Óskar eftir aðstoð við upprunaleit sína: „Af hverju var ég skilin eftir á barnaheimili til þess að veslast upp?“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. júlí 2015 20:51 Kolbrún Sara deildi mynd af fyrstu skrefunum sínum á íslenskri grund. mynd/kolbrún sara „Eg fór til Kirshir í sumar og hitti fólkið mitt þar. Ef þú vilt einhvern tímann reyna að hafa upp á þínu fólki þá er ég meira en til í að hjálpa.” Svona hljóðuðu skilaboðin sem fengu Kolbrúnu Söru Larsen til að hefja leitina að uppruna sínum, „líta hvorki meira né minna en 33 ár aftur í tímann og freista þess að opna eina mjög svo þunga og lamaða hurð.“ Kolbrún Sara var einungis kornabarn þegar hún var skilin eftir á barnaheimili í Tyrklandi „til að veslast upp” eins og hún kemst að orði í Facebook-færslu sinni. Hún leitar nú aðstoðar við að hafa upp á líffræðilegum foreldrum sínum og svörunum við þeim spurningum sem hafa leitað á hana í gegnum árin. Kolbrún Sara var ættleidd af íslenskum foreldrum sem hún segir að hafi alltaf haft upplýsingar um fyrra líf hennar uppi á borðum og hafi hún því alltaf vitað að hún væri ættleidd. Það var þó vinabeiðni og skilaboðin hér að ofan sem fengu hana til að hefja leitina að upprunanum á ný, „sem snéru ryðgaðri taug í gang” eins og hún kemst að orði. „Hún verður ekki auðveld og margar hindranir eru í veginum. Enginn lykill er fyrir hendi og engin töfraþula verður kveðin. Henni gæti allt eins verið skellt aftur ef hun á annað borð lokast upp. Enn eitt er víst að rónna finn ég ekki fyrr en ég veit og skil af hverju ég varð ”fyrir” Íslands og ”eftir” Tyrklands barn,” segir Kolbrún.Finnur fyrir rótleysi og er öðruvísi þenkjandi Þrátt fyrir þetta segist hún ekki munu finna sálarró ef hún ráðist ekki í leitina. Hún verði að fá svör við því hugarangri sem hefur plagað hana síðustu ár og áratugi. „Á ég systkini? Líkist ég (líffræðilegu) mömmu minni eða pabba? Hvernig lífi lifa þau? Hvaða erfðasjúkdómar plaga fólkið mitt þarna syðra? Tengist fortíðin mín því að ég finn fyrir rótleysi og aldrei fundið fyrir heimþrá (svona eins og sumir útskýra heimþrá)? Af hverju hefur mér aldrei fundist ég tilheyra ákveðinni ætt/fjölskyldu annarri en mömmu og pabba eða afa og ömmu? Af hverju hefur mér fundist ég alltaf vera öðruvísi þenkjandi og alltaf eytt mikilli orku í að passa inn í einhvers konar fallega mynd? Ætli ég sé kannski gleymda prinsessan sem á að erfa höll með síki umkringda og þess vegna send til að deyja?“ spyr Kolbrún Sara sem efast þó um að þessu kunni nokkurn tímann verið svarað. Hún leitar því aðstoðar vina, vandamanna og annarra áhugamanna sem hún hvetur til að hafa samband við sig. „Kannski verð ég mjög fræg og þetta einstakt tækifæri til þess að rita söguna mína. Hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér,“ segir Kolbrún í lok færslu sinnar og lætur myndina hér að ofan fylgja með – „ mynd af fyrstu skrefum Tyrknesku prinsessunnar með mömmu sinni á Íslenskri grundu. Táknræn mynd fyrir fyrstu skrefin mín á vit nýrra ævintýra,“ eins og Kolbrún Sara Larsen kemst að orði. Færsluna hennar má nálgast hér að neðan en Kolbrún segist hafa fengið gríðarlega góð viðbrögð síðan hún birti færsluna í gær. Nú erum við að nálgast 2ja ára búsetu í útlandinu. Þvílik upplifun og tækifæri sem við höfum fengið að njóta. Þetta var...Posted by Kolbrún Sara Larsen on Saturday, 25 July 2015 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
