Jón Baldvin: „Kunna þeir ekkert fyrir sér í business þessir náungar?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. ágúst 2015 11:52 Jón Baldvin Hannibalsson. Vísir/Vilhelm Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra hafa breytt rétt með því að styðja NATO ríkin í viðskiptaþvingunum sínum gagnvart Rússum. „Ef við hefðum sagst ekki ætla að vera með, af því hvað? Af því við fengum happdrættisvinninginn af því að einhver makrílstofn synti vegna loftslagsbreytinga í okkar landhelgi? Og af því Rússar hafa sett Norðmenn á bannlista þá getum við grætt á því líka? Hvers konar andskotans hálvitaskapur er þetta?“ segir ráðherrann fyrrverandi um þá skoðun sumra að betra hefði verið að halda friðinn við Rússa til að geta haldið áfram sölu á makríl þangað. Jón Baldvin var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun og var fegninn til þess að miðla reynslu sinni. Eins og frægt er orðið var Jón Baldvin í eldlínunni upp úr 1990 þegar Ísland, fyrst þjóða, viðurkenndi sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna.Jón Baldvin var í eldlínunni í upphafi tíunda áratugarins.Ráðherrann segir ekkert hæft í því að smáþjóðir geti ekki haft áhrif, eigi bara að hlýða og vera með öðrum í liði. Í fyrrnefndu dæmi hafi Ísland markað sér sjálfstæða utanríkisstefnu, haldið sig við prinsippin og stutt smáþjóðir þrátt fyrir mikla reiði Sovétríkjanna. Hann minnir á að öll olía og eldsneyti á báta- og flugvélaflotann á þessum tíma hafi komið þaðan í staðinn fyrir fisk. „LÍÚ var ekki ánægt með mig,“ segir Jón Baldvin. Þeir hafi klagað sig í bæði forystu Sjálfstæðisflokksins og Steingrím Hermannsson. LÍÚ hafi þó ekki farið grátandi í almenning. Þeir hafi vitað sem var og er að í stríði Davíðs við Golíat styðja Íslendingar Davíð. „Þeir finna til með þeim sem berjast fyrir frelsi sínu.“Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.VísirEinu mistökin sem Gunnar Bragi hafi mögulega gert séu þau að hafa ekki skoðað málið í tíma. Tæplega sé þó hægt að tala um þjóðarhagsmuni í tilfelli makrílsins þó vissulega sé um hagsmuni að ræða. Ár sé síðan viðskiptaþvinganirnar gagnvart Rússum tóku gildi. Það hefðu sjávarútvegsfyrirtækin líka átt að vera löngu búin að átta sig á. „Er flókið á innan við ári að leysa það mál? Er þessi vara óseljanleg á öðrum mörkuðum? Kunna þeir ekkert fyrir sér í business þessir náungar?“ Þegar þáttastjórnendur bentu Jóni Baldvini á að svo virðist sem ákvörðun Rússa að stunda ekki viðskipti við Íslendinga hafi komið á óvart svaraði ráðherrann fyrrverandi? „Á óvart? Þetta er búið að standa í ár. Vika er langur tími í pólitík, hvað er þá ár í business?“Viðtalið í heild sinni má hlýða á hér að neðan. Tengdar fréttir Vaknað upp við vondan draum Stjórnarliðar eru einkennilega ósamstíga varðandi ákvörðun sem utanríkisráðherra tók fyrir 17 mánuðum. Ísland hefur verið talsmaður þvingana gegn Rússum frá upphafi. Utanríkisráðherra hefur gert víðreist og fordæmt framferði Rú 19. ágúst 2015 07:00 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hnýtir í Davíð með því að rifja upp gamla ræðu Davíð Oddsson sagði samstöðu vestrænna ríkja inna NATO mikilvæga á landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2005 en hugnast ekki í dag stuðningur Íslendinga við viðskiptaþvinganir ESB og vesturvelda gegn Rússum. 19. ágúst 2015 10:56 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra hafa breytt rétt með því að styðja NATO ríkin í viðskiptaþvingunum sínum gagnvart Rússum. „Ef við hefðum sagst ekki ætla að vera með, af því hvað? Af því við fengum happdrættisvinninginn af því að einhver makrílstofn synti vegna loftslagsbreytinga í okkar landhelgi? Og af því Rússar hafa sett Norðmenn á bannlista þá getum við grætt á því líka? Hvers konar andskotans hálvitaskapur er þetta?“ segir ráðherrann fyrrverandi um þá skoðun sumra að betra hefði verið að halda friðinn við Rússa til að geta haldið áfram sölu á makríl þangað. Jón Baldvin var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun og var fegninn til þess að miðla reynslu sinni. Eins og frægt er orðið var Jón Baldvin í eldlínunni upp úr 1990 þegar Ísland, fyrst þjóða, viðurkenndi sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna.Jón Baldvin var í eldlínunni í upphafi tíunda áratugarins.Ráðherrann segir ekkert hæft í því að smáþjóðir geti ekki haft áhrif, eigi bara að hlýða og vera með öðrum í liði. Í fyrrnefndu dæmi hafi Ísland markað sér sjálfstæða utanríkisstefnu, haldið sig við prinsippin og stutt smáþjóðir þrátt fyrir mikla reiði Sovétríkjanna. Hann minnir á að öll olía og eldsneyti á báta- og flugvélaflotann á þessum tíma hafi komið þaðan í staðinn fyrir fisk. „LÍÚ var ekki ánægt með mig,“ segir Jón Baldvin. Þeir hafi klagað sig í bæði forystu Sjálfstæðisflokksins og Steingrím Hermannsson. LÍÚ hafi þó ekki farið grátandi í almenning. Þeir hafi vitað sem var og er að í stríði Davíðs við Golíat styðja Íslendingar Davíð. „Þeir finna til með þeim sem berjast fyrir frelsi sínu.“Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.VísirEinu mistökin sem Gunnar Bragi hafi mögulega gert séu þau að hafa ekki skoðað málið í tíma. Tæplega sé þó hægt að tala um þjóðarhagsmuni í tilfelli makrílsins þó vissulega sé um hagsmuni að ræða. Ár sé síðan viðskiptaþvinganirnar gagnvart Rússum tóku gildi. Það hefðu sjávarútvegsfyrirtækin líka átt að vera löngu búin að átta sig á. „Er flókið á innan við ári að leysa það mál? Er þessi vara óseljanleg á öðrum mörkuðum? Kunna þeir ekkert fyrir sér í business þessir náungar?“ Þegar þáttastjórnendur bentu Jóni Baldvini á að svo virðist sem ákvörðun Rússa að stunda ekki viðskipti við Íslendinga hafi komið á óvart svaraði ráðherrann fyrrverandi? „Á óvart? Þetta er búið að standa í ár. Vika er langur tími í pólitík, hvað er þá ár í business?“Viðtalið í heild sinni má hlýða á hér að neðan.
Tengdar fréttir Vaknað upp við vondan draum Stjórnarliðar eru einkennilega ósamstíga varðandi ákvörðun sem utanríkisráðherra tók fyrir 17 mánuðum. Ísland hefur verið talsmaður þvingana gegn Rússum frá upphafi. Utanríkisráðherra hefur gert víðreist og fordæmt framferði Rú 19. ágúst 2015 07:00 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hnýtir í Davíð með því að rifja upp gamla ræðu Davíð Oddsson sagði samstöðu vestrænna ríkja inna NATO mikilvæga á landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2005 en hugnast ekki í dag stuðningur Íslendinga við viðskiptaþvinganir ESB og vesturvelda gegn Rússum. 19. ágúst 2015 10:56 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Vaknað upp við vondan draum Stjórnarliðar eru einkennilega ósamstíga varðandi ákvörðun sem utanríkisráðherra tók fyrir 17 mánuðum. Ísland hefur verið talsmaður þvingana gegn Rússum frá upphafi. Utanríkisráðherra hefur gert víðreist og fordæmt framferði Rú 19. ágúst 2015 07:00
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hnýtir í Davíð með því að rifja upp gamla ræðu Davíð Oddsson sagði samstöðu vestrænna ríkja inna NATO mikilvæga á landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2005 en hugnast ekki í dag stuðningur Íslendinga við viðskiptaþvinganir ESB og vesturvelda gegn Rússum. 19. ágúst 2015 10:56