Segir ágreining geta skapað úlfúð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. ágúst 2015 10:47 Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Vísir/Anton Brink Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að ósamkomulag innan ríkisstjórna sé aldrei af hinu góða og það gæti skapað úlfúð sem hafi áhrif á önnur mál. Stjórnarflokkarnir virðast ekki stíga í sama takt þegar kemur að viðskiptabanni Rússa á Ísland sem var sett á fyrir helgi. „Um leið og menn byrja að senda aðra tóna sín á milli brestur ákveðið þegjandi samkomulag sem oftast er í farsælli ríkisstjórn um að leysa ágreiningsefni í kyrrþey sín á milli. Það grefur undan trúverðugleika stjórnarinnar og getur skapað úlfúð á milli flokka,“ segir Gunnar Helgi. Óhætt er að segja að viðbrögð forkálfa ríkisstjórnarinnar, Gunnars Braga Sveinsonar utanríkisráðherra, annarsvegar og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra vegna viðskiptabanns Rússa á Ísland hafa verið mismunandi. Gunnar Bragi virðist standa heilshugar á bakvið aðgerðir Íslands á meðan Bjarni Benediktsson segir það vera mikið álitamál hvað Ísland sé að gera með stuðningi sínum við viðskiptaþvinganir ESB og annarra vestrænna ríkja.Flokkarnir þurfa að fara að sýna sérstöðu sína Gunnar Helgi telur að einn og sér sé ágreiningur ríkisstjórnarflokkana um viðskiptabannið ekki skaðlegur en láti menn hann dreifast yfir í önnur mál sé það annað mál. „Það hefur verið frekar friðsamlegt í kringum þessa stjórn og eitt og sér er þetta ekki mjög skaðlegt en ef menn láta þetta dreifast yfir á önnur mál, eins og t.d. stjórn fiskveiða þá getur það skapað úlfúð.“ Á síðasta þingi hætti Sigurður Ingi Jóhannson, sjávarútvegsráðherra, við að leggja fram frumvarp um fiskveiðistjórnun sem hafði verið í vinnslu. Ríkisstjórnarflokkarnir gátu að sögn Sigurðar ekki komið sér saman um hvaða aðili ætti að fara með forræði yfir veiðiréttinum. Flokkarnir ákváðu að leggja frumvarpið í bleyti. Spurður um mögulegar ástæður fyrir ágreiningi ríkisstjórnaflokkanna í þessu máli segir Gunnar að það styttist í kosningar og að flokkarnir þurfi að fara að sýna sérstöðu sína. „Nú förum við inn í seinni part kjörtímabils og þá verður hvatinn meiri hjá flokkum til þess að gefa merki til kjósenda um að þeir standi við sín mál og að þeir hafi skilað einhverju í ríkisstjórninni.“ Tengdar fréttir Bjarni Benediktsson: Mikið álitamál hvað Íslendingar eru að gera með stuðningi við viðskiptaþvinganir Mikil óánægja er innan Sjálfstæðisflokksins með stuðning Íslands við viðskiptaþvinganir ESB gegn Rússum. 16. ágúst 2015 20:02 Þingmaður XD: „Ísland stendur stolt með vestrænum lýðræðisríkjum“ Unnur Brá Konráðsdóttir segir sjálfsagt að Ísland taki þátt í refsiaðgerðum Evrópusambandsins og vesturvelda gagnvart Rússlandi. 17. ágúst 2015 09:57 Gunnar Bragi segir útgerðarmenn virðast hugsa meira um næsta ársreikning en hag þjóðarinnar Utanríkisráðherrann kallar eftir samfélagslegri ábyrgð af hálfu útflytjenda fiskafurða. 16. ágúst 2015 14:15 Nei, Pútín Með þessum aðgerðum, sem beinast að fjórum smáríkjum, er stórveldið að þreifa fyrir sér. 15. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Sjá meira
Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að ósamkomulag innan ríkisstjórna sé aldrei af hinu góða og það gæti skapað úlfúð sem hafi áhrif á önnur mál. Stjórnarflokkarnir virðast ekki stíga í sama takt þegar kemur að viðskiptabanni Rússa á Ísland sem var sett á fyrir helgi. „Um leið og menn byrja að senda aðra tóna sín á milli brestur ákveðið þegjandi samkomulag sem oftast er í farsælli ríkisstjórn um að leysa ágreiningsefni í kyrrþey sín á milli. Það grefur undan trúverðugleika stjórnarinnar og getur skapað úlfúð á milli flokka,“ segir Gunnar Helgi. Óhætt er að segja að viðbrögð forkálfa ríkisstjórnarinnar, Gunnars Braga Sveinsonar utanríkisráðherra, annarsvegar og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra vegna viðskiptabanns Rússa á Ísland hafa verið mismunandi. Gunnar Bragi virðist standa heilshugar á bakvið aðgerðir Íslands á meðan Bjarni Benediktsson segir það vera mikið álitamál hvað Ísland sé að gera með stuðningi sínum við viðskiptaþvinganir ESB og annarra vestrænna ríkja.Flokkarnir þurfa að fara að sýna sérstöðu sína Gunnar Helgi telur að einn og sér sé ágreiningur ríkisstjórnarflokkana um viðskiptabannið ekki skaðlegur en láti menn hann dreifast yfir í önnur mál sé það annað mál. „Það hefur verið frekar friðsamlegt í kringum þessa stjórn og eitt og sér er þetta ekki mjög skaðlegt en ef menn láta þetta dreifast yfir á önnur mál, eins og t.d. stjórn fiskveiða þá getur það skapað úlfúð.“ Á síðasta þingi hætti Sigurður Ingi Jóhannson, sjávarútvegsráðherra, við að leggja fram frumvarp um fiskveiðistjórnun sem hafði verið í vinnslu. Ríkisstjórnarflokkarnir gátu að sögn Sigurðar ekki komið sér saman um hvaða aðili ætti að fara með forræði yfir veiðiréttinum. Flokkarnir ákváðu að leggja frumvarpið í bleyti. Spurður um mögulegar ástæður fyrir ágreiningi ríkisstjórnaflokkanna í þessu máli segir Gunnar að það styttist í kosningar og að flokkarnir þurfi að fara að sýna sérstöðu sína. „Nú förum við inn í seinni part kjörtímabils og þá verður hvatinn meiri hjá flokkum til þess að gefa merki til kjósenda um að þeir standi við sín mál og að þeir hafi skilað einhverju í ríkisstjórninni.“
Tengdar fréttir Bjarni Benediktsson: Mikið álitamál hvað Íslendingar eru að gera með stuðningi við viðskiptaþvinganir Mikil óánægja er innan Sjálfstæðisflokksins með stuðning Íslands við viðskiptaþvinganir ESB gegn Rússum. 16. ágúst 2015 20:02 Þingmaður XD: „Ísland stendur stolt með vestrænum lýðræðisríkjum“ Unnur Brá Konráðsdóttir segir sjálfsagt að Ísland taki þátt í refsiaðgerðum Evrópusambandsins og vesturvelda gagnvart Rússlandi. 17. ágúst 2015 09:57 Gunnar Bragi segir útgerðarmenn virðast hugsa meira um næsta ársreikning en hag þjóðarinnar Utanríkisráðherrann kallar eftir samfélagslegri ábyrgð af hálfu útflytjenda fiskafurða. 16. ágúst 2015 14:15 Nei, Pútín Með þessum aðgerðum, sem beinast að fjórum smáríkjum, er stórveldið að þreifa fyrir sér. 15. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Sjá meira
Bjarni Benediktsson: Mikið álitamál hvað Íslendingar eru að gera með stuðningi við viðskiptaþvinganir Mikil óánægja er innan Sjálfstæðisflokksins með stuðning Íslands við viðskiptaþvinganir ESB gegn Rússum. 16. ágúst 2015 20:02
Þingmaður XD: „Ísland stendur stolt með vestrænum lýðræðisríkjum“ Unnur Brá Konráðsdóttir segir sjálfsagt að Ísland taki þátt í refsiaðgerðum Evrópusambandsins og vesturvelda gagnvart Rússlandi. 17. ágúst 2015 09:57
Gunnar Bragi segir útgerðarmenn virðast hugsa meira um næsta ársreikning en hag þjóðarinnar Utanríkisráðherrann kallar eftir samfélagslegri ábyrgð af hálfu útflytjenda fiskafurða. 16. ágúst 2015 14:15
Nei, Pútín Með þessum aðgerðum, sem beinast að fjórum smáríkjum, er stórveldið að þreifa fyrir sér. 15. ágúst 2015 07:00