Greiðir himinháan kostnað vegna túlkaþjónustu úr eigin vasa Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 13. júní 2015 20:00 Aðalmeðferð í máli Snædísar Ránar Hjartardóttur, sem stefnt hefur íslenska ríkinu fyrir að veita henni ekki þá túlkaþjónustu sem hún þarf, fór fram á þriðjudag. Margir Íslendingar hafa fylgst með baráttu Snædísar Ránar sem er daufblind og þjáist af taugahrörnunarsjúkdómi. Hún þarf aðstoð túlks í öll samskipti og það hvort hún fær túlk eða ekki hefur úrslitaáhrif hvað hún gerir frá degi til dags. Snædís Rán er bjartsýn á að niðurstöður málsins muni breyta miklu hverjar sem þær verða, því þótt hún kynni að tapa þá yrði almenningi málið betur ljóst þar sem ýmislegt kemur fram sem annars hefði verið á vitorði fárra. „Mér fannst ganga ágætlega, það hefur ýmislegt komið í ljós sem hefði kannski ekki orðið lýðum ljóst að öðrum kosti. Ég veit ekkert um lögfræðilegar líkur á að vinna, ég veit að hver sem niðurstaðan verður þá á hún eftir að breyta miklu. Ef að ég tapa þá þarf að breyta lögunum, og ef að ég sigra þá verður þjónustan endurbætt.“ Snædís Rán hefur ekki fjárhagslega burði til að greiða túlkum úr eigin vasa. Hún hefur þó gert það tilneydd en kostnaður vegna þriggja klukkutíma fundar var fimmtíu þúsund krónur. Kostnaðurinn er hærri en alla jafna því fötlunar sinnar vegna þarf hún fleiri en einn túlk, Snertitáknmálstúlkun fylgir meira álag en eiginleg táknmálstúlkun. „Rétt, þetta er ekki ódýrt, ég nota oft tvo eða fleiri túlka, þar sem það fylgir því fylgir meira líkamlegt og andlegt álag að túlka með snertitáknmálstúlkun en eiginlegri.“ Snædís Rán situr í stjórn Fjólu, félags fólks með samþætta sjón -og heyrnarskerðingu. Hún komst ekki á stjórnarfund í mánuðinum vegna þess að hún fékk ekki túlk og þá er óvíst um skipulagningu dagsskrár á 27. júní sem er alþjóðlegur baráttudagur fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðing. Dagurinn er fæðingardagur Helen Keller. „Hún var mikil baráttukona fyrir réttindum daufdumbra einstaklinga. Já, svo er ég ekkert að leita að einhverju að gera. Af því að ég veit að ég fæ auðvitað ekki túlk.“ Snædís bíður eftir því að dómur verði kveðinn upp. Eftir það getur hún ákveðið hvað skal gera næst, hvort það verður barátta fyrir lagabreytingum eða þátttaka í endurbótum á þjónustunni. Hvort tveggja gæti komið til. Hún óskar þess helst að þjónustan falli í réttar skorður. En pabbi hennar stingur upp á að fari hún með sigur fái hún sér kampavín. „Já, ég fékk kampavín í útskriftargjöf, sem ég vil gjarnan fá mér!“ Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Aðalmeðferð í máli Snædísar Ránar Hjartardóttur, sem stefnt hefur íslenska ríkinu fyrir að veita henni ekki þá túlkaþjónustu sem hún þarf, fór fram á þriðjudag. Margir Íslendingar hafa fylgst með baráttu Snædísar Ránar sem er daufblind og þjáist af taugahrörnunarsjúkdómi. Hún þarf aðstoð túlks í öll samskipti og það hvort hún fær túlk eða ekki hefur úrslitaáhrif hvað hún gerir frá degi til dags. Snædís Rán er bjartsýn á að niðurstöður málsins muni breyta miklu hverjar sem þær verða, því þótt hún kynni að tapa þá yrði almenningi málið betur ljóst þar sem ýmislegt kemur fram sem annars hefði verið á vitorði fárra. „Mér fannst ganga ágætlega, það hefur ýmislegt komið í ljós sem hefði kannski ekki orðið lýðum ljóst að öðrum kosti. Ég veit ekkert um lögfræðilegar líkur á að vinna, ég veit að hver sem niðurstaðan verður þá á hún eftir að breyta miklu. Ef að ég tapa þá þarf að breyta lögunum, og ef að ég sigra þá verður þjónustan endurbætt.“ Snædís Rán hefur ekki fjárhagslega burði til að greiða túlkum úr eigin vasa. Hún hefur þó gert það tilneydd en kostnaður vegna þriggja klukkutíma fundar var fimmtíu þúsund krónur. Kostnaðurinn er hærri en alla jafna því fötlunar sinnar vegna þarf hún fleiri en einn túlk, Snertitáknmálstúlkun fylgir meira álag en eiginleg táknmálstúlkun. „Rétt, þetta er ekki ódýrt, ég nota oft tvo eða fleiri túlka, þar sem það fylgir því fylgir meira líkamlegt og andlegt álag að túlka með snertitáknmálstúlkun en eiginlegri.“ Snædís Rán situr í stjórn Fjólu, félags fólks með samþætta sjón -og heyrnarskerðingu. Hún komst ekki á stjórnarfund í mánuðinum vegna þess að hún fékk ekki túlk og þá er óvíst um skipulagningu dagsskrár á 27. júní sem er alþjóðlegur baráttudagur fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðing. Dagurinn er fæðingardagur Helen Keller. „Hún var mikil baráttukona fyrir réttindum daufdumbra einstaklinga. Já, svo er ég ekkert að leita að einhverju að gera. Af því að ég veit að ég fæ auðvitað ekki túlk.“ Snædís bíður eftir því að dómur verði kveðinn upp. Eftir það getur hún ákveðið hvað skal gera næst, hvort það verður barátta fyrir lagabreytingum eða þátttaka í endurbótum á þjónustunni. Hvort tveggja gæti komið til. Hún óskar þess helst að þjónustan falli í réttar skorður. En pabbi hennar stingur upp á að fari hún með sigur fái hún sér kampavín. „Já, ég fékk kampavín í útskriftargjöf, sem ég vil gjarnan fá mér!“
Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira