„Erfitt að skynja ekki þöggunarmynstur í tengslum við þjóðhátíð“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. júlí 2015 22:52 #Þöggunar-myndirnar hafa vart farið fram hjá íslenskum Facebook-notendum. vísir „Tilmæli um að upplýsa ekki um kynferðisbrot, jafnvel þótt eftir verði spurt, virðast í raun tilraun til að breiða yfir þá staðreynd að á Þjóðhátíð er kynferðisofbeldi viðvarandi vandamál og að hátíðarstjórnendur hafa aldrei gert nóg, né virst hafa áhuga á að gera nóg, til að vernda gesti sína gegn ofbeldismönnum.” Þetta segja aðstandendur feminíska vefritsins Knúz ásamt meðlimum hópsins Aktivismi gegn nauðgunarmenningu í harðorðri yfirlýsingu sem birtist í kvöld á heimasíðu fyrrnefnds vefrits.Tilefnið er fréttaflutningur Vísis af bréfi Páleyjar Borgþórsdóttur til viðbragðsaðila á Þjóðhátíð þar sem hún beindi þeim tilmælum til þeirra um að halda að sér upplýsingum um kynferðisbrot sem hugsanlega verði framin yfir hátíðina frá fjölmiðlum. Þetta sagði lögreglustjórinn vera á þeim fosendum að það sé „þungbært fyrir aðila kynferðisbrots að málið sé á forsíðum blaðanna“.Sjá einnig: Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Þetta telja bréfritararnir vera „undarlega stjórnsýsluákvörðun“ í ljósi umræðu síðustu mánaða. „Þolendur hafa rofið þögnina undir myllumerkjunum #þöggun og #konurtala og sagt frá kynferðisofbeldi sem samfélagið hefur ítrekað þaggað niður og reynt að hunsa,” segir í yfirlýsingunni. Þar segir einnig að þessi röksemdafærsla lögreglustjórans verði að „teljast veik“ í ljósi þess að þarna virðist „enn eiga að reyna að sópa kynferðisofbeldi, umfangi þess og afleiðingum, undir teppið,“ eins og komist er að orði. Þá segja þeir sem undirrita yfirlýsinguna að það sé erfitt að „erfitt að skynja ekki þöggunarmynstur í tengslum við Þjóðhátíð, sérstaklega eftir að stjórn hátíðarinnar lýsti því yfir fyrir nokkrum árum að starfsemi Stígamóta væru ekki lengur velkomin.”Sjá einnig: Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brot Knúz og Aktivismi gegn nauðgunarmenningu krefst þess að lögreglan í Vestmannaeyjum og viðbragðsaðilar á Þjóðhátíð þaggi ekki niður umræðu um kynferðisofbeldi sem og að sagt verði satt og rétt frá ef kynferðisbrotamál koma upp um helgina. Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa með því að smella hér en þar er meðal annars vísað til orða rithöfundarins Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur, sem lesa má hér að neðan. Hér eru skýlausir þöggunartilburðir settir fram með þeim rökum að það sé þolendum fyrir bestu, annað sé svo 'íþyngjandi“...Posted by Þórdís Elva Þorvaldsdóttir on Wednesday, 29 July 2015 Tengdar fréttir Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brot Ráðgjafi hjá Stígamótum spyr hvað það sé við kynferðisbrot sem gerir þau þess virði að þagga niður. Þolendur séu einnig að öðrum brotum sem kunna koma upp á útihátíðum. 29. júlí 2015 18:13 Telur bréfið í takt við kröfu Druslugöngunnar Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir það að kynferðisbrotamál fari í fjölmiðla eigi ekkert skylt við það hvernig tekið er á þeim innan kerfisins. 29. júlí 2015 20:00 Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Sjá meira
„Tilmæli um að upplýsa ekki um kynferðisbrot, jafnvel þótt eftir verði spurt, virðast í raun tilraun til að breiða yfir þá staðreynd að á Þjóðhátíð er kynferðisofbeldi viðvarandi vandamál og að hátíðarstjórnendur hafa aldrei gert nóg, né virst hafa áhuga á að gera nóg, til að vernda gesti sína gegn ofbeldismönnum.” Þetta segja aðstandendur feminíska vefritsins Knúz ásamt meðlimum hópsins Aktivismi gegn nauðgunarmenningu í harðorðri yfirlýsingu sem birtist í kvöld á heimasíðu fyrrnefnds vefrits.Tilefnið er fréttaflutningur Vísis af bréfi Páleyjar Borgþórsdóttur til viðbragðsaðila á Þjóðhátíð þar sem hún beindi þeim tilmælum til þeirra um að halda að sér upplýsingum um kynferðisbrot sem hugsanlega verði framin yfir hátíðina frá fjölmiðlum. Þetta sagði lögreglustjórinn vera á þeim fosendum að það sé „þungbært fyrir aðila kynferðisbrots að málið sé á forsíðum blaðanna“.Sjá einnig: Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Þetta telja bréfritararnir vera „undarlega stjórnsýsluákvörðun“ í ljósi umræðu síðustu mánaða. „Þolendur hafa rofið þögnina undir myllumerkjunum #þöggun og #konurtala og sagt frá kynferðisofbeldi sem samfélagið hefur ítrekað þaggað niður og reynt að hunsa,” segir í yfirlýsingunni. Þar segir einnig að þessi röksemdafærsla lögreglustjórans verði að „teljast veik“ í ljósi þess að þarna virðist „enn eiga að reyna að sópa kynferðisofbeldi, umfangi þess og afleiðingum, undir teppið,“ eins og komist er að orði. Þá segja þeir sem undirrita yfirlýsinguna að það sé erfitt að „erfitt að skynja ekki þöggunarmynstur í tengslum við Þjóðhátíð, sérstaklega eftir að stjórn hátíðarinnar lýsti því yfir fyrir nokkrum árum að starfsemi Stígamóta væru ekki lengur velkomin.”Sjá einnig: Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brot Knúz og Aktivismi gegn nauðgunarmenningu krefst þess að lögreglan í Vestmannaeyjum og viðbragðsaðilar á Þjóðhátíð þaggi ekki niður umræðu um kynferðisofbeldi sem og að sagt verði satt og rétt frá ef kynferðisbrotamál koma upp um helgina. Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa með því að smella hér en þar er meðal annars vísað til orða rithöfundarins Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur, sem lesa má hér að neðan. Hér eru skýlausir þöggunartilburðir settir fram með þeim rökum að það sé þolendum fyrir bestu, annað sé svo 'íþyngjandi“...Posted by Þórdís Elva Þorvaldsdóttir on Wednesday, 29 July 2015
Tengdar fréttir Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brot Ráðgjafi hjá Stígamótum spyr hvað það sé við kynferðisbrot sem gerir þau þess virði að þagga niður. Þolendur séu einnig að öðrum brotum sem kunna koma upp á útihátíðum. 29. júlí 2015 18:13 Telur bréfið í takt við kröfu Druslugöngunnar Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir það að kynferðisbrotamál fari í fjölmiðla eigi ekkert skylt við það hvernig tekið er á þeim innan kerfisins. 29. júlí 2015 20:00 Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Sjá meira
Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brot Ráðgjafi hjá Stígamótum spyr hvað það sé við kynferðisbrot sem gerir þau þess virði að þagga niður. Þolendur séu einnig að öðrum brotum sem kunna koma upp á útihátíðum. 29. júlí 2015 18:13
Telur bréfið í takt við kröfu Druslugöngunnar Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir það að kynferðisbrotamál fari í fjölmiðla eigi ekkert skylt við það hvernig tekið er á þeim innan kerfisins. 29. júlí 2015 20:00
Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48