Gunnar Bragi segir útgerðarmenn virðast hugsa meira um næsta ársreikning en hag þjóðarinnar Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 16. ágúst 2015 14:15 Gunnar Bragi utanríkisráðherra lét útgerðarmenn heyra það í morgun. Vísir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir holan hljóm í því þegar útgerðarmenn tala um hag þjóðarinnar. Hann gagnrýnir fullyrðingar útgerðarmanna um að 37 milljarðar séu í húfi þegar talan er nærri tíu milljörðum og kallar eftir því að útgerðarmenn sýni samfélagslega ábyrgð. Hann kom í Sprengisand til Sigurjóns M. Egilssonar í morgun ásamt Jens Garðari Helgasyni, formanni Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. „Mér finnst holur hljómur í því þegar Jens og útgerðarmennirnir eru að tala um hag þjóðarinnar. Fyrir mér snýst það einmitt um hag þjóðarinnar að við höfum átt bandamenn í að sækja fram með okkar málefni, verja okkar landhelgi eða okkar hagsmuni hvort sem það er í loft-, landhelgi eða annað. Þá sýnist mér að útflytjendur séu fyrst og fremst að hugsa um næsta ársreikning. Það finnst mér býsna gróft. Það verður líka að kalla eftir því að þessir aðilar sýni samfélagslega ábyrgð. Eigum við að treysta þessum aðilum fyrir auðlindinni?“ Jens Garðar hafði fyrr í þættinum gagnrýnt stuðnings Íslands við viðskiptaþvinganir við Rússa. Sagði hann afleiðingarnar koma margfalt meira niður á Íslandi en öðrum þjóðum. Gunnar Bragi benti á að heildarútflutningur Íslands á fiski til Rússlands nemi aðeins um fimm prósent af heildinni þó að mikilvægar tegundir á borð við loðnu og makríl séu í hættu. „Mér hefur komið það spánskt fyrir sjónir að útflytjendur virðast hafa gert ráð fyrir að flytja útflutning sinn til Rússlands á sama tíma og ástandið er með þessum hætti. Á sama tíma og að við vitum að ákveðin fyrirtæki eru hreinlega í banni útaf matvælaeftirliti Rússlands,“ sagði Gunnar Bragi. Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir holan hljóm í því þegar útgerðarmenn tala um hag þjóðarinnar. Hann gagnrýnir fullyrðingar útgerðarmanna um að 37 milljarðar séu í húfi þegar talan er nærri tíu milljörðum og kallar eftir því að útgerðarmenn sýni samfélagslega ábyrgð. Hann kom í Sprengisand til Sigurjóns M. Egilssonar í morgun ásamt Jens Garðari Helgasyni, formanni Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. „Mér finnst holur hljómur í því þegar Jens og útgerðarmennirnir eru að tala um hag þjóðarinnar. Fyrir mér snýst það einmitt um hag þjóðarinnar að við höfum átt bandamenn í að sækja fram með okkar málefni, verja okkar landhelgi eða okkar hagsmuni hvort sem það er í loft-, landhelgi eða annað. Þá sýnist mér að útflytjendur séu fyrst og fremst að hugsa um næsta ársreikning. Það finnst mér býsna gróft. Það verður líka að kalla eftir því að þessir aðilar sýni samfélagslega ábyrgð. Eigum við að treysta þessum aðilum fyrir auðlindinni?“ Jens Garðar hafði fyrr í þættinum gagnrýnt stuðnings Íslands við viðskiptaþvinganir við Rússa. Sagði hann afleiðingarnar koma margfalt meira niður á Íslandi en öðrum þjóðum. Gunnar Bragi benti á að heildarútflutningur Íslands á fiski til Rússlands nemi aðeins um fimm prósent af heildinni þó að mikilvægar tegundir á borð við loðnu og makríl séu í hættu. „Mér hefur komið það spánskt fyrir sjónir að útflytjendur virðast hafa gert ráð fyrir að flytja útflutning sinn til Rússlands á sama tíma og ástandið er með þessum hætti. Á sama tíma og að við vitum að ákveðin fyrirtæki eru hreinlega í banni útaf matvælaeftirliti Rússlands,“ sagði Gunnar Bragi.
Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira