Dagur Kári: „Kynjakvóti er niðurlægjandi fyrir konur“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. ágúst 2015 17:20 Dagur Kári hefur leikstýrt kvikmyndum á borð við Nóa Albinóa og The Good Heart. Vísir/Vilhelm „Ég tilkynni hér með að ég er á móti kynjakvóta í styrkveitingu,“ skrifar Dagur Kári Pétursson, kvikmyndagerðamaður, á Facebook. „Kynjakvóti er gjaldþrotsyfirlýsing í jafnréttisbaráttunni, viðurkenning á því að konur þurfi hækju til að komast af. Fyrir mér er það algerlega augljóst að konur eru að öllu leyti jafn hæfar til að leikstýra kvikmyndum og karlar. Og örugglega betri.“ Innlegg Dags Kára kemur inn í umræðu um kynjakvóta þegar kemur að styrkveitingum úr Kvikmyndasjóði Íslands en Baltasar Kormákur Samper, leikstjóri, blés nýju lífi í þessa umræða með ummælum sínum í Föstudagsviðtalinu. Sagðist hann þar vera fylgjandi kynjakvóta við úthlutun úr Kvikmyndasjóði og lagði eitt og annað til í þeim efnum. Framlög til kvikmyndasjóðs verði aukin, potturinn stækkaður og allt sem er umfram það sem þegar er fari til kvenna í kvikmyndagerð. „Ef fyrirtækin vita að það er hægt að sækja í þennan sérstaka kvennasjóð verður farið í það að finna þetta efni eftir konur, þróa það og vinna. Það er ekkert sem segir að konur séu síðri leikstjórar en karlmenn. Það eru engin rök sem halda í því. Það er hins vegar margt í kerfinu sem hefur haldið þeim frá þessum leikstjórastól,“ sagði Baltasar og nefndi sem dæmi að kvikmyndabransinn væri áhættusamur í eðli sínu. „Til þess að búa til bíómynd á Íslandi þarftu eiginlega að vera spilafíkill líka. Þú þarft að leggja allt undir. Karlmenn eru oft hégómagjarnari en konur og eru þess vegna tilbúnir að taka meiri áhættu.“„Áfram konur!“ Í kjölfarið tók Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, undir orð hans þrátt fyrir að hann segðist almennt vera á móti kynjakvótum. „Við erum að missa af hæfileikaríkum konum. Ef við látum þetta standa óáreitt þá breytist ekkert. Þetta er óæskileg staða, eins og hún er í dag,“ sagði Illugi. Vegna þessa sakaði Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og flokksbróðir Illuga, hann um lýðskrum. Dagur Kári segir það fáránlegt að konur hafi verið í skugganum þegar kemur að kvikmyndagerð undanfarin ár en að hann telji að umræðan sé nóg og að það sé „mjög mikill fjöldi af ótrúlega hæfileikaríkum kvenkyns leikstjórum að baka uppá.“ Leikstjórinn segir að eftir sinni bestu vitund hafi tilraun Svía til þess að koma á kynjakvóta í styrkveitingum verið misheppnuð. „Álíka mislukkað og þegar Harpa ákvað að merkja ákveðin bílastæði konum. Kynjakvóti er niðurlægjandi fyrir konur. Áfram konur! Þið eruð bestar og fullkomlega færar um að sýna það í verki.“ Færslu Dags Kára má sjá hér að neðan.Ég tilkynni hérmeð að ég er á móti kynjakvóta í styrkveitingu. Kynjakvóti er gjaldþrotsyfirlýsing í jafnréttisbará...Posted by Dagur Kári Pétursson on Wednesday, August 5, 2015 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Árið í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Sjá meira
„Ég tilkynni hér með að ég er á móti kynjakvóta í styrkveitingu,“ skrifar Dagur Kári Pétursson, kvikmyndagerðamaður, á Facebook. „Kynjakvóti er gjaldþrotsyfirlýsing í jafnréttisbaráttunni, viðurkenning á því að konur þurfi hækju til að komast af. Fyrir mér er það algerlega augljóst að konur eru að öllu leyti jafn hæfar til að leikstýra kvikmyndum og karlar. Og örugglega betri.“ Innlegg Dags Kára kemur inn í umræðu um kynjakvóta þegar kemur að styrkveitingum úr Kvikmyndasjóði Íslands en Baltasar Kormákur Samper, leikstjóri, blés nýju lífi í þessa umræða með ummælum sínum í Föstudagsviðtalinu. Sagðist hann þar vera fylgjandi kynjakvóta við úthlutun úr Kvikmyndasjóði og lagði eitt og annað til í þeim efnum. Framlög til kvikmyndasjóðs verði aukin, potturinn stækkaður og allt sem er umfram það sem þegar er fari til kvenna í kvikmyndagerð. „Ef fyrirtækin vita að það er hægt að sækja í þennan sérstaka kvennasjóð verður farið í það að finna þetta efni eftir konur, þróa það og vinna. Það er ekkert sem segir að konur séu síðri leikstjórar en karlmenn. Það eru engin rök sem halda í því. Það er hins vegar margt í kerfinu sem hefur haldið þeim frá þessum leikstjórastól,“ sagði Baltasar og nefndi sem dæmi að kvikmyndabransinn væri áhættusamur í eðli sínu. „Til þess að búa til bíómynd á Íslandi þarftu eiginlega að vera spilafíkill líka. Þú þarft að leggja allt undir. Karlmenn eru oft hégómagjarnari en konur og eru þess vegna tilbúnir að taka meiri áhættu.“„Áfram konur!“ Í kjölfarið tók Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, undir orð hans þrátt fyrir að hann segðist almennt vera á móti kynjakvótum. „Við erum að missa af hæfileikaríkum konum. Ef við látum þetta standa óáreitt þá breytist ekkert. Þetta er óæskileg staða, eins og hún er í dag,“ sagði Illugi. Vegna þessa sakaði Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og flokksbróðir Illuga, hann um lýðskrum. Dagur Kári segir það fáránlegt að konur hafi verið í skugganum þegar kemur að kvikmyndagerð undanfarin ár en að hann telji að umræðan sé nóg og að það sé „mjög mikill fjöldi af ótrúlega hæfileikaríkum kvenkyns leikstjórum að baka uppá.“ Leikstjórinn segir að eftir sinni bestu vitund hafi tilraun Svía til þess að koma á kynjakvóta í styrkveitingum verið misheppnuð. „Álíka mislukkað og þegar Harpa ákvað að merkja ákveðin bílastæði konum. Kynjakvóti er niðurlægjandi fyrir konur. Áfram konur! Þið eruð bestar og fullkomlega færar um að sýna það í verki.“ Færslu Dags Kára má sjá hér að neðan.Ég tilkynni hérmeð að ég er á móti kynjakvóta í styrkveitingu. Kynjakvóti er gjaldþrotsyfirlýsing í jafnréttisbará...Posted by Dagur Kári Pétursson on Wednesday, August 5, 2015
Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Árið í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Sjá meira