Segja tilmæli lögreglustjórans ýta undir skömm þolenda Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. júlí 2015 23:27 Helga Lind Mar er einn skipuleggjenda Druslugöngunnar sem er farin til að vekja athygli á nauðgunum og kynferðislegri áreitni og þöggun samfélagsins þegar kemur að málaflokknum vísir/andri Aðstandendur Druslugöngunnar segja kröfu lögreglustjórans í Eyjum ýta undir þær hugmyndir að kynferðisafbrot séu mál sem eigi ekki að ræða opinberlega – „og eigi að halda á bakvið luktar dyr sem ýtir þar af leiðandi undir skömm þolenda.“ Þetta segir Helga Lind Mar, einn skipuleggjenda göngunnar, í samtali við Vísi í tengslum við bréf Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra til viðbragðsaðila þar sem hún fór fram á að þeir upplýstu fjölmiðla alls ekki um hugsanleg kynferðisbrot sem kunna að koma upp á þjóðhátíð um helgina. Í samtali við Reykjavík Síðdegis í dag sagði Páley að þau skilaboð væru ekki síst til þess fallin að auðvelda þolendum að stiga fram og kæra þau brot sem þeir kunna að verða fyrir. Hún telji að fjölmiðlaumfjöllun um kynferðisbrot séu þolendum oft mjög þungbær og byggir tilmæli sín á ummælum sem hún sagði hafa komið fram í tenglsum við Druslugönguna og aðrar birtingarmyndir þöggunarumræðu síðustu mánaða.Sjá einnig: Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brot Þessu eru skipuleggjendur Druslugöngunnar ósammála. Skilaboðin séu engan veginn í takt við kröfu göngunnar. „Druslugangan fer fram á að kynferðisglæpir séu afgreiddir eins og aðrir glæpir og ekki faldir eins og hún fer fram á,“ segir Helga Lind. Aðstandendur göngunnar styðji ekkert form þöggunar eða ritskoðunar yfirvalda þegar kemur að kynferðisbrotum.Sjá einnig: „Erfitt að skynja ekki þöggunarmynstur í kringum þjóðhátíð“ „Það er ekki umfjöllun um kynferðisbrot sem særir þolanda þess heldur það að vera nauðgað og beittur ofbeldi,“ segir Helga Lind Mar ennfremur. Krafa lögreglustjórans gefi þannig þeim hugmyndum að kynferðisbrot skuli ekki rædd opinberlega byr undir báða vængi og ýti þess þá heldur undir skömm þolenda ef brotum eigi að halda á bakvið luktar dyr. Tengdar fréttir Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brot Ráðgjafi hjá Stígamótum spyr hvað það sé við kynferðisbrot sem gerir þau þess virði að þagga niður. Þolendur séu einnig að öðrum brotum sem kunna koma upp á útihátíðum. 29. júlí 2015 18:13 „Erfitt að skynja ekki þöggunarmynstur í tengslum við þjóðhátíð“ Aðstandendur Knúz og Aktivismi gegn nauðgunarmenningu segja tilmæli lögreglustjórans í Eyjum til viðbragðsaðila á þjóðhátíð til þess fallin að sópa kynferðisofbeldi, umfangi þess og afleiðingum, undir teppið. 29. júlí 2015 22:52 Telur bréfið í takt við kröfu Druslugöngunnar Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir það að kynferðisbrotamál fari í fjölmiðla eigi ekkert skylt við það hvernig tekið er á þeim innan kerfisins. 29. júlí 2015 20:00 Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48 Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira
Aðstandendur Druslugöngunnar segja kröfu lögreglustjórans í Eyjum ýta undir þær hugmyndir að kynferðisafbrot séu mál sem eigi ekki að ræða opinberlega – „og eigi að halda á bakvið luktar dyr sem ýtir þar af leiðandi undir skömm þolenda.“ Þetta segir Helga Lind Mar, einn skipuleggjenda göngunnar, í samtali við Vísi í tengslum við bréf Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra til viðbragðsaðila þar sem hún fór fram á að þeir upplýstu fjölmiðla alls ekki um hugsanleg kynferðisbrot sem kunna að koma upp á þjóðhátíð um helgina. Í samtali við Reykjavík Síðdegis í dag sagði Páley að þau skilaboð væru ekki síst til þess fallin að auðvelda þolendum að stiga fram og kæra þau brot sem þeir kunna að verða fyrir. Hún telji að fjölmiðlaumfjöllun um kynferðisbrot séu þolendum oft mjög þungbær og byggir tilmæli sín á ummælum sem hún sagði hafa komið fram í tenglsum við Druslugönguna og aðrar birtingarmyndir þöggunarumræðu síðustu mánaða.Sjá einnig: Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brot Þessu eru skipuleggjendur Druslugöngunnar ósammála. Skilaboðin séu engan veginn í takt við kröfu göngunnar. „Druslugangan fer fram á að kynferðisglæpir séu afgreiddir eins og aðrir glæpir og ekki faldir eins og hún fer fram á,“ segir Helga Lind. Aðstandendur göngunnar styðji ekkert form þöggunar eða ritskoðunar yfirvalda þegar kemur að kynferðisbrotum.Sjá einnig: „Erfitt að skynja ekki þöggunarmynstur í kringum þjóðhátíð“ „Það er ekki umfjöllun um kynferðisbrot sem særir þolanda þess heldur það að vera nauðgað og beittur ofbeldi,“ segir Helga Lind Mar ennfremur. Krafa lögreglustjórans gefi þannig þeim hugmyndum að kynferðisbrot skuli ekki rædd opinberlega byr undir báða vængi og ýti þess þá heldur undir skömm þolenda ef brotum eigi að halda á bakvið luktar dyr.
Tengdar fréttir Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brot Ráðgjafi hjá Stígamótum spyr hvað það sé við kynferðisbrot sem gerir þau þess virði að þagga niður. Þolendur séu einnig að öðrum brotum sem kunna koma upp á útihátíðum. 29. júlí 2015 18:13 „Erfitt að skynja ekki þöggunarmynstur í tengslum við þjóðhátíð“ Aðstandendur Knúz og Aktivismi gegn nauðgunarmenningu segja tilmæli lögreglustjórans í Eyjum til viðbragðsaðila á þjóðhátíð til þess fallin að sópa kynferðisofbeldi, umfangi þess og afleiðingum, undir teppið. 29. júlí 2015 22:52 Telur bréfið í takt við kröfu Druslugöngunnar Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir það að kynferðisbrotamál fari í fjölmiðla eigi ekkert skylt við það hvernig tekið er á þeim innan kerfisins. 29. júlí 2015 20:00 Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48 Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira
Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brot Ráðgjafi hjá Stígamótum spyr hvað það sé við kynferðisbrot sem gerir þau þess virði að þagga niður. Þolendur séu einnig að öðrum brotum sem kunna koma upp á útihátíðum. 29. júlí 2015 18:13
„Erfitt að skynja ekki þöggunarmynstur í tengslum við þjóðhátíð“ Aðstandendur Knúz og Aktivismi gegn nauðgunarmenningu segja tilmæli lögreglustjórans í Eyjum til viðbragðsaðila á þjóðhátíð til þess fallin að sópa kynferðisofbeldi, umfangi þess og afleiðingum, undir teppið. 29. júlí 2015 22:52
Telur bréfið í takt við kröfu Druslugöngunnar Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir það að kynferðisbrotamál fari í fjölmiðla eigi ekkert skylt við það hvernig tekið er á þeim innan kerfisins. 29. júlí 2015 20:00
Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48