Segir bæinn hygla Fimleikafélaginu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. júní 2015 09:00 Hafnarfjarðarbær hefur varið 2,7 milljörðum króna í framkvæmdir við íþróttasvæði FH en um 114 milljónum króna við íþróttasvæði Hauka. vísiR/PJEtUR „Það er alveg augljóst að bærinn hyglar FH. Hér er klárlega verið að mismuna íþróttafélögum,“ segir Samúel Guðmundsson, formaður íþróttafélagsins Hauka. Hafnarfjarðarbær birti í vikunni skýrslu um fjárframlög Hafnarfjarðarbæjar til íþróttafélaga bæjarins. Þegar litið er til fjárfestinga í íþróttamannvirkjum kemur í ljós að eitt íþróttafélag fær mun hærri framlög en önnur. Frá árinu 2006 hefur Hafnarfjarðarbær varið rúmlega 2,7 milljörðum króna í uppbyggingu á íþróttamannvirkjum Fimleikafélags Hafnarfjarðar, FH, í Kaplakrika. Á sama tíma nema fjárfestingar í íþróttamannvirkjum Hauka á Ásvöllum rúmlega 114 milljónum. Þannig eru fjárfestingar bæjarins í mannvirkjum FH rúmlega 23 sinnum meiri en í mannvirkjum Hauka. „Fjárframlög til okkar hafa engin verið síðustu ár. Við erum afskaplega ósátt með hvernig þetta hefur verið,“ segir Samúel. Samúel Guðmundssonmynd/Samúel GuðmundssonSamúel segir Hauka hafa beðið eftir því árum saman að bærinn komi að því að byggja íþróttahús sem grunnur hefur verið að síðan 2006. Ekki hefur verið byrjað á framkvæmdum enn þá og segir Samúel ekkert fjármagn hafa fengist. Íþróttahúsið er ekki einu framkvæmdirnar sem Haukar hyggjast ráðast í. „Við höfum líka haft hugmyndir um að byggja knatthús þar sem við höfum enga yfirbyggða knattspyrnuaðstöðu eins og FH hefur. Við erum búin að viðra þær hugmyndir en fáum ekki fjármagn til,“ segir Samúel. „Við bindum miklar vonir við það að bæjarfélagið sé að koma að því að styðja uppbyggingu okkar líka. Nú finnst okkur komið að Haukum,“ segir Samúel. Samúel segir Hauka hafa þrýst á bæinn mjög lengi en nú hafi framkvæmdanefnd um uppbyggingu á Ásvöllum tekið til starfa. Funda átti í gær með bænum klukkan fjögur en ekkert varð af þeim fundi. „Þeir þora greinilega ekki að hitta okkur,“ segir Samúel.Hvorki náðist í Harald L. Haraldsson, bæjarstjóra Hafnarfjarðar, né Viðar Halldórsson, formann FH, við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
„Það er alveg augljóst að bærinn hyglar FH. Hér er klárlega verið að mismuna íþróttafélögum,“ segir Samúel Guðmundsson, formaður íþróttafélagsins Hauka