Cristiano Ronaldo í dulargervi í miðborg Madrid | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2015 08:00 Cristiano Ronaldo. Vísir/Getty Cristiano Ronaldo er einn allra besti og allra frægasti fótboltamaður heimsins í dag og það eru ekki margir staðir í heiminum þar sem fólk þekkir Portúgalann ekki. Ronaldo hefur verið kosinn knattspyrnumaður ársins hjá FIFA undanfarin tvö ár og hefur skorað 313 mörk í 300 leikjum með Real Madrid í öllum keppnum. Ronaldo hefur nú sett inn skemmtilegt myndband á fésbókarsíðu sína þar sem hann fékk að vera í friði í miðborg Madrid, heimaborgar liðs hans Real Madrid. Cristiano Ronaldo lét reyna á það hvort að hann kæmist upp með það að sýna fótboltakúnstir á götum Madríd án þess að fólk vissi hver hann væri. Til þess þurfti hann auðvitað að skella sér í dulargervi. Það er margt athyglisvert í myndbandinu og meðal annars neitar ein kona að gefa Cristiano Ronaldo símanúmer sitt þegar hann sóttist eftir því. Hún sér eflaust eftir því í dag. Cristiano Ronaldo lék meðal annars í dágóða stund við ungan strák sem fékk að lokum að eiga áritaðan bolta frá honum. Fólk var fljótt að átta sig á því hver Cristiano Ronaldo var þegar hann tók af sér dulargervið og þá voru flest allir gestir miðborgarinnar búnir að umkringja kappann. Cristiano Ronaldo er að fara að hefja sitt sjöunda tímabil með Real Madrid en hann varð þrítugur í febrúar síðastliðnum. Ronaldo var í fréttum um Verslunarmannahelgina þrátt fyrir að tímabilið sé ekki hafið og hann ekki að spila með Real Madrid í undirbúningsleikjunum. Ronaldo gaf nefnilega umboðsmanni sínum gríska eyju í brúðkaupsgjöf og tók því mjög illa í viðtali þegar hann var spurður út í FIFA-skandalinn. Þetta áhugaverða myndband af þessari tilraun Cristiano Ronaldo má finna hér fyrir neðan.People are going to think that I'm crazy!#LIVELIFELOUDwww.ebay.com/rocPosted by Cristiano Ronaldo on 3. ágúst 2015 Spænski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Fleiri fréttir Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Sjá meira
Cristiano Ronaldo er einn allra besti og allra frægasti fótboltamaður heimsins í dag og það eru ekki margir staðir í heiminum þar sem fólk þekkir Portúgalann ekki. Ronaldo hefur verið kosinn knattspyrnumaður ársins hjá FIFA undanfarin tvö ár og hefur skorað 313 mörk í 300 leikjum með Real Madrid í öllum keppnum. Ronaldo hefur nú sett inn skemmtilegt myndband á fésbókarsíðu sína þar sem hann fékk að vera í friði í miðborg Madrid, heimaborgar liðs hans Real Madrid. Cristiano Ronaldo lét reyna á það hvort að hann kæmist upp með það að sýna fótboltakúnstir á götum Madríd án þess að fólk vissi hver hann væri. Til þess þurfti hann auðvitað að skella sér í dulargervi. Það er margt athyglisvert í myndbandinu og meðal annars neitar ein kona að gefa Cristiano Ronaldo símanúmer sitt þegar hann sóttist eftir því. Hún sér eflaust eftir því í dag. Cristiano Ronaldo lék meðal annars í dágóða stund við ungan strák sem fékk að lokum að eiga áritaðan bolta frá honum. Fólk var fljótt að átta sig á því hver Cristiano Ronaldo var þegar hann tók af sér dulargervið og þá voru flest allir gestir miðborgarinnar búnir að umkringja kappann. Cristiano Ronaldo er að fara að hefja sitt sjöunda tímabil með Real Madrid en hann varð þrítugur í febrúar síðastliðnum. Ronaldo var í fréttum um Verslunarmannahelgina þrátt fyrir að tímabilið sé ekki hafið og hann ekki að spila með Real Madrid í undirbúningsleikjunum. Ronaldo gaf nefnilega umboðsmanni sínum gríska eyju í brúðkaupsgjöf og tók því mjög illa í viðtali þegar hann var spurður út í FIFA-skandalinn. Þetta áhugaverða myndband af þessari tilraun Cristiano Ronaldo má finna hér fyrir neðan.People are going to think that I'm crazy!#LIVELIFELOUDwww.ebay.com/rocPosted by Cristiano Ronaldo on 3. ágúst 2015
Spænski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Fleiri fréttir Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Sjá meira