Erlent

25 létust í eldsvoða

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/epa
Að minnsta kosti tuttugu og fimm létust og á þriðja tug slösuðust þegar eldur kom upp í húsgagnaverksmiðju í egypsku borginni Obour í nótt. Talið er að upptök eldsins megi rekja til gashylkis sem verið var að færa á milli hæða þegar það sprakk. Tuttugu slökkviliðsbílar voru sendir á vettvang til að ráða niðurlögum eldsins.

Fjölmiðlar ytra greina frá því að verksmiðjan hafi ekki verið með tilskildar öryggisvottanir. Þá séu eldsvoðar sem þessir algengir í landinu, en um svipað leyti kviknaði eldur á matarmarkaði á Alexandríu, þar sem ellefu létust. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×