„Eg fór til Kirshir í sumar og hitti fólkið mitt þar. Ef þú vilt einhvern tímann reyna að hafa upp á þínu fólki þá er ég meira en til í að hjálpa.” Svona hljóðuðu skilaboðin sem fengu Kolbrúnu Söru Larsen til að hefja leitina að uppruna sínum, „líta hvorki meira né minna en 33 ár aftur í tímann og freista þess að opna eina mjög svo þunga og lamaða hurð.“ Kolbrún Sara var einungis kornabarn þegar hún var skilin eftir á barnaheimili í Tyrklandi „til að veslast upp” eins og hún kemst að orði í Facebook-færslu sinni. Hún leitar nú aðstoðar við að hafa upp á líffræðilegum foreldrum sínum og svörunum við þeim spurningum sem hafa leitað á hana í gegnum árin. Kolbrún Sara var ættleidd af íslenskum foreldrum sem hún segir að hafi alltaf haft upplýsingar um fyrra líf hennar uppi á borðum og hafi hún því alltaf vitað að hún væri ættleidd. Það var þó vinabeiðni og skilaboðin hér að ofan sem fengu hana til að hefja leitina að upprunanum á ný, „sem snéru ryðgaðri taug í gang” eins og hún kemst að orði. „Hún verður ekki auðveld og margar hindranir eru í veginum. Enginn lykill er fyrir hendi og engin töfraþula verður kveðin. Henni gæti allt eins verið skellt aftur ef hun á annað borð lokast upp. Enn eitt er víst að rónna finn ég ekki fyrr en ég veit og skil af hverju ég varð ”fyrir” Íslands og ”eftir” Tyrklands barn,” segir Kolbrún.Finnur fyrir rótleysi og er öðruvísi þenkjandi Þrátt fyrir þetta segist hún ekki munu finna sálarró ef hún ráðist ekki í leitina. Hún verði að fá svör við því hugarangri sem hefur plagað hana síðustu ár og áratugi. „Á ég systkini? Líkist ég (líffræðilegu) mömmu minni eða pabba? Hvernig lífi lifa þau? Hvaða erfðasjúkdómar plaga fólkið mitt þarna syðra? Tengist fortíðin mín því að ég finn fyrir rótleysi og aldrei fundið fyrir heimþrá (svona eins og sumir útskýra heimþrá)? Af hverju hefur mér aldrei fundist ég tilheyra ákveðinni ætt/fjölskyldu annarri en mömmu og pabba eða afa og ömmu? Af hverju hefur mér fundist ég alltaf vera öðruvísi þenkjandi og alltaf eytt mikilli orku í að passa inn í einhvers konar fallega mynd? Ætli ég sé kannski gleymda prinsessan sem á að erfa höll með síki umkringda og þess vegna send til að deyja?“ spyr Kolbrún Sara sem efast þó um að þessu kunni nokkurn tímann verið svarað. Hún leitar því aðstoðar vina, vandamanna og annarra áhugamanna sem hún hvetur til að hafa samband við sig. „Kannski verð ég mjög fræg og þetta einstakt tækifæri til þess að rita söguna mína. Hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér,“ segir Kolbrún í lok færslu sinnar og lætur myndina hér að ofan fylgja með – „ mynd af fyrstu skrefum Tyrknesku prinsessunnar með mömmu sinni á Íslenskri grundu. Táknræn mynd fyrir fyrstu skrefin mín á vit nýrra ævintýra,“ eins og Kolbrún Sara Larsen kemst að orði. Færsluna hennar má nálgast hér að neðan en Kolbrún segist hafa fengið gríðarlega góð viðbrögð síðan hún birti færsluna í gær. Nú erum við að nálgast 2ja ára búsetu í útlandinu. Þvílik upplifun og tækifæri sem við höfum fengið að njóta. Þetta var...Posted by Kolbrún Sara Larsen on Saturday, 25 July 2015
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira