Íslendingar geta sjálfum sér um kennt Heimir Már Pétursson skrifar 13. ágúst 2015 19:15 Forsætisráðherra Rússlands segir Íslendinga sjálfa hafa valið að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Rússlandi og að sé nú svarað í sömu mynt með innflutningsbanni á íslenskar matvörur. Utanríkisráðherra segir að nú reyni á samstöðu bandamanna Íslendinga varðandi hagstæð utanríkisviðskipti. Dimitry Medvedev forsætisráðherra Rússlands tilkynnti að loknum ríkisstjórnarfundi í dag að Ísland hefði ásamt Albaníu, Svartfjallalandi og Liktenstein verið bætt á lista ríkja Evrópusambandsins, Ástralíu, Kanada og Bandaríkjanna sem ekki mættu flytja frá matvæli til Rússlands. Þá færi Úkraína á listan ef landið undirritaði efnahagssamning við Evrópusambandið. Medvedev sagði þessi ríki hafa sagst skuldbundin til að undirgangast refsiaðgerðir Evrópusambandsins gagnvart Rússum en það væri bara að hluta til rétt. Fjöldi ríkja í svipaðri stöðu hefðu ekki tekið þátt í refsiaðgerðum sambandsins gegn Rússum og því hefðu þessi ríki val.Íslendingar reiða sig á virðingu fyrir alþjóðalögumUtanríkisráðherra segir bandamenn Íslendinga hafa þrýst á þá að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Rússum. Enda hafi þeir brotið alþjóðlög með innrásinni á Krímskaga. Ekki komi til greina að endurskoða þessa ákvörðun. „Bandamenn okkar bentu réttilega á að þegar alþjóðalög og sáttmálar eru brotin sé erfitt að sitja hjá. Þetta er prinsipspurning fyrir Ísland þar sem við reiðum okkur á einmitt slík lög og sáttmála. Við verðum að geta staðið á prinsippinu að mínu mati,“ segir Gunnar Bragi. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra fundaði með sendiherra Rússlands á Íslandi í dag og benti á að bann Rússa væri mun þyngra högg fyrir íslenskt efnahagslíf en annarra þjóða. En þær aðgerðir sem Íslendingar taka þátt í gagnvart Rússum fela í sér bann við útflutningi á ýmsum hernaðartengdum varningi og ferðabann á ýmsa rússneska stjórnmálamenn. Í tilkynningu sjávarútvegsráðuneytisins segir að sendiherrann hafi sagt að aðgerðirnar beindust ekki sérstaklega gegn Íslandi. Rússar væru að svara í sömu mynt fyrir þær ólöglegu aðgerðir sem beitt hefði verið gegn þeim.Reynir á samstöðu bandamanna Íslendinga Áætlað hefur verið að útflutningstekjur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja geti dregist saman um allt að 37 milljarða á ári vegna innflutningsbannsins. En bannið nær ekki til innflutnings á lambakjöti, ærkjöti, hrossakjöti og niðursoðnu fiskmeti í dósum. „Nú hins vegar tekur við hjá okkur að bregðast við og við munum að sjálfsögðu leitast eftir því við okkar bandamenn og vini um að nú þurfi menn að standa saman. Sýna samstöðuna sem óskað hefur verið eftir,“ segir utanríkisráðherra.Og hún felst í?„Hún felst t.d. í því að við munum ræða við Evrópusambandið varðandi viðskiptahagsmuni, tollamál og þessháttar. Við munum líka ræða við Bandaríkjamenn og aðra um hvar þeir geti komið okkur til aðstoðar. Ég mun eiga samtal og er að bíða eftir samtali við Federica Mogherini sem er utanríkismálastjóri Evrópusambandsins þar sem ég mun ræða þetta við hana,“ segir Gunnar Bragi. En frá og með árinu 2010 til júní á þessu ári hafa Íslendingar flutt inn vörur frá Rússlandi fyrir um 20,5 milljarða króna.Kemur til greina að við skoðum að hætta þeim innflutningi?„Það finnst mér ekki. Við munum að sjálfsögðu reyna að ræða við Rússa. Reyna að opna fyrir þessi viðskipti aftur. Við teljum það eðlilegt,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson. Tengdar fréttir Íslensk stjórnvöld harma ákvörðun rússneskra yfirvalda Samkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytisins liggur fyrir að íslenskar vörur verði ekki tollafgreiddar og hætta sé á að vörum verði fargað á landamærunum. 13. ágúst 2015 16:11 Rússar setja viðskiptabann á Íslendinga Rússland hefur ákveðið að setja viðskiptabann á matvæli frá fimm ríkjum til viðbótar við það bann sem þegar hafði verið sett á ríki Evrópusambandsins. Löndin eru Albanía, Svartfjallaland Liechtenstein og Úkraína. 13. ágúst 2015 11:12 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira
Forsætisráðherra Rússlands segir Íslendinga sjálfa hafa valið að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Rússlandi og að sé nú svarað í sömu mynt með innflutningsbanni á íslenskar matvörur. Utanríkisráðherra segir að nú reyni á samstöðu bandamanna Íslendinga varðandi hagstæð utanríkisviðskipti. Dimitry Medvedev forsætisráðherra Rússlands tilkynnti að loknum ríkisstjórnarfundi í dag að Ísland hefði ásamt Albaníu, Svartfjallalandi og Liktenstein verið bætt á lista ríkja Evrópusambandsins, Ástralíu, Kanada og Bandaríkjanna sem ekki mættu flytja frá matvæli til Rússlands. Þá færi Úkraína á listan ef landið undirritaði efnahagssamning við Evrópusambandið. Medvedev sagði þessi ríki hafa sagst skuldbundin til að undirgangast refsiaðgerðir Evrópusambandsins gagnvart Rússum en það væri bara að hluta til rétt. Fjöldi ríkja í svipaðri stöðu hefðu ekki tekið þátt í refsiaðgerðum sambandsins gegn Rússum og því hefðu þessi ríki val.Íslendingar reiða sig á virðingu fyrir alþjóðalögumUtanríkisráðherra segir bandamenn Íslendinga hafa þrýst á þá að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Rússum. Enda hafi þeir brotið alþjóðlög með innrásinni á Krímskaga. Ekki komi til greina að endurskoða þessa ákvörðun. „Bandamenn okkar bentu réttilega á að þegar alþjóðalög og sáttmálar eru brotin sé erfitt að sitja hjá. Þetta er prinsipspurning fyrir Ísland þar sem við reiðum okkur á einmitt slík lög og sáttmála. Við verðum að geta staðið á prinsippinu að mínu mati,“ segir Gunnar Bragi. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra fundaði með sendiherra Rússlands á Íslandi í dag og benti á að bann Rússa væri mun þyngra högg fyrir íslenskt efnahagslíf en annarra þjóða. En þær aðgerðir sem Íslendingar taka þátt í gagnvart Rússum fela í sér bann við útflutningi á ýmsum hernaðartengdum varningi og ferðabann á ýmsa rússneska stjórnmálamenn. Í tilkynningu sjávarútvegsráðuneytisins segir að sendiherrann hafi sagt að aðgerðirnar beindust ekki sérstaklega gegn Íslandi. Rússar væru að svara í sömu mynt fyrir þær ólöglegu aðgerðir sem beitt hefði verið gegn þeim.Reynir á samstöðu bandamanna Íslendinga Áætlað hefur verið að útflutningstekjur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja geti dregist saman um allt að 37 milljarða á ári vegna innflutningsbannsins. En bannið nær ekki til innflutnings á lambakjöti, ærkjöti, hrossakjöti og niðursoðnu fiskmeti í dósum. „Nú hins vegar tekur við hjá okkur að bregðast við og við munum að sjálfsögðu leitast eftir því við okkar bandamenn og vini um að nú þurfi menn að standa saman. Sýna samstöðuna sem óskað hefur verið eftir,“ segir utanríkisráðherra.Og hún felst í?„Hún felst t.d. í því að við munum ræða við Evrópusambandið varðandi viðskiptahagsmuni, tollamál og þessháttar. Við munum líka ræða við Bandaríkjamenn og aðra um hvar þeir geti komið okkur til aðstoðar. Ég mun eiga samtal og er að bíða eftir samtali við Federica Mogherini sem er utanríkismálastjóri Evrópusambandsins þar sem ég mun ræða þetta við hana,“ segir Gunnar Bragi. En frá og með árinu 2010 til júní á þessu ári hafa Íslendingar flutt inn vörur frá Rússlandi fyrir um 20,5 milljarða króna.Kemur til greina að við skoðum að hætta þeim innflutningi?„Það finnst mér ekki. Við munum að sjálfsögðu reyna að ræða við Rússa. Reyna að opna fyrir þessi viðskipti aftur. Við teljum það eðlilegt,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson.
Tengdar fréttir Íslensk stjórnvöld harma ákvörðun rússneskra yfirvalda Samkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytisins liggur fyrir að íslenskar vörur verði ekki tollafgreiddar og hætta sé á að vörum verði fargað á landamærunum. 13. ágúst 2015 16:11 Rússar setja viðskiptabann á Íslendinga Rússland hefur ákveðið að setja viðskiptabann á matvæli frá fimm ríkjum til viðbótar við það bann sem þegar hafði verið sett á ríki Evrópusambandsins. Löndin eru Albanía, Svartfjallaland Liechtenstein og Úkraína. 13. ágúst 2015 11:12 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira
Íslensk stjórnvöld harma ákvörðun rússneskra yfirvalda Samkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytisins liggur fyrir að íslenskar vörur verði ekki tollafgreiddar og hætta sé á að vörum verði fargað á landamærunum. 13. ágúst 2015 16:11
Rússar setja viðskiptabann á Íslendinga Rússland hefur ákveðið að setja viðskiptabann á matvæli frá fimm ríkjum til viðbótar við það bann sem þegar hafði verið sett á ríki Evrópusambandsins. Löndin eru Albanía, Svartfjallaland Liechtenstein og Úkraína. 13. ágúst 2015 11:12