Telur bréfið í takt við kröfu Druslugöngunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. júlí 2015 20:00 Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir ákvörðun sína um að halda upplýsingum um kynferðisbrot á þjóðhátíð frá fjölmiðlum ekki síst vera til þess fallin að auðvelda þolendum að stiga fram og kæra þau brot sem þeir kunna að verða fyrir. Fjölmiðlaumfjöllun um kynferðisbrot séu þeim oft mjög þungbær, eins og fram hafi komið í tenglsum við Druslugönguna og aðrar birtingarmyndir þöggunarumræðu síðustu missera. Þetta kom fram í máli Páleyjar í Reykjavík síðdegis í dag. Páley, sem hefur bakgrunn sem lögmaður og réttargæslumaður, sagðist þar taka heilshugar undir kröfu síðastliðinna mánaða um að skila skömminni heim til gerenda í kynferðisbrotamálum og aflétta þeirra þöggun sem virðist sveipa málaflokkinn.Sjá einnig: Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Hún segir bréf hennar til viðbragðaraðilana þó ekki stríða gegn þeirri kröfu. „Að mínu mati snýst þetta ekki um þöggun. Lögreglumál eru alltaf skráð sem sakamál í lögreglukerfin og það er engin þöggun af því. Þessi brot fá alltaf fullt viðbragð lögreglunnar og fulla rannsókn,” segir Páley. „En það að svona mál fari í fjölmiðla það á ekkert skylt við það hvernig tekið er á því innan kerfisins. Þetta lítur fyrst og fremst að því að reyna að vernda fólk frá þessari umræðu rétt á meðan fólk er að standa upp eftir brotin,” segir hún ennfremur. Hún segir það meðal annars hafa komið fram í tengslum við Druslugönguna að mörgum þolenda hafi þótti fjölmiðlaumfjöllun um mál sín þungbær.Sjá einnig: Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brotHún minnir á að sé gefin út ákæra í kynferðisbrotamálum hafi almenningur og fjölmiðlar aðgang að henni eftir um þrjá sólarhringa frá því að hún hefur verið birt þeim ákærða. Lögreglan sendi alla jafna ekki frá sér tilkynningar þegar upp kemst um nauðganir eða kynferðisbrotamál, hvort sem það er á þjóðhátíð eða aðra daga ársins. Því sé það mat Páleyjar og lögreglunnar að almenningur hafi ekki heimtingu á þessum upplýsingum. Spjall Páleyjar og þáttastjórnenda Reykjavíkur síðdegis má heyra hér að ofan. Tengdar fréttir Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brot Ráðgjafi hjá Stígamótum spyr hvað það sé við kynferðisbrot sem gerir þau þess virði að þagga niður. Þolendur séu einnig að öðrum brotum sem kunna koma upp á útihátíðum. 29. júlí 2015 18:13 Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Sjá meira
Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir ákvörðun sína um að halda upplýsingum um kynferðisbrot á þjóðhátíð frá fjölmiðlum ekki síst vera til þess fallin að auðvelda þolendum að stiga fram og kæra þau brot sem þeir kunna að verða fyrir. Fjölmiðlaumfjöllun um kynferðisbrot séu þeim oft mjög þungbær, eins og fram hafi komið í tenglsum við Druslugönguna og aðrar birtingarmyndir þöggunarumræðu síðustu missera. Þetta kom fram í máli Páleyjar í Reykjavík síðdegis í dag. Páley, sem hefur bakgrunn sem lögmaður og réttargæslumaður, sagðist þar taka heilshugar undir kröfu síðastliðinna mánaða um að skila skömminni heim til gerenda í kynferðisbrotamálum og aflétta þeirra þöggun sem virðist sveipa málaflokkinn.Sjá einnig: Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Hún segir bréf hennar til viðbragðaraðilana þó ekki stríða gegn þeirri kröfu. „Að mínu mati snýst þetta ekki um þöggun. Lögreglumál eru alltaf skráð sem sakamál í lögreglukerfin og það er engin þöggun af því. Þessi brot fá alltaf fullt viðbragð lögreglunnar og fulla rannsókn,” segir Páley. „En það að svona mál fari í fjölmiðla það á ekkert skylt við það hvernig tekið er á því innan kerfisins. Þetta lítur fyrst og fremst að því að reyna að vernda fólk frá þessari umræðu rétt á meðan fólk er að standa upp eftir brotin,” segir hún ennfremur. Hún segir það meðal annars hafa komið fram í tengslum við Druslugönguna að mörgum þolenda hafi þótti fjölmiðlaumfjöllun um mál sín þungbær.Sjá einnig: Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brotHún minnir á að sé gefin út ákæra í kynferðisbrotamálum hafi almenningur og fjölmiðlar aðgang að henni eftir um þrjá sólarhringa frá því að hún hefur verið birt þeim ákærða. Lögreglan sendi alla jafna ekki frá sér tilkynningar þegar upp kemst um nauðganir eða kynferðisbrotamál, hvort sem það er á þjóðhátíð eða aðra daga ársins. Því sé það mat Páleyjar og lögreglunnar að almenningur hafi ekki heimtingu á þessum upplýsingum. Spjall Páleyjar og þáttastjórnenda Reykjavíkur síðdegis má heyra hér að ofan.
Tengdar fréttir Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brot Ráðgjafi hjá Stígamótum spyr hvað það sé við kynferðisbrot sem gerir þau þess virði að þagga niður. Þolendur séu einnig að öðrum brotum sem kunna koma upp á útihátíðum. 29. júlí 2015 18:13 Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Sjá meira
Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brot Ráðgjafi hjá Stígamótum spyr hvað það sé við kynferðisbrot sem gerir þau þess virði að þagga niður. Þolendur séu einnig að öðrum brotum sem kunna koma upp á útihátíðum. 29. júlí 2015 18:13
Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48