Gunnar að það styttist í kosningar og að flokkarnir þurfi að fara að sýna sérstöðu sína. „Nú förum við inn í seinni part kjörtímabils og þá verður hvatinn meiri hjá flokkum til þess að gefa merki til kjósenda um að þeir standi við sín mál og að þeir hafi skilað einhverju í ríkisstjórninni.“ Tengdar fréttir Bjarni Benediktsson: Mikið álitamál hvað Íslendingar eru að gera með stuðningi við viðskiptaþvinganir Mikil óánægja er innan Sjálfstæðisflokksins með stuðning Íslands við viðskiptaþvinganir ESB gegn Rússum. 16. ágúst 2015 20:02 Þingmaður XD: „Ísland stendur stolt með vestrænum lýðræðisríkjum“ Unnur Brá Konráðsdóttir segir sjálfsagt að Ísland taki þátt í refsiaðgerðum Evrópusambandsins og vesturvelda gagnvart Rússlandi. 17. ágúst 2015 09:57 Gunnar Bragi segir útgerðarmenn virðast hugsa meira um næsta ársreikning en hag þjóðarinnar Utanríkisráðherrann kallar eftir samfélagslegri ábyrgð af hálfu útflytjenda fiskafurða. 16. ágúst 2015 14:15 Nei, Pútín Með þessum aðgerðum, sem beinast að fjórum smáríkjum, er stórveldið að þreifa fyrir sér. 15. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Sjá meira
Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að ósamkomulag innan ríkisstjórna sé aldrei af hinu góða og það gæti skapað úlfúð sem hafi áhrif á önnur mál. Stjórnarflokkarnir virðast ekki stíga í sama takt þegar kemur að viðskiptabanni Rússa á Ísland sem var sett á fyrir helgi. „Um leið og menn byrja að senda aðra tóna sín á milli brestur ákveðið þegjandi samkomulag sem oftast er í farsælli ríkisstjórn um að leysa ágreiningsefni í kyrrþey sín á milli. Það grefur undan trúverðugleika stjórnarinnar og getur skapað úlfúð á milli flokka,“ segir Gunnar Helgi. Óhætt er að segja að viðbrögð forkálfa ríkisstjórnarinnar, Gunnars Braga Sveinsonar utanríkisráðherra, annarsvegar og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra vegna viðskiptabanns Rússa á Ísland hafa verið mismunandi. Gunnar Bragi virðist standa heilshugar á bakvið aðgerðir Íslands á meðan Bjarni Benediktsson segir það vera mikið álitamál hvað Ísland sé að gera með stuðningi sínum við viðskiptaþvinganir ESB og annarra vestrænna ríkja.Flokkarnir þurfa að fara að sýna sérstöðu sína Gunnar Helgi telur að einn og sér sé ágreiningur ríkisstjórnarflokkana um viðskiptabannið ekki skaðlegur en láti menn hann dreifast yfir í önnur mál sé það annað mál. „Það hefur verið frekar friðsamlegt í kringum þessa stjórn og eitt og sér er þetta ekki mjög skaðlegt en ef menn láta þetta dreifast yfir á önnur mál, eins og t.d. stjórn fiskveiða þá getur það skapað úlfúð.“ Á síðasta þingi hætti Sigurður Ingi Jóhannson, sjávarútvegsráðherra, við að leggja fram frumvarp um fiskveiðistjórnun sem hafði verið í vinnslu. Ríkisstjórnarflokkarnir gátu að sögn Sigurðar ekki komið sér saman um hvaða aðili ætti að fara með forræði yfir veiðiréttinum. Flokkarnir ákváðu að leggja frumvarpið í bleyti. Spurður um mögulegar ástæður fyrir ágreiningi ríkisstjórnaflokkanna í þessu máli segir Gunnar að það styttist í kosningar og að flokkarnir þurfi að fara að sýna sérstöðu sína. „Nú förum við inn í seinni part kjörtímabils og þá verður hvatinn meiri hjá flokkum til þess að gefa merki til kjósenda um að þeir standi við sín mál og að þeir hafi skilað einhverju í ríkisstjórninni.“
Tengdar fréttir Bjarni Benediktsson: Mikið álitamál hvað Íslendingar eru að gera með stuðningi við viðskiptaþvinganir Mikil óánægja er innan Sjálfstæðisflokksins með stuðning Íslands við viðskiptaþvinganir ESB gegn Rússum. 16. ágúst 2015 20:02 Þingmaður XD: „Ísland stendur stolt með vestrænum lýðræðisríkjum“ Unnur Brá Konráðsdóttir segir sjálfsagt að Ísland taki þátt í refsiaðgerðum Evrópusambandsins og vesturvelda gagnvart Rússlandi. 17. ágúst 2015 09:57 Gunnar Bragi segir útgerðarmenn virðast hugsa meira um næsta ársreikning en hag þjóðarinnar Utanríkisráðherrann kallar eftir samfélagslegri ábyrgð af hálfu útflytjenda fiskafurða. 16. ágúst 2015 14:15 Nei, Pútín Með þessum aðgerðum, sem beinast að fjórum smáríkjum, er stórveldið að þreifa fyrir sér. 15. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Sjá meira
Bjarni Benediktsson: Mikið álitamál hvað Íslendingar eru að gera með stuðningi við viðskiptaþvinganir Mikil óánægja er innan Sjálfstæðisflokksins með stuðning Íslands við viðskiptaþvinganir ESB gegn Rússum. 16. ágúst 2015 20:02
Þingmaður XD: „Ísland stendur stolt með vestrænum lýðræðisríkjum“ Unnur Brá Konráðsdóttir segir sjálfsagt að Ísland taki þátt í refsiaðgerðum Evrópusambandsins og vesturvelda gagnvart Rússlandi. 17. ágúst 2015 09:57
Gunnar Bragi segir útgerðarmenn virðast hugsa meira um næsta ársreikning en hag þjóðarinnar Utanríkisráðherrann kallar eftir samfélagslegri ábyrgð af hálfu útflytjenda fiskafurða. 16. ágúst 2015 14:15
Nei, Pútín Með þessum aðgerðum, sem beinast að fjórum smáríkjum, er stórveldið að þreifa fyrir sér. 15. ágúst 2015 07:00