Dagur Kári: „Kynjakvóti er niðurlægjandi fyrir konur“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. ágúst 2015 17:20 Dagur Kári hefur leikstýrt kvikmyndum á borð við Nóa Albinóa og The Good Heart. Vísir/Vilhelm „Ég tilkynni hér með að ég er á móti kynjakvóta í styrkveitingu,“ skrifar Dagur Kári Pétursson, kvikmyndagerðamaður, á Facebook. „Kynjakvóti er gjaldþrotsyfirlýsing í jafnréttisbaráttunni, viðurkenning á því að konur þurfi hækju til að komast af. Fyrir mér er það algerlega augljóst að konur eru að öllu leyti jafn hæfar til að leikstýra kvikmyndum og karlar. Og örugglega betri.“ Innlegg Dags Kára kemur inn í umræðu um kynjakvóta þegar kemur að styrkveitingum úr Kvikmyndasjóði Íslands en Baltasar Kormákur Samper, leikstjóri, blés nýju lífi í þessa umræða með ummælum sínum í Föstudagsviðtalinu. Sagðist hann þar vera fylgjandi kynjakvóta við úthlutun úr Kvikmyndasjóði og lagði eitt og annað til í þeim efnum. Framlög til kvikmyndasjóðs verði aukin, potturinn stækkaður og allt sem er umfram það sem þegar er fari til kvenna í kvikmyndagerð. „Ef fyrirtækin vita að það er hægt að sækja í þennan sérstaka kvennasjóð verður farið í það að finna þetta efni eftir konur, þróa það og vinna. Það er ekkert sem segir að konur séu síðri leikstjórar en karlmenn. Það eru engin rök sem halda í því. Það er hins vegar margt í kerfinu sem hefur haldið þeim frá þessum leikstjórastól,“ sagði Baltasar og nefndi sem dæmi að kvikmyndabransinn væri áhættusamur í eðli sínu. „Til þess að búa til bíómynd á Íslandi þarftu eiginlega að vera spilafíkill líka. Þú þarft að leggja allt undir. Karlmenn eru oft hégómagjarnari en konur og eru þess vegna tilbúnir að taka meiri áhættu.“„Áfram konur!“ Í kjölfarið tók Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, undir orð hans þrátt fyrir að hann segðist almennt vera á móti kynjakvótum. „Við erum að missa af hæfileikaríkum konum. Ef við látum þetta standa óáreitt þá breytist ekkert. Þetta er óæskileg staða, eins og hún er í dag,“ sagði Illugi. Vegna þessa sakaði Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og flokksbróðir Illuga, hann um lýðskrum. Dagur Kári segir það fáránlegt að konur hafi verið í skugganum þegar kemur að kvikmyndagerð undanfarin ár en að hann telji að umræðan sé nóg og að það sé „mjög mikill fjöldi af ótrúlega hæfileikaríkum kvenkyns leikstjórum að baka uppá.“ Leikstjórinn segir að eftir sinni bestu vitund hafi tilraun Svía til þess að koma á kynjakvóta í styrkveitingum verið misheppnuð. „Álíka mislukkað og þegar Harpa ákvað að merkja ákveðin bílastæði konum. Kynjakvóti er niðurlægjandi fyrir konur. Áfram konur! Þið eruð bestar og fullkomlega færar um að sýna það í verki.“ Færslu Dags Kára má sjá hér að neðan.Ég tilkynni hérmeð að ég er á móti kynjakvóta í styrkveitingu. Kynjakvóti er gjaldþrotsyfirlýsing í jafnréttisbará...Posted by Dagur Kári Pétursson on Wednesday, August 5, 2015 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
„Ég tilkynni hér með að ég er á móti kynjakvóta í styrkveitingu,“ skrifar Dagur Kári Pétursson, kvikmyndagerðamaður, á Facebook. „Kynjakvóti er gjaldþrotsyfirlýsing í jafnréttisbaráttunni, viðurkenning á því að konur þurfi hækju til að komast af. Fyrir mér er það algerlega augljóst að konur eru að öllu leyti jafn hæfar til að leikstýra kvikmyndum og karlar. Og örugglega betri.“ Innlegg Dags Kára kemur inn í umræðu um kynjakvóta þegar kemur að styrkveitingum úr Kvikmyndasjóði Íslands en Baltasar Kormákur Samper, leikstjóri, blés nýju lífi í þessa umræða með ummælum sínum í Föstudagsviðtalinu. Sagðist hann þar vera fylgjandi kynjakvóta við úthlutun úr Kvikmyndasjóði og lagði eitt og annað til í þeim efnum. Framlög til kvikmyndasjóðs verði aukin, potturinn stækkaður og allt sem er umfram það sem þegar er fari til kvenna í kvikmyndagerð. „Ef fyrirtækin vita að það er hægt að sækja í þennan sérstaka kvennasjóð verður farið í það að finna þetta efni eftir konur, þróa það og vinna. Það er ekkert sem segir að konur séu síðri leikstjórar en karlmenn. Það eru engin rök sem halda í því. Það er hins vegar margt í kerfinu sem hefur haldið þeim frá þessum leikstjórastól,“ sagði Baltasar og nefndi sem dæmi að kvikmyndabransinn væri áhættusamur í eðli sínu. „Til þess að búa til bíómynd á Íslandi þarftu eiginlega að vera spilafíkill líka. Þú þarft að leggja allt undir. Karlmenn eru oft hégómagjarnari en konur og eru þess vegna tilbúnir að taka meiri áhættu.“„Áfram konur!“ Í kjölfarið tók Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, undir orð hans þrátt fyrir að hann segðist almennt vera á móti kynjakvótum. „Við erum að missa af hæfileikaríkum konum. Ef við látum þetta standa óáreitt þá breytist ekkert. Þetta er óæskileg staða, eins og hún er í dag,“ sagði Illugi. Vegna þessa sakaði Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og flokksbróðir Illuga, hann um lýðskrum. Dagur Kári segir það fáránlegt að konur hafi verið í skugganum þegar kemur að kvikmyndagerð undanfarin ár en að hann telji að umræðan sé nóg og að það sé „mjög mikill fjöldi af ótrúlega hæfileikaríkum kvenkyns leikstjórum að baka uppá.“ Leikstjórinn segir að eftir sinni bestu vitund hafi tilraun Svía til þess að koma á kynjakvóta í styrkveitingum verið misheppnuð. „Álíka mislukkað og þegar Harpa ákvað að merkja ákveðin bílastæði konum. Kynjakvóti er niðurlægjandi fyrir konur. Áfram konur! Þið eruð bestar og fullkomlega færar um að sýna það í verki.“ Færslu Dags Kára má sjá hér að neðan.Ég tilkynni hérmeð að ég er á móti kynjakvóta í styrkveitingu. Kynjakvóti er gjaldþrotsyfirlýsing í jafnréttisbará...Posted by Dagur Kári Pétursson on Wednesday, August 5, 2015
Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira