Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum: Erfitt að koma í veg fyrir kynferðisbrot á fjölmennum útihátíðum Birgir Olgeirsson skrifar 4. ágúst 2015 13:47 Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. „Mér er meinilla við þessi kynferðisbrot. Þau eru gríðarlega alvarleg og við verðum að gera allt til að uppræta þau,“ segir Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, í samtali við Vísi um þau þrjú kynferðisbrot sem áttu sér stað á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um liðna verslunarmannahelgi. Þrjár ungar konur leituðu á neyðarmóttöku í Reykjavík vegna brota sem þær urður fyrir á þjóðhátíð. Páley vildi ekki staðfesta við Vísi hvort lögreglan í Vestmannaeyjum væri með brotin til rannsóknar. Hún sagði von á upplýsingum frá embættinu innan skamms þar sem farið verður ítarlega yfir þau mál sem lögreglan í Vestmannaeyjum sinnti yfir helgina. Páley hafði gefið út fyrir Þjóðhátíð að lögreglan myndi ekki greina frá því ef henni yrði tilkynnt um kynferðisbrot. Upplýsingarnar um konurnar þrjár fékk fréttastofa Ríkisútvarpsins frá neyðarmóttökunni í Fossvogi í Reykjavík. Páley segir neyðarmóttöku í Vestmannaeyjum taka á móti þolendum kynferðisofbeldis en það sé metið í hverju tilviki fyrir sig hvort þolandinn leiti á sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum eða annars staðar. Sumir kjósa að komast sem fyrst heim til sín og þá aðstoðar lögreglan þolendur við að komast sem fyrst frá Vestmannaeyjum.Segir hátíðina hafa farið vel fram Margir hafa gagnrýnt lögregluna í Vestmannaeyjum fyrir að segja að Þjóðhátíð hafi farið vel fram þrátt fyrir að nú liggi fyrir að þrjár konur hafi leitað á neyðarmóttöku vegna kynferðisbrots og að fjöldi fíkniefnamáli hafi komið upp. Páley segist vera sammála því að Þjóðhátíð hafi farið vel fram miðað við þann fjölda sem kemur saman, en talið er að um 15 þúsund manns hafi verið á brekkusöngnum á sunnudagskvöldinu. Sjálfri er henni meinilla við kynferðisbrot, segir þau gríðarlega alvarlega og samfélagið verði að gera allt til að uppræta þau. „En því miður þar sem svona fjöldi kemur saman, og það er bara í öllum samfélögum, þá á þetta sér stað. Og hvort sem það er þjóðhátíð eða mið vika í einhverju þéttbýli þá því miður kemur þetta upp. Við erum að rannsaka kynferðisbrot allt árið hérna sem gerist á öllum tímum, það á við um alla lögregluna í landinu,“ segir Páley og tekur fram að þó að lögreglan sé með mikinn viðbúnað þá sé ýmislegt sem hún eigi erfitt með að koma í veg fyrir sem gerist á milli tveggja aðila. „Oft eru þetta tengdir aðilar og það er gríðarlega erfitt að koma í veg fyrir þetta en við þurfum auðvitað að fræða fólk og helst koma í veg fyrir að það verði til gerendur. Það er eitthvað sem er okkur þyrnir í augum, öllum í samfélaginu.“Mikið frumkvæði í fíkniefnaleit Páley segir lögregluna hafa haft öflugt teymi í fíkniefnamálum á Þjóðhátíð og það hafi tekið úr umferð gríðarlegt magn af hvítum efnum, amfetamíni og kókaíni. „Það eru efni sem gera menn árásargjarna og lögreglan vill meina það að með því er hægt að koma í veg fyrir mikið af árásum.“ Um 70 fíkniefnamál komu upp á Þjóðhátíð en Páley segir að ef rökstuddur grunur sé fyrir því að einstaklingur sé með fíkniefni á sér sé leitað á honum. „Við erum með þrjá hunda í dalnum og þeir labba bara að því fólki sem er með efni.“ Leitað sé á farþegum í Landeyjahöfn og einnig þeim sem koma með flugi til Eyja. Tengdar fréttir Slagsmál og fíkniefni á Þjóðhátíð Mikill erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgi. 4. ágúst 2015 07:00 „Það að enginn hafi leitað til okkar segir ekkert til um raunveruleikann“ Talskona Stígamóta segir þolendur kynferðisofbeldis ekki leita strax til samtakanna eftir verslunarmannahelgi. 4. ágúst 2015 11:35 Þrjár konur leituðu á neyðarmóttöku vegna kynferðisbrota á Þjóðhátíð Leituðu á neyðarmóttöku í Reykjavík. 4. ágúst 2015 12:36 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Erlent Fleiri fréttir Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Sjá meira
„Mér er meinilla við þessi kynferðisbrot. Þau eru gríðarlega alvarleg og við verðum að gera allt til að uppræta þau,“ segir Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, í samtali við Vísi um þau þrjú kynferðisbrot sem áttu sér stað á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um liðna verslunarmannahelgi. Þrjár ungar konur leituðu á neyðarmóttöku í Reykjavík vegna brota sem þær urður fyrir á þjóðhátíð. Páley vildi ekki staðfesta við Vísi hvort lögreglan í Vestmannaeyjum væri með brotin til rannsóknar. Hún sagði von á upplýsingum frá embættinu innan skamms þar sem farið verður ítarlega yfir þau mál sem lögreglan í Vestmannaeyjum sinnti yfir helgina. Páley hafði gefið út fyrir Þjóðhátíð að lögreglan myndi ekki greina frá því ef henni yrði tilkynnt um kynferðisbrot. Upplýsingarnar um konurnar þrjár fékk fréttastofa Ríkisútvarpsins frá neyðarmóttökunni í Fossvogi í Reykjavík. Páley segir neyðarmóttöku í Vestmannaeyjum taka á móti þolendum kynferðisofbeldis en það sé metið í hverju tilviki fyrir sig hvort þolandinn leiti á sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum eða annars staðar. Sumir kjósa að komast sem fyrst heim til sín og þá aðstoðar lögreglan þolendur við að komast sem fyrst frá Vestmannaeyjum.Segir hátíðina hafa farið vel fram Margir hafa gagnrýnt lögregluna í Vestmannaeyjum fyrir að segja að Þjóðhátíð hafi farið vel fram þrátt fyrir að nú liggi fyrir að þrjár konur hafi leitað á neyðarmóttöku vegna kynferðisbrots og að fjöldi fíkniefnamáli hafi komið upp. Páley segist vera sammála því að Þjóðhátíð hafi farið vel fram miðað við þann fjölda sem kemur saman, en talið er að um 15 þúsund manns hafi verið á brekkusöngnum á sunnudagskvöldinu. Sjálfri er henni meinilla við kynferðisbrot, segir þau gríðarlega alvarlega og samfélagið verði að gera allt til að uppræta þau. „En því miður þar sem svona fjöldi kemur saman, og það er bara í öllum samfélögum, þá á þetta sér stað. Og hvort sem það er þjóðhátíð eða mið vika í einhverju þéttbýli þá því miður kemur þetta upp. Við erum að rannsaka kynferðisbrot allt árið hérna sem gerist á öllum tímum, það á við um alla lögregluna í landinu,“ segir Páley og tekur fram að þó að lögreglan sé með mikinn viðbúnað þá sé ýmislegt sem hún eigi erfitt með að koma í veg fyrir sem gerist á milli tveggja aðila. „Oft eru þetta tengdir aðilar og það er gríðarlega erfitt að koma í veg fyrir þetta en við þurfum auðvitað að fræða fólk og helst koma í veg fyrir að það verði til gerendur. Það er eitthvað sem er okkur þyrnir í augum, öllum í samfélaginu.“Mikið frumkvæði í fíkniefnaleit Páley segir lögregluna hafa haft öflugt teymi í fíkniefnamálum á Þjóðhátíð og það hafi tekið úr umferð gríðarlegt magn af hvítum efnum, amfetamíni og kókaíni. „Það eru efni sem gera menn árásargjarna og lögreglan vill meina það að með því er hægt að koma í veg fyrir mikið af árásum.“ Um 70 fíkniefnamál komu upp á Þjóðhátíð en Páley segir að ef rökstuddur grunur sé fyrir því að einstaklingur sé með fíkniefni á sér sé leitað á honum. „Við erum með þrjá hunda í dalnum og þeir labba bara að því fólki sem er með efni.“ Leitað sé á farþegum í Landeyjahöfn og einnig þeim sem koma með flugi til Eyja.
Tengdar fréttir Slagsmál og fíkniefni á Þjóðhátíð Mikill erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgi. 4. ágúst 2015 07:00 „Það að enginn hafi leitað til okkar segir ekkert til um raunveruleikann“ Talskona Stígamóta segir þolendur kynferðisofbeldis ekki leita strax til samtakanna eftir verslunarmannahelgi. 4. ágúst 2015 11:35 Þrjár konur leituðu á neyðarmóttöku vegna kynferðisbrota á Þjóðhátíð Leituðu á neyðarmóttöku í Reykjavík. 4. ágúst 2015 12:36 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Erlent Fleiri fréttir Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Sjá meira
Slagsmál og fíkniefni á Þjóðhátíð Mikill erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgi. 4. ágúst 2015 07:00
„Það að enginn hafi leitað til okkar segir ekkert til um raunveruleikann“ Talskona Stígamóta segir þolendur kynferðisofbeldis ekki leita strax til samtakanna eftir verslunarmannahelgi. 4. ágúst 2015 11:35
Þrjár konur leituðu á neyðarmóttöku vegna kynferðisbrota á Þjóðhátíð Leituðu á neyðarmóttöku í Reykjavík. 4. ágúst 2015 12:36