Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum: Erfitt að koma í veg fyrir kynferðisbrot á fjölmennum útihátíðum Birgir Olgeirsson skrifar 4. ágúst 2015 13:47 Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. „Mér er meinilla við þessi kynferðisbrot. Þau eru gríðarlega alvarleg og við verðum að gera allt til að uppræta þau,“ segir Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, í samtali við Vísi um þau þrjú kynferðisbrot sem áttu sér stað á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um liðna verslunarmannahelgi. Þrjár ungar konur leituðu á neyðarmóttöku í Reykjavík vegna brota sem þær urður fyrir á þjóðhátíð. Páley vildi ekki staðfesta við Vísi hvort lögreglan í Vestmannaeyjum væri með brotin til rannsóknar. Hún sagði von á upplýsingum frá embættinu innan skamms þar sem farið verður ítarlega yfir þau mál sem lögreglan í Vestmannaeyjum sinnti yfir helgina. Páley hafði gefið út fyrir Þjóðhátíð að lögreglan myndi ekki greina frá því ef henni yrði tilkynnt um kynferðisbrot. Upplýsingarnar um konurnar þrjár fékk fréttastofa Ríkisútvarpsins frá neyðarmóttökunni í Fossvogi í Reykjavík. Páley segir neyðarmóttöku í Vestmannaeyjum taka á móti þolendum kynferðisofbeldis en það sé metið í hverju tilviki fyrir sig hvort þolandinn leiti á sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum eða annars staðar. Sumir kjósa að komast sem fyrst heim til sín og þá aðstoðar lögreglan þolendur við að komast sem fyrst frá Vestmannaeyjum.Segir hátíðina hafa farið vel fram Margir hafa gagnrýnt lögregluna í Vestmannaeyjum fyrir að segja að Þjóðhátíð hafi farið vel fram þrátt fyrir að nú liggi fyrir að þrjár konur hafi leitað á neyðarmóttöku vegna kynferðisbrots og að fjöldi fíkniefnamáli hafi komið upp. Páley segist vera sammála því að Þjóðhátíð hafi farið vel fram miðað við þann fjölda sem kemur saman, en talið er að um 15 þúsund manns hafi verið á brekkusöngnum á sunnudagskvöldinu. Sjálfri er henni meinilla við kynferðisbrot, segir þau gríðarlega alvarlega og samfélagið verði að gera allt til að uppræta þau. „En því miður þar sem svona fjöldi kemur saman, og það er bara í öllum samfélögum, þá á þetta sér stað. Og hvort sem það er þjóðhátíð eða mið vika í einhverju þéttbýli þá því miður kemur þetta upp. Við erum að rannsaka kynferðisbrot allt árið hérna sem gerist á öllum tímum, það á við um alla lögregluna í landinu,“ segir Páley og tekur fram að þó að lögreglan sé með mikinn viðbúnað þá sé ýmislegt sem hún eigi erfitt með að koma í veg fyrir sem gerist á milli tveggja aðila. „Oft eru þetta tengdir aðilar og það er gríðarlega erfitt að koma í veg fyrir þetta en við þurfum auðvitað að fræða fólk og helst koma í veg fyrir að það verði til gerendur. Það er eitthvað sem er okkur þyrnir í augum, öllum í samfélaginu.“Mikið frumkvæði í fíkniefnaleit Páley segir lögregluna hafa haft öflugt teymi í fíkniefnamálum á Þjóðhátíð og það hafi tekið úr umferð gríðarlegt magn af hvítum efnum, amfetamíni og kókaíni. „Það eru efni sem gera menn árásargjarna og lögreglan vill meina það að með því er hægt að koma í veg fyrir mikið af árásum.“ Um 70 fíkniefnamál komu upp á Þjóðhátíð en Páley segir að ef rökstuddur grunur sé fyrir því að einstaklingur sé með fíkniefni á sér sé leitað á honum. „Við erum með þrjá hunda í dalnum og þeir labba bara að því fólki sem er með efni.“ Leitað sé á farþegum í Landeyjahöfn og einnig þeim sem koma með flugi til Eyja. Tengdar fréttir Slagsmál og fíkniefni á Þjóðhátíð Mikill erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgi. 4. ágúst 2015 07:00 „Það að enginn hafi leitað til okkar segir ekkert til um raunveruleikann“ Talskona Stígamóta segir þolendur kynferðisofbeldis ekki leita strax til samtakanna eftir verslunarmannahelgi. 4. ágúst 2015 11:35 Þrjár konur leituðu á neyðarmóttöku vegna kynferðisbrota á Þjóðhátíð Leituðu á neyðarmóttöku í Reykjavík. 4. ágúst 2015 12:36 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
