Ráðherra strand með fiskveiðifrumvarpið Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 5. febrúar 2015 07:00 Stjórnarflokkarnir eru ekki á einu málu um hvernig hér skuli haga stjórnun fiskveiða. Fréttablaðið/Vilhelm Mikill ágreiningur er á milli stjórnarflokkanna um frumvarp Sigurðar Inga Jóhannessonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um fiskveiðistjórnun. Frumvarpið var tilbúið fyrir jól en hefur ekki farið fyrir ríkisstjórn enn þá. Heimildir Fréttablaðsins herma að ágreiningur stjórnarflokkanna skýri það að málið sé ekki komið lengra. Innan Sjálfstæðisflokksins er óánægja með það að enn á ný standi til að hrófla við fiskveiðistjórnunarkerfi sem flokkurinn telur að virki vel í grundvallaratriðum. Slíkt eigi ekki að gera nema víðfeðm sátt ríki um breytingarnar, sem sé ekki fyrir hendi nú. Engin þörf sé á breytingum á kerfinu, þó að taka verði ákvörðun varðandi veiðigjöld. Ágreiningurinn snúist því um hvort aðeins eigi að samþykkja ramma utan um veiðigjöld eða að leggja fram heildstæðar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Það má því segja að ágreiningurinn snúist um mun á stefnu flokkanna í sjávarútvegsmálum.Jón GunnarssonFrumvarpið gerir ráð fyrir því að komið verði upp kvótaþingi, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Það þýðir að öll viðskipti með kvóta verða á markaði, en þó er gert ráð fyrir einhverjum hjáleiðum vegna minni viðskipta. Þá er gert ráð fyrir því að samið verði um nýtingu veiðiréttar til lengri tíma og hafa 23 ár verið nefnd í því samhengi. Drög að frumvarpinu voru kynnt á sameiginlegum þingflokki stjórnarflokkanna í lok nóvember. Síðan hefur hvorki gengið né rekið í málinu og er það nú strand. Náist ekki að leysa þann ágreining er mögulegt að ekki verði samþykkt frumvarp um fiskveiðistjórnun fyrir sumarið, en bráðabirgðaákvæði um veiðigjöld framlengd þess í stað. Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, vonast til að svo verði ekki. „Í sjálfu sér vonast ég til þess að það náist einhver niðurstaða í að ljúka þessum málum. Allavega þurfum við að klára að ramma inn löggjöf utan um veiðigjöldin. Ég tel að við höfum í dag mjög öflugan grunn til að ganga frá því endanlega til lengri tíma, þannig að það þurfi ekki að vera í bráðabirgðaákvæðum.“ „Hverjar aðrar breytingar verða gerðar get ég ekki sagt til um á þessari stundu.“ Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Mikill ágreiningur er á milli stjórnarflokkanna um frumvarp Sigurðar Inga Jóhannessonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um fiskveiðistjórnun. Frumvarpið var tilbúið fyrir jól en hefur ekki farið fyrir ríkisstjórn enn þá. Heimildir Fréttablaðsins herma að ágreiningur stjórnarflokkanna skýri það að málið sé ekki komið lengra. Innan Sjálfstæðisflokksins er óánægja með það að enn á ný standi til að hrófla við fiskveiðistjórnunarkerfi sem flokkurinn telur að virki vel í grundvallaratriðum. Slíkt eigi ekki að gera nema víðfeðm sátt ríki um breytingarnar, sem sé ekki fyrir hendi nú. Engin þörf sé á breytingum á kerfinu, þó að taka verði ákvörðun varðandi veiðigjöld. Ágreiningurinn snúist því um hvort aðeins eigi að samþykkja ramma utan um veiðigjöld eða að leggja fram heildstæðar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Það má því segja að ágreiningurinn snúist um mun á stefnu flokkanna í sjávarútvegsmálum.Jón GunnarssonFrumvarpið gerir ráð fyrir því að komið verði upp kvótaþingi, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Það þýðir að öll viðskipti með kvóta verða á markaði, en þó er gert ráð fyrir einhverjum hjáleiðum vegna minni viðskipta. Þá er gert ráð fyrir því að samið verði um nýtingu veiðiréttar til lengri tíma og hafa 23 ár verið nefnd í því samhengi. Drög að frumvarpinu voru kynnt á sameiginlegum þingflokki stjórnarflokkanna í lok nóvember. Síðan hefur hvorki gengið né rekið í málinu og er það nú strand. Náist ekki að leysa þann ágreining er mögulegt að ekki verði samþykkt frumvarp um fiskveiðistjórnun fyrir sumarið, en bráðabirgðaákvæði um veiðigjöld framlengd þess í stað. Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, vonast til að svo verði ekki. „Í sjálfu sér vonast ég til þess að það náist einhver niðurstaða í að ljúka þessum málum. Allavega þurfum við að klára að ramma inn löggjöf utan um veiðigjöldin. Ég tel að við höfum í dag mjög öflugan grunn til að ganga frá því endanlega til lengri tíma, þannig að það þurfi ekki að vera í bráðabirgðaákvæðum.“ „Hverjar aðrar breytingar verða gerðar get ég ekki sagt til um á þessari stundu.“
Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira