Snædís sigraði í héraðsdómi: „Staðan er tvö - núll í hálfleik“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. júní 2015 14:30 Snædís Rán ásamt móður sinni, túlkum og aðstoðarkonu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Stefán Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í dag rétt heyrnalausra til túlkunar með dómi sínum í máli Snædísar Ránar Hjartardóttur en hún stefndi íslenska ríkinu fyrir að veita henni ekki þá túlkaþjónustu sem hún þarf. Snædís Rán er daufblind og þjáist af taugahrörnunarsjúkdómi. Hún þarf því aðstoð túlks í öll samskipti og hefur úrslitaáhrif um það hvort hún geti tjáð sig og tekið virkan þátt í lífi og starfi til jafns við aðra.Snædís hefur ekki fjárhagslega burði til að greiða fyrir túlkaþjónustu, en tekjur hennar nema um 170 þúsund krónum á mánuði. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafði brotið gegn Snædísi þegar henni var gert að greiða fyrir túlkaþjónustu úr eigin vasa, alls um 50 þúsund krónur. Dómurinn gerði ríkinu að endurgreiða henni þá upphæð auk 500 þúsund króna í miskabætur vegna meingerðar ríkisins gagnvart henni.Eins og ef konur fengju ekki að kjósa Í dómi héraðsdóms segir að ríkið hafi brotið á stjórnarskrárvörðum rétti Snædísar til lágmarksþjónustu, réttindum sem eru fjárlögum æðri. Páll Rúnar Kristjánsson, lögmaður Snædísar, segir málið hafa í grunninn snúist um rétt Snædísar til að eiga í samskiptum við umheiminn í stað þess að sæta ómannúðlegri útskúfun og einangrun. „Íslenska ríkið hélt því í alvöru fram að því væri heimilt að hafa af þessari ungu konu mannréttindi hennar með þeirri réttlætingu að þessi mannréttindi rúmuðust ekki innan fjárlaga. Þetta er álíka gáfulegt og að segja að konur muni ekki fá að kjósa í næstu kosningum vegna þess að fjárveiting til kosningamála hafi verið skorin niður," segir Páll og hafi þvi verið augljóst að einungis ein niðurstaða í málinu kæmi til greina.Geta ekki lengur stungið hausnum í sandinn Bryndís Snæbjörnsdóttir, móðir Snædísar, hafði ekki lesið dóminn þegar Vísir hafði samband við hana en sagði ljóst að ríkisvaldið þyrfti í kjölfar niðurstöðunnar að móta sér fastmótaðri reglur í réttindamálum heyrnarlausra hér á landi. „Þetta eru náttúrulega bara réttindi sem þarf að tryggja með formlegri hætti en nú er gert,” segir Bryndís og bætir við að hún beri persónulega miklar vonir við að þessi dómur muni koma til með að hafa umtalsverð áhrif á núverandi fyrirkomulag málaflokksins. Málefni félagslegrar túlkunnar eru í dag á borði menntamálaráðherra en málefni fatlaðs fólks falla undir starfssvið velferðarráðuneytisins. Bryndís vonar að dómurinn til þess að báðir málaflokkar verði á sömu hendi í framtíðinni. „Menn geta ekki alltaf stungið hausnum í sandinn. Það er tími til kominn fyrir ríkisvaldið að taka einhverja afstöðu en ýti þessu ekki alltaf svona undan sér með skammtímalausnum,” segir Bryndís. Heyrnarlausir hafa margir hverjir beðið eftir niðurstöðum þessa dóms með von um að hann muni koma til með að bæta réttarstöðu þeirra en þó að Bryndís telji allar líkur á því að ríkisvaldið áfrýi málinu til Hæstaréttar segir hún að dómur dagsins gefi ágætis fyrirheit. „Auðvitað er þetta kannski bara hálfleikur í dag en þetta er engu að síður mjög mikilvæg staða, þú veist, staðan er tvö-núll í hálfleik,” segir Bryndís. „Og betra liðið er í sókn” Tengdar fréttir Greiðir himinháan kostnað vegna túlkaþjónustu úr eigin vasa Snædís Rán Hjartardóttir sem stefndi Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, íslenska ríkinu og Reykjavíkurborg útaf synjunar á túlkaþjónustu greiðir kostnað vegna samskipta sjálf. Þriggja klukkutíma fundur kostaði hana fimmtíu þúsund krónur 13. júní 2015 20:00 Vill bara fá að vera manneskja Snædís Rán Hjartardóttir, sem glímir við taugahrörnunarsjúkdóm, heyrnar- og sjónskerðingu, hefur stefnt íslenska ríkinu. 8. júní 2015 22:00 Sex milljóna króna aukaframlag í túlkasjóð Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um sex milljóna króna aukaframlag í túlkasjóð á ári. 26. júní 2015 14:48 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Sýklalyfjaónæmar bakteríur í fyrsta sinn í íslensku búfé Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í dag rétt heyrnalausra til túlkunar með dómi sínum í máli Snædísar Ránar Hjartardóttur en hún stefndi íslenska ríkinu fyrir að veita henni ekki þá túlkaþjónustu sem hún þarf. Snædís Rán er daufblind og þjáist af taugahrörnunarsjúkdómi. Hún þarf því aðstoð túlks í öll samskipti og hefur úrslitaáhrif um það hvort hún geti tjáð sig og tekið virkan þátt í lífi og starfi til jafns við aðra.Snædís hefur ekki fjárhagslega burði til að greiða fyrir túlkaþjónustu, en tekjur hennar nema um 170 þúsund krónum á mánuði. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafði brotið gegn Snædísi þegar henni var gert að greiða fyrir túlkaþjónustu úr eigin vasa, alls um 50 þúsund krónur. Dómurinn gerði ríkinu að endurgreiða henni þá upphæð auk 500 þúsund króna í miskabætur vegna meingerðar ríkisins gagnvart henni.Eins og ef konur fengju ekki að kjósa Í dómi héraðsdóms segir að ríkið hafi brotið á stjórnarskrárvörðum rétti Snædísar til lágmarksþjónustu, réttindum sem eru fjárlögum æðri. Páll Rúnar Kristjánsson, lögmaður Snædísar, segir málið hafa í grunninn snúist um rétt Snædísar til að eiga í samskiptum við umheiminn í stað þess að sæta ómannúðlegri útskúfun og einangrun. „Íslenska ríkið hélt því í alvöru fram að því væri heimilt að hafa af þessari ungu konu mannréttindi hennar með þeirri réttlætingu að þessi mannréttindi rúmuðust ekki innan fjárlaga. Þetta er álíka gáfulegt og að segja að konur muni ekki fá að kjósa í næstu kosningum vegna þess að fjárveiting til kosningamála hafi verið skorin niður," segir Páll og hafi þvi verið augljóst að einungis ein niðurstaða í málinu kæmi til greina.Geta ekki lengur stungið hausnum í sandinn Bryndís Snæbjörnsdóttir, móðir Snædísar, hafði ekki lesið dóminn þegar Vísir hafði samband við hana en sagði ljóst að ríkisvaldið þyrfti í kjölfar niðurstöðunnar að móta sér fastmótaðri reglur í réttindamálum heyrnarlausra hér á landi. „Þetta eru náttúrulega bara réttindi sem þarf að tryggja með formlegri hætti en nú er gert,” segir Bryndís og bætir við að hún beri persónulega miklar vonir við að þessi dómur muni koma til með að hafa umtalsverð áhrif á núverandi fyrirkomulag málaflokksins. Málefni félagslegrar túlkunnar eru í dag á borði menntamálaráðherra en málefni fatlaðs fólks falla undir starfssvið velferðarráðuneytisins. Bryndís vonar að dómurinn til þess að báðir málaflokkar verði á sömu hendi í framtíðinni. „Menn geta ekki alltaf stungið hausnum í sandinn. Það er tími til kominn fyrir ríkisvaldið að taka einhverja afstöðu en ýti þessu ekki alltaf svona undan sér með skammtímalausnum,” segir Bryndís. Heyrnarlausir hafa margir hverjir beðið eftir niðurstöðum þessa dóms með von um að hann muni koma til með að bæta réttarstöðu þeirra en þó að Bryndís telji allar líkur á því að ríkisvaldið áfrýi málinu til Hæstaréttar segir hún að dómur dagsins gefi ágætis fyrirheit. „Auðvitað er þetta kannski bara hálfleikur í dag en þetta er engu að síður mjög mikilvæg staða, þú veist, staðan er tvö-núll í hálfleik,” segir Bryndís. „Og betra liðið er í sókn”
Tengdar fréttir Greiðir himinháan kostnað vegna túlkaþjónustu úr eigin vasa Snædís Rán Hjartardóttir sem stefndi Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, íslenska ríkinu og Reykjavíkurborg útaf synjunar á túlkaþjónustu greiðir kostnað vegna samskipta sjálf. Þriggja klukkutíma fundur kostaði hana fimmtíu þúsund krónur 13. júní 2015 20:00 Vill bara fá að vera manneskja Snædís Rán Hjartardóttir, sem glímir við taugahrörnunarsjúkdóm, heyrnar- og sjónskerðingu, hefur stefnt íslenska ríkinu. 8. júní 2015 22:00 Sex milljóna króna aukaframlag í túlkasjóð Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um sex milljóna króna aukaframlag í túlkasjóð á ári. 26. júní 2015 14:48 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Sýklalyfjaónæmar bakteríur í fyrsta sinn í íslensku búfé Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni Sjá meira
Greiðir himinháan kostnað vegna túlkaþjónustu úr eigin vasa Snædís Rán Hjartardóttir sem stefndi Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, íslenska ríkinu og Reykjavíkurborg útaf synjunar á túlkaþjónustu greiðir kostnað vegna samskipta sjálf. Þriggja klukkutíma fundur kostaði hana fimmtíu þúsund krónur 13. júní 2015 20:00
Vill bara fá að vera manneskja Snædís Rán Hjartardóttir, sem glímir við taugahrörnunarsjúkdóm, heyrnar- og sjónskerðingu, hefur stefnt íslenska ríkinu. 8. júní 2015 22:00
Sex milljóna króna aukaframlag í túlkasjóð Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um sex milljóna króna aukaframlag í túlkasjóð á ári. 26. júní 2015 14:48