„Erfitt að skynja ekki þöggunarmynstur í tengslum við þjóðhátíð“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. júlí 2015 22:52 #Þöggunar-myndirnar hafa vart farið fram hjá íslenskum Facebook-notendum. vísir „Tilmæli um að upplýsa ekki um kynferðisbrot, jafnvel þótt eftir verði spurt, virðast í raun tilraun til að breiða yfir þá staðreynd að á Þjóðhátíð er kynferðisofbeldi viðvarandi vandamál og að hátíðarstjórnendur hafa aldrei gert nóg, né virst hafa áhuga á að gera nóg, til að vernda gesti sína gegn ofbeldismönnum.” Þetta segja aðstandendur feminíska vefritsins Knúz ásamt meðlimum hópsins Aktivismi gegn nauðgunarmenningu í harðorðri yfirlýsingu sem birtist í kvöld á heimasíðu fyrrnefnds vefrits.Tilefnið er fréttaflutningur Vísis af bréfi Páleyjar Borgþórsdóttur til viðbragðsaðila á Þjóðhátíð þar sem hún beindi þeim tilmælum til þeirra um að halda að sér upplýsingum um kynferðisbrot sem hugsanlega verði framin yfir hátíðina frá fjölmiðlum. Þetta sagði lögreglustjórinn vera á þeim fosendum að það sé „þungbært fyrir aðila kynferðisbrots að málið sé á forsíðum blaðanna“.Sjá einnig: Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Þetta telja bréfritararnir vera „undarlega stjórnsýsluákvörðun“ í ljósi umræðu síðustu mánaða. „Þolendur hafa rofið þögnina undir myllumerkjunum #þöggun og #konurtala og sagt frá kynferðisofbeldi sem samfélagið hefur ítrekað þaggað niður og reynt að hunsa,” segir í yfirlýsingunni. Þar segir einnig að þessi röksemdafærsla lögreglustjórans verði að „teljast veik“ í ljósi þess að þarna virðist „enn eiga að reyna að sópa kynferðisofbeldi, umfangi þess og afleiðingum, undir teppið,“ eins og komist er að orði. Þá segja þeir sem undirrita yfirlýsinguna að það sé erfitt að „erfitt að skynja ekki þöggunarmynstur í tengslum við Þjóðhátíð, sérstaklega eftir að stjórn hátíðarinnar lýsti því yfir fyrir nokkrum árum að starfsemi Stígamóta væru ekki lengur velkomin.”Sjá einnig: Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brot Knúz og Aktivismi gegn nauðgunarmenningu krefst þess að lögreglan í Vestmannaeyjum og viðbragðsaðilar á Þjóðhátíð þaggi ekki niður umræðu um kynferðisofbeldi sem og að sagt verði satt og rétt frá ef kynferðisbrotamál koma upp um helgina. Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa með því að smella hér en þar er meðal annars vísað til orða rithöfundarins Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur, sem lesa má hér að neðan. Hér eru skýlausir þöggunartilburðir settir fram með þeim rökum að það sé þolendum fyrir bestu, annað sé svo 'íþyngjandi“...Posted by Þórdís Elva Þorvaldsdóttir on Wednesday, 29 July 2015 Tengdar fréttir Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brot Ráðgjafi hjá Stígamótum spyr hvað það sé við kynferðisbrot sem gerir þau þess virði að þagga niður. Þolendur séu einnig að öðrum brotum sem kunna koma upp á útihátíðum. 29. júlí 2015 18:13 Telur bréfið í takt við kröfu Druslugöngunnar Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir það að kynferðisbrotamál fari í fjölmiðla eigi ekkert skylt við það hvernig tekið er á þeim innan kerfisins. 29. júlí 2015 20:00 Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
„Tilmæli um að upplýsa ekki um kynferðisbrot, jafnvel þótt eftir verði spurt, virðast í raun tilraun til að breiða yfir þá staðreynd að á Þjóðhátíð er kynferðisofbeldi viðvarandi vandamál og að hátíðarstjórnendur hafa aldrei gert nóg, né virst hafa áhuga á að gera nóg, til að vernda gesti sína gegn ofbeldismönnum.” Þetta segja aðstandendur feminíska vefritsins Knúz ásamt meðlimum hópsins Aktivismi gegn nauðgunarmenningu í harðorðri yfirlýsingu sem birtist í kvöld á heimasíðu fyrrnefnds vefrits.Tilefnið er fréttaflutningur Vísis af bréfi Páleyjar Borgþórsdóttur til viðbragðsaðila á Þjóðhátíð þar sem hún beindi þeim tilmælum til þeirra um að halda að sér upplýsingum um kynferðisbrot sem hugsanlega verði framin yfir hátíðina frá fjölmiðlum. Þetta sagði lögreglustjórinn vera á þeim fosendum að það sé „þungbært fyrir aðila kynferðisbrots að málið sé á forsíðum blaðanna“.Sjá einnig: Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Þetta telja bréfritararnir vera „undarlega stjórnsýsluákvörðun“ í ljósi umræðu síðustu mánaða. „Þolendur hafa rofið þögnina undir myllumerkjunum #þöggun og #konurtala og sagt frá kynferðisofbeldi sem samfélagið hefur ítrekað þaggað niður og reynt að hunsa,” segir í yfirlýsingunni. Þar segir einnig að þessi röksemdafærsla lögreglustjórans verði að „teljast veik“ í ljósi þess að þarna virðist „enn eiga að reyna að sópa kynferðisofbeldi, umfangi þess og afleiðingum, undir teppið,“ eins og komist er að orði. Þá segja þeir sem undirrita yfirlýsinguna að það sé erfitt að „erfitt að skynja ekki þöggunarmynstur í tengslum við Þjóðhátíð, sérstaklega eftir að stjórn hátíðarinnar lýsti því yfir fyrir nokkrum árum að starfsemi Stígamóta væru ekki lengur velkomin.”Sjá einnig: Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brot Knúz og Aktivismi gegn nauðgunarmenningu krefst þess að lögreglan í Vestmannaeyjum og viðbragðsaðilar á Þjóðhátíð þaggi ekki niður umræðu um kynferðisofbeldi sem og að sagt verði satt og rétt frá ef kynferðisbrotamál koma upp um helgina. Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa með því að smella hér en þar er meðal annars vísað til orða rithöfundarins Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur, sem lesa má hér að neðan. Hér eru skýlausir þöggunartilburðir settir fram með þeim rökum að það sé þolendum fyrir bestu, annað sé svo 'íþyngjandi“...Posted by Þórdís Elva Þorvaldsdóttir on Wednesday, 29 July 2015
Tengdar fréttir Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brot Ráðgjafi hjá Stígamótum spyr hvað það sé við kynferðisbrot sem gerir þau þess virði að þagga niður. Þolendur séu einnig að öðrum brotum sem kunna koma upp á útihátíðum. 29. júlí 2015 18:13 Telur bréfið í takt við kröfu Druslugöngunnar Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir það að kynferðisbrotamál fari í fjölmiðla eigi ekkert skylt við það hvernig tekið er á þeim innan kerfisins. 29. júlí 2015 20:00 Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brot Ráðgjafi hjá Stígamótum spyr hvað það sé við kynferðisbrot sem gerir þau þess virði að þagga niður. Þolendur séu einnig að öðrum brotum sem kunna koma upp á útihátíðum. 29. júlí 2015 18:13
Telur bréfið í takt við kröfu Druslugöngunnar Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir það að kynferðisbrotamál fari í fjölmiðla eigi ekkert skylt við það hvernig tekið er á þeim innan kerfisins. 29. júlí 2015 20:00
Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48