Arnar: Ég ætla ekki að svara þessu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. júlí 2015 21:49 Arnar Grétarsson. vísir/ernir Arnar Grétarsson var ósáttur við 1-0 tap sinna manna í Breiðabliki gegn Fylki í kvöld. Hann vildi ekki svara því hvort loforð hafi verið svikin þegar í ljós kom að KR-ingurinn Þorsteinn Már Ragnarsson kæmi ekki til liðsins í júlíglugganum. „Ég er drullusvekktur og ég held að allir drengirnir séu það líka. Þetta var gott tækifæri til að koma okkur upp í annað sæti deildarinnar en því miður voru allt of margir leikmenn að spila undir getu. Því fór sem fór.“ „Ég veit ekki hvað maður á að segja, svo ósáttur er ég. Við vorum miklu meira með boltann enda uppleggið hjá Fylki að liggja til baka og sækja hratt á okkur.“ „Það var blóðugt að bregðast ekki betur við því þegar við töpum boltanum framarlega en við gerum í kvöld. En þetta er búið og það er bara næsti leikur - hann er gegn KR og þar þurfa menn heldur betur að stíga upp og sækja þrjú stig.“ Hann segir að vandamálið sé ekki að sóknarmenn Breiðabliks hafi ekki staðið sig í stykkinu fremur en aðrir leikmenn liðsins. „Engan veginn. Það voru bara allt of margir í dag að spila undir pari og það vita þeir best sjálfir.“ „Við höfum skorað slatta af mörkum og ekki vandamál hjá okkur. Þetta hefði getað dottið okkar megin en markið hjá Alberti var algjör snilld og ekki af honum tekið. Ég er bara hundfúll.“ Arnar myndi þiggja að fá nýjan leikmann inn í glugganum í júlí til að styrkja hópinn, því neitar hann ekki. „Það er alltaf gott að vera með góðan hóp en við verðum að skoða hvað gerist - hvort einhver komi eða ekki breytir ekki öllu. Ef ekki þá getum við vel haldið áfram á þeim leikmönnum sem hafa skilað liðinu í þessa stöðu.“ Þorsteinn Már Ragnarsson hafði verið sterklega orðaður við Breiðablik en KR tilkynnti í dag að hann yrði áfram í herbúðum KR-inga. „Ef þetta er niðurstaðan og maðurinn ætlar að vera í KR þá er það bara þannig. Við óskum honum bara alls hins besta. Svona er þetta bara og ekkert við því að segja. Maður verður að virða ákvarðanir leikmanna.“ Engin svikin loforð? „Ég ætla ekki að svara þessu.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira
Arnar Grétarsson var ósáttur við 1-0 tap sinna manna í Breiðabliki gegn Fylki í kvöld. Hann vildi ekki svara því hvort loforð hafi verið svikin þegar í ljós kom að KR-ingurinn Þorsteinn Már Ragnarsson kæmi ekki til liðsins í júlíglugganum. „Ég er drullusvekktur og ég held að allir drengirnir séu það líka. Þetta var gott tækifæri til að koma okkur upp í annað sæti deildarinnar en því miður voru allt of margir leikmenn að spila undir getu. Því fór sem fór.“ „Ég veit ekki hvað maður á að segja, svo ósáttur er ég. Við vorum miklu meira með boltann enda uppleggið hjá Fylki að liggja til baka og sækja hratt á okkur.“ „Það var blóðugt að bregðast ekki betur við því þegar við töpum boltanum framarlega en við gerum í kvöld. En þetta er búið og það er bara næsti leikur - hann er gegn KR og þar þurfa menn heldur betur að stíga upp og sækja þrjú stig.“ Hann segir að vandamálið sé ekki að sóknarmenn Breiðabliks hafi ekki staðið sig í stykkinu fremur en aðrir leikmenn liðsins. „Engan veginn. Það voru bara allt of margir í dag að spila undir pari og það vita þeir best sjálfir.“ „Við höfum skorað slatta af mörkum og ekki vandamál hjá okkur. Þetta hefði getað dottið okkar megin en markið hjá Alberti var algjör snilld og ekki af honum tekið. Ég er bara hundfúll.“ Arnar myndi þiggja að fá nýjan leikmann inn í glugganum í júlí til að styrkja hópinn, því neitar hann ekki. „Það er alltaf gott að vera með góðan hóp en við verðum að skoða hvað gerist - hvort einhver komi eða ekki breytir ekki öllu. Ef ekki þá getum við vel haldið áfram á þeim leikmönnum sem hafa skilað liðinu í þessa stöðu.“ Þorsteinn Már Ragnarsson hafði verið sterklega orðaður við Breiðablik en KR tilkynnti í dag að hann yrði áfram í herbúðum KR-inga. „Ef þetta er niðurstaðan og maðurinn ætlar að vera í KR þá er það bara þannig. Við óskum honum bara alls hins besta. Svona er þetta bara og ekkert við því að segja. Maður verður að virða ákvarðanir leikmanna.“ Engin svikin loforð? „Ég ætla ekki að svara þessu.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira