Gunnar Bragi segir útgerðarmenn virðast hugsa meira um næsta ársreikning en hag þjóðarinnar Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 16. ágúst 2015 14:15 Gunnar Bragi utanríkisráðherra lét útgerðarmenn heyra það í morgun. Vísir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir holan hljóm í því þegar útgerðarmenn tala um hag þjóðarinnar. Hann gagnrýnir fullyrðingar útgerðarmanna um að 37 milljarðar séu í húfi þegar talan er nærri tíu milljörðum og kallar eftir því að útgerðarmenn sýni samfélagslega ábyrgð. Hann kom í Sprengisand til Sigurjóns M. Egilssonar í morgun ásamt Jens Garðari Helgasyni, formanni Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. „Mér finnst holur hljómur í því þegar Jens og útgerðarmennirnir eru að tala um hag þjóðarinnar. Fyrir mér snýst það einmitt um hag þjóðarinnar að við höfum átt bandamenn í að sækja fram með okkar málefni, verja okkar landhelgi eða okkar hagsmuni hvort sem það er í loft-, landhelgi eða annað. Þá sýnist mér að útflytjendur séu fyrst og fremst að hugsa um næsta ársreikning. Það finnst mér býsna gróft. Það verður líka að kalla eftir því að þessir aðilar sýni samfélagslega ábyrgð. Eigum við að treysta þessum aðilum fyrir auðlindinni?“ Jens Garðar hafði fyrr í þættinum gagnrýnt stuðnings Íslands við viðskiptaþvinganir við Rússa. Sagði hann afleiðingarnar koma margfalt meira niður á Íslandi en öðrum þjóðum. Gunnar Bragi benti á að heildarútflutningur Íslands á fiski til Rússlands nemi aðeins um fimm prósent af heildinni þó að mikilvægar tegundir á borð við loðnu og makríl séu í hættu. „Mér hefur komið það spánskt fyrir sjónir að útflytjendur virðast hafa gert ráð fyrir að flytja útflutning sinn til Rússlands á sama tíma og ástandið er með þessum hætti. Á sama tíma og að við vitum að ákveðin fyrirtæki eru hreinlega í banni útaf matvælaeftirliti Rússlands,“ sagði Gunnar Bragi. Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Fréttir Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir holan hljóm í því þegar útgerðarmenn tala um hag þjóðarinnar. Hann gagnrýnir fullyrðingar útgerðarmanna um að 37 milljarðar séu í húfi þegar talan er nærri tíu milljörðum og kallar eftir því að útgerðarmenn sýni samfélagslega ábyrgð. Hann kom í Sprengisand til Sigurjóns M. Egilssonar í morgun ásamt Jens Garðari Helgasyni, formanni Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. „Mér finnst holur hljómur í því þegar Jens og útgerðarmennirnir eru að tala um hag þjóðarinnar. Fyrir mér snýst það einmitt um hag þjóðarinnar að við höfum átt bandamenn í að sækja fram með okkar málefni, verja okkar landhelgi eða okkar hagsmuni hvort sem það er í loft-, landhelgi eða annað. Þá sýnist mér að útflytjendur séu fyrst og fremst að hugsa um næsta ársreikning. Það finnst mér býsna gróft. Það verður líka að kalla eftir því að þessir aðilar sýni samfélagslega ábyrgð. Eigum við að treysta þessum aðilum fyrir auðlindinni?“ Jens Garðar hafði fyrr í þættinum gagnrýnt stuðnings Íslands við viðskiptaþvinganir við Rússa. Sagði hann afleiðingarnar koma margfalt meira niður á Íslandi en öðrum þjóðum. Gunnar Bragi benti á að heildarútflutningur Íslands á fiski til Rússlands nemi aðeins um fimm prósent af heildinni þó að mikilvægar tegundir á borð við loðnu og makríl séu í hættu. „Mér hefur komið það spánskt fyrir sjónir að útflytjendur virðast hafa gert ráð fyrir að flytja útflutning sinn til Rússlands á sama tíma og ástandið er með þessum hætti. Á sama tíma og að við vitum að ákveðin fyrirtæki eru hreinlega í banni útaf matvælaeftirliti Rússlands,“ sagði Gunnar Bragi.
Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Fréttir Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Sjá meira