„Mér er meinilla við þessi kynferðisbrot. Þau eru gríðarlega alvarleg og við verðum að gera allt til að uppræta þau,“ segir Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, í samtali við Vísi um þau þrjú kynferðisbrot sem áttu sér stað á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um liðna verslunarmannahelgi. Þrjár ungar konur leituðu á neyðarmóttöku í Reykjavík vegna brota sem þær urður fyrir á þjóðhátíð. Páley vildi ekki staðfesta við Vísi hvort lögreglan í Vestmannaeyjum væri með brotin til rannsóknar. Hún sagði von á upplýsingum frá embættinu innan skamms þar sem farið verður ítarlega yfir þau mál sem lögreglan í Vestmannaeyjum sinnti yfir helgina. Páley hafði gefið út fyrir Þjóðhátíð að lögreglan myndi ekki greina frá því ef henni yrði tilkynnt um kynferðisbrot. Upplýsingarnar um konurnar þrjár fékk fréttastofa Ríkisútvarpsins frá neyðarmóttökunni í Fossvogi í Reykjavík. Páley segir neyðarmóttöku í Vestmannaeyjum taka á móti þolendum kynferðisofbeldis en það sé metið í hverju tilviki fyrir sig hvort þolandinn leiti á sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum eða annars staðar. Sumir kjósa að komast sem fyrst heim til sín og þá aðstoðar lögreglan þolendur við að komast sem fyrst frá Vestmannaeyjum.Segir hátíðina hafa farið vel fram Margir hafa gagnrýnt lögregluna í Vestmannaeyjum fyrir að segja að Þjóðhátíð hafi farið vel fram þrátt fyrir að nú liggi fyrir að þrjár konur hafi leitað á neyðarmóttöku vegna kynferðisbrots og að fjöldi fíkniefnamáli hafi komið upp. Páley segist vera sammála því að Þjóðhátíð hafi farið vel fram miðað við þann fjölda sem kemur saman, en talið er að um 15 þúsund manns hafi verið á brekkusöngnum á sunnudagskvöldinu. Sjálfri er henni meinilla við kynferðisbrot, segir þau gríðarlega alvarlega og samfélagið verði að gera allt til að uppræta þau. „En því miður þar sem svona fjöldi kemur saman, og það er bara í öllum samfélögum, þá á þetta sér stað. Og hvort sem það er þjóðhátíð eða mið vika í einhverju þéttbýli þá því miður kemur þetta upp. Við erum að rannsaka kynferðisbrot allt árið hérna sem gerist á öllum tímum, það á við um alla lögregluna í landinu,“ segir Páley og tekur fram að þó að lögreglan sé með mikinn viðbúnað þá sé ýmislegt sem hún eigi erfitt með að koma í veg fyrir sem gerist á milli tveggja aðila. „Oft eru þetta tengdir aðilar og það er gríðarlega erfitt að koma í veg fyrir þetta en við þurfum auðvitað að fræða fólk og helst koma í veg fyrir að það verði til gerendur. Það er eitthvað sem er okkur þyrnir í augum, öllum í samfélaginu.“Mikið frumkvæði í fíkniefnaleit Páley segir lögregluna hafa haft öflugt teymi í fíkniefnamálum á Þjóðhátíð og það hafi tekið úr umferð gríðarlegt magn af hvítum efnum, amfetamíni og kókaíni. „Það eru efni sem gera menn árásargjarna og lögreglan vill meina það að með því er hægt að koma í veg fyrir mikið af árásum.“ Um 70 fíkniefnamál komu upp á Þjóðhátíð en Páley segir að ef rökstuddur grunur sé fyrir því að einstaklingur sé með fíkniefni á sér sé leitað á honum. „Við erum með þrjá hunda í dalnum og þeir labba bara að því fólki sem er með efni.“ Leitað sé á farþegum í Landeyjahöfn og einnig þeim sem koma með flugi til Eyja.
Tengdar fréttir Slagsmál og fíkniefni á Þjóðhátíð Mikill erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgi. 4. ágúst 2015 07:00 „Það að enginn hafi leitað til okkar segir ekkert til um raunveruleikann“ Talskona Stígamóta segir þolendur kynferðisofbeldis ekki leita strax til samtakanna eftir verslunarmannahelgi. 4. ágúst 2015 11:35 Þrjár konur leituðu á neyðarmóttöku vegna kynferðisbrota á Þjóðhátíð Leituðu á neyðarmóttöku í Reykjavík. 4. ágúst 2015 12:36 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Slagsmál og fíkniefni á Þjóðhátíð Mikill erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgi. 4. ágúst 2015 07:00
„Það að enginn hafi leitað til okkar segir ekkert til um raunveruleikann“ Talskona Stígamóta segir þolendur kynferðisofbeldis ekki leita strax til samtakanna eftir verslunarmannahelgi. 4. ágúst 2015 11:35
Þrjár konur leituðu á neyðarmóttöku vegna kynferðisbrota á Þjóðhátíð Leituðu á neyðarmóttöku í Reykjavík. 4. ágúst 2015 12:36