Innlent

Umferðaröngþveiti og manngrúi við Seljalandsfoss

Jakob Bjarnar skrifar
Eins og sjá má á þessari mynd eru aðstæður til að taka á móti þessum fjölda ekki eins og best verður á kosið.
Eins og sjá má á þessari mynd eru aðstæður til að taka á móti þessum fjölda ekki eins og best verður á kosið. visir/egill
Tíðindamaður Vísis var á ferð um Suðurlandið, á leið inn í Þórsmörk fyrir viku og náði þá myndum sem sýna glögglega gríðarlegan átroðning ferðamanna við Seljalandsfoss. Þar var umferðaröngþveiti, rútum og einkabílum hafði verið lagt út í vegkant og tróðust menn hver um annan þveran til að komast að til að berja fossinn augum.

En, mynd segir meira en þúsund orð.

Vísir hefur áður fjallað um átroðning ferðamanna, einmitt við Seljalandsfoss og greint frá vandræðum sveitastjórna við að finna lausn á vandanum. Engin aðferð við gjaldtöku er gallalaus, en víst er að finna verður leiðir til að fjármagna uppbyggingu innviða ferðaþjónustunnar. Ísólfur Gylfi Pálmason sveitastjóri í Rangárþingi eystra segir unnið að nýju deiliskipulagi við Seljalandsfoss sem ráðgert er að verði tilbúið í haust. Árið 2014 komu á að giska 400 þúsund gestir „Við sem og aðrir, sem erum með fjölfarna ferðamannastaði eigum fullt í fangi með að taka á móti öllu þessu fólki,“ segir Ísólfur.

Bílarnir voru svo margir, og engin stæði þannig að vegurinn lokaðist um hríð.visir/egill
Vísir/Egill.Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.