Bara 250 miðar eftir á leik KR og Rosenborg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júlí 2015 17:46 Stuðningsmenn Rosenborg eru klárir í slaginn fyrir kvöldið. Vísir/Kolbeinn Tumi Hver fer að verða síðastur að næla sér í miða á KR-völlinn í kvöld. Það stefnir nefnilega í það að það verði uppselt á leik KR og norska félagsins Rosenborg í forkeppni Evrópudeildarinnar en liðin mætast í Frostaskjólinu í kvöld. KR-ingar hafa selt 1300 miða í forsölu á leikinn og þar sem að það eru sérstakar reglur í Evrópuleikjum þá mega þeir aðeins selja 250 miða til viðbótar. Eftirlitsdómari leiksins var mjög ánægður með grasið á KR-vellinum að sögn Jónasar Kristinssonar, framkvæmdastjóra KR og það er ljóst að aðstæðurnar á KR-vellinum í kvöld eru eins góðar og þær gerast hér á landi. Stuðningsmenn Rosenborg voru mættir á völlinn einum og hálfum tíma fyrir leik en ákváðu síðan að fá sér göngutúr um Vesturbæinn þar sem þeir ganga nú um syngjandi söngva og berjandi trommur. Blaðamaður Vísis hitti á stuðningsmennina á ferð um Vesturbæinn og þeir voru mjög bjartsýnir á gott gengi sinna manna í leiknum í kvöld. Þegar þeir hittu á einn stuðningsmann KR óskuðu þeir honum góðs gengis því að þeirra mati þyrfti hans lið svo sannarlega á því að halda. Blaðamaður Vísis stýrði þessum hressu stuðningsmönnum í átt að Rauða Ljóninu þar sem þeir munu eflaust taka lokaupphitun sína fyrir leikinn í kvöld. KR-ingar slógu írska liðið Cork City í síðustu umferð eftir sigur í framlengingu í seinni leik liðanna á KR-vellinum en nú fá KR-ingar fyrri leikinn á heimavelli sínum. Leikur KR og Rosenborg hefst klukkan 19.15 og fyrir þá sem komast ekki í Vesturbæinn í kvöld en missa af miðum á leikinn þá verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport.KR-völlurinn lítur vel út í kvöld.Vísir/Kolbeinn Tumi Evrópudeild UEFA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Þjálfari Rosenborg: Íslenskur fótbolti er á flugi Kåre Ingebrigtsen ætlar að slökkva aðeins í fótboltagleðinni á Íslandi með því að vinna KR í Evrópudeildinni. 16. júlí 2015 13:30 Loksins kominn í lið sem vinnur fleiri leiki en það tapar Hólmar Örn Eyjólfsson mætir KR með norska stórveldinu Rosenborg í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Hólmar nýtur lífsins í Þrándheimi og hefur ekki liðið betur á vellinum í langan tíma. 16. júlí 2015 07:00 Rúnar: Rosenborg vinnur KR í átta skipti af hverjum tíu Rúnar Kristinsson, íslenski þjálfarinn hjá norska úrvalsdeildarliðinu Lilleström, þekkir vel til liða KR og Rosenborg sem mætast á forkeppni Evrópudeildarinnar á KR-vellinum í kvöld. 16. júlí 2015 10:00 Fáum nú að sjá hversu virkilega góður Birkir Bjarnason er Þjálfari Rosenborg þekkir vel til íslenska landsliðsinsmannsins sem hann spáir mikilli velgengni hjá Basel. 16. júlí 2015 16:00 Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjá meira
Hver fer að verða síðastur að næla sér í miða á KR-völlinn í kvöld. Það stefnir nefnilega í það að það verði uppselt á leik KR og norska félagsins Rosenborg í forkeppni Evrópudeildarinnar en liðin mætast í Frostaskjólinu í kvöld. KR-ingar hafa selt 1300 miða í forsölu á leikinn og þar sem að það eru sérstakar reglur í Evrópuleikjum þá mega þeir aðeins selja 250 miða til viðbótar. Eftirlitsdómari leiksins var mjög ánægður með grasið á KR-vellinum að sögn Jónasar Kristinssonar, framkvæmdastjóra KR og það er ljóst að aðstæðurnar á KR-vellinum í kvöld eru eins góðar og þær gerast hér á landi. Stuðningsmenn Rosenborg voru mættir á völlinn einum og hálfum tíma fyrir leik en ákváðu síðan að fá sér göngutúr um Vesturbæinn þar sem þeir ganga nú um syngjandi söngva og berjandi trommur. Blaðamaður Vísis hitti á stuðningsmennina á ferð um Vesturbæinn og þeir voru mjög bjartsýnir á gott gengi sinna manna í leiknum í kvöld. Þegar þeir hittu á einn stuðningsmann KR óskuðu þeir honum góðs gengis því að þeirra mati þyrfti hans lið svo sannarlega á því að halda. Blaðamaður Vísis stýrði þessum hressu stuðningsmönnum í átt að Rauða Ljóninu þar sem þeir munu eflaust taka lokaupphitun sína fyrir leikinn í kvöld. KR-ingar slógu írska liðið Cork City í síðustu umferð eftir sigur í framlengingu í seinni leik liðanna á KR-vellinum en nú fá KR-ingar fyrri leikinn á heimavelli sínum. Leikur KR og Rosenborg hefst klukkan 19.15 og fyrir þá sem komast ekki í Vesturbæinn í kvöld en missa af miðum á leikinn þá verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport.KR-völlurinn lítur vel út í kvöld.Vísir/Kolbeinn Tumi
Evrópudeild UEFA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Þjálfari Rosenborg: Íslenskur fótbolti er á flugi Kåre Ingebrigtsen ætlar að slökkva aðeins í fótboltagleðinni á Íslandi með því að vinna KR í Evrópudeildinni. 16. júlí 2015 13:30 Loksins kominn í lið sem vinnur fleiri leiki en það tapar Hólmar Örn Eyjólfsson mætir KR með norska stórveldinu Rosenborg í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Hólmar nýtur lífsins í Þrándheimi og hefur ekki liðið betur á vellinum í langan tíma. 16. júlí 2015 07:00 Rúnar: Rosenborg vinnur KR í átta skipti af hverjum tíu Rúnar Kristinsson, íslenski þjálfarinn hjá norska úrvalsdeildarliðinu Lilleström, þekkir vel til liða KR og Rosenborg sem mætast á forkeppni Evrópudeildarinnar á KR-vellinum í kvöld. 16. júlí 2015 10:00 Fáum nú að sjá hversu virkilega góður Birkir Bjarnason er Þjálfari Rosenborg þekkir vel til íslenska landsliðsinsmannsins sem hann spáir mikilli velgengni hjá Basel. 16. júlí 2015 16:00 Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjá meira
Þjálfari Rosenborg: Íslenskur fótbolti er á flugi Kåre Ingebrigtsen ætlar að slökkva aðeins í fótboltagleðinni á Íslandi með því að vinna KR í Evrópudeildinni. 16. júlí 2015 13:30
Loksins kominn í lið sem vinnur fleiri leiki en það tapar Hólmar Örn Eyjólfsson mætir KR með norska stórveldinu Rosenborg í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Hólmar nýtur lífsins í Þrándheimi og hefur ekki liðið betur á vellinum í langan tíma. 16. júlí 2015 07:00
Rúnar: Rosenborg vinnur KR í átta skipti af hverjum tíu Rúnar Kristinsson, íslenski þjálfarinn hjá norska úrvalsdeildarliðinu Lilleström, þekkir vel til liða KR og Rosenborg sem mætast á forkeppni Evrópudeildarinnar á KR-vellinum í kvöld. 16. júlí 2015 10:00
Fáum nú að sjá hversu virkilega góður Birkir Bjarnason er Þjálfari Rosenborg þekkir vel til íslenska landsliðsinsmannsins sem hann spáir mikilli velgengni hjá Basel. 16. júlí 2015 16:00