Dagur Kári: „Kynjakvóti er niðurlægjandi fyrir konur“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. ágúst 2015 17:20 Dagur Kári hefur leikstýrt kvikmyndum á borð við Nóa Albinóa og The Good Heart. Vísir/Vilhelm „Ég tilkynni hér með að ég er á móti kynjakvóta í styrkveitingu,“ skrifar Dagur Kári Pétursson, kvikmyndagerðamaður, á Facebook. „Kynjakvóti er gjaldþrotsyfirlýsing í jafnréttisbaráttunni, viðurkenning á því að konur þurfi hækju til að komast af. Fyrir mér er það algerlega augljóst að konur eru að öllu leyti jafn hæfar til að leikstýra kvikmyndum og karlar. Og örugglega betri.“ Innlegg Dags Kára kemur inn í umræðu um kynjakvóta þegar kemur að styrkveitingum úr Kvikmyndasjóði Íslands en Baltasar Kormákur Samper, leikstjóri, blés nýju lífi í þessa umræða með ummælum sínum í Föstudagsviðtalinu. Sagðist hann þar vera fylgjandi kynjakvóta við úthlutun úr Kvikmyndasjóði og lagði eitt og annað til í þeim efnum. Framlög til kvikmyndasjóðs verði aukin, potturinn stækkaður og allt sem er umfram það sem þegar er fari til kvenna í kvikmyndagerð. „Ef fyrirtækin vita að það er hægt að sækja í þennan sérstaka kvennasjóð verður farið í það að finna þetta efni eftir konur, þróa það og vinna. Það er ekkert sem segir að konur séu síðri leikstjórar en karlmenn. Það eru engin rök sem halda í því. Það er hins vegar margt í kerfinu sem hefur haldið þeim frá þessum leikstjórastól,“ sagði Baltasar og nefndi sem dæmi að kvikmyndabransinn væri áhættusamur í eðli sínu. „Til þess að búa til bíómynd á Íslandi þarftu eiginlega að vera spilafíkill líka. Þú þarft að leggja allt undir. Karlmenn eru oft hégómagjarnari en konur og eru þess vegna tilbúnir að taka meiri áhættu.“„Áfram konur!“ Í kjölfarið tók Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, undir orð hans þrátt fyrir að hann segðist almennt vera á móti kynjakvótum. „Við erum að missa af hæfileikaríkum konum. Ef við látum þetta standa óáreitt þá breytist ekkert. Þetta er óæskileg staða, eins og hún er í dag,“ sagði Illugi. Vegna þessa sakaði Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og flokksbróðir Illuga, hann um lýðskrum. Dagur Kári segir það fáránlegt að konur hafi verið í skugganum þegar kemur að kvikmyndagerð undanfarin ár en að hann telji að umræðan sé nóg og að það sé „mjög mikill fjöldi af ótrúlega hæfileikaríkum kvenkyns leikstjórum að baka uppá.“ Leikstjórinn segir að eftir sinni bestu vitund hafi tilraun Svía til þess að koma á kynjakvóta í styrkveitingum verið misheppnuð. „Álíka mislukkað og þegar Harpa ákvað að merkja ákveðin bílastæði konum. Kynjakvóti er niðurlægjandi fyrir konur. Áfram konur! Þið eruð bestar og fullkomlega færar um að sýna það í verki.“ Færslu Dags Kára má sjá hér að neðan.Ég tilkynni hérmeð að ég er á móti kynjakvóta í styrkveitingu. Kynjakvóti er gjaldþrotsyfirlýsing í jafnréttisbará...Posted by Dagur Kári Pétursson on Wednesday, August 5, 2015 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
„Ég tilkynni hér með að ég er á móti kynjakvóta í styrkveitingu,“ skrifar Dagur Kári Pétursson, kvikmyndagerðamaður, á Facebook. „Kynjakvóti er gjaldþrotsyfirlýsing í jafnréttisbaráttunni, viðurkenning á því að konur þurfi hækju til að komast af. Fyrir mér er það algerlega augljóst að konur eru að öllu leyti jafn hæfar til að leikstýra kvikmyndum og karlar. Og örugglega betri.“ Innlegg Dags Kára kemur inn í umræðu um kynjakvóta þegar kemur að styrkveitingum úr Kvikmyndasjóði Íslands en Baltasar Kormákur Samper, leikstjóri, blés nýju lífi í þessa umræða með ummælum sínum í Föstudagsviðtalinu. Sagðist hann þar vera fylgjandi kynjakvóta við úthlutun úr Kvikmyndasjóði og lagði eitt og annað til í þeim efnum. Framlög til kvikmyndasjóðs verði aukin, potturinn stækkaður og allt sem er umfram það sem þegar er fari til kvenna í kvikmyndagerð. „Ef fyrirtækin vita að það er hægt að sækja í þennan sérstaka kvennasjóð verður farið í það að finna þetta efni eftir konur, þróa það og vinna. Það er ekkert sem segir að konur séu síðri leikstjórar en karlmenn. Það eru engin rök sem halda í því. Það er hins vegar margt í kerfinu sem hefur haldið þeim frá þessum leikstjórastól,“ sagði Baltasar og nefndi sem dæmi að kvikmyndabransinn væri áhættusamur í eðli sínu. „Til þess að búa til bíómynd á Íslandi þarftu eiginlega að vera spilafíkill líka. Þú þarft að leggja allt undir. Karlmenn eru oft hégómagjarnari en konur og eru þess vegna tilbúnir að taka meiri áhættu.“„Áfram konur!“ Í kjölfarið tók Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, undir orð hans þrátt fyrir að hann segðist almennt vera á móti kynjakvótum. „Við erum að missa af hæfileikaríkum konum. Ef við látum þetta standa óáreitt þá breytist ekkert. Þetta er óæskileg staða, eins og hún er í dag,“ sagði Illugi. Vegna þessa sakaði Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og flokksbróðir Illuga, hann um lýðskrum. Dagur Kári segir það fáránlegt að konur hafi verið í skugganum þegar kemur að kvikmyndagerð undanfarin ár en að hann telji að umræðan sé nóg og að það sé „mjög mikill fjöldi af ótrúlega hæfileikaríkum kvenkyns leikstjórum að baka uppá.“ Leikstjórinn segir að eftir sinni bestu vitund hafi tilraun Svía til þess að koma á kynjakvóta í styrkveitingum verið misheppnuð. „Álíka mislukkað og þegar Harpa ákvað að merkja ákveðin bílastæði konum. Kynjakvóti er niðurlægjandi fyrir konur. Áfram konur! Þið eruð bestar og fullkomlega færar um að sýna það í verki.“ Færslu Dags Kára má sjá hér að neðan.Ég tilkynni hérmeð að ég er á móti kynjakvóta í styrkveitingu. Kynjakvóti er gjaldþrotsyfirlýsing í jafnréttisbará...Posted by Dagur Kári Pétursson on Wednesday, August 5, 2015
Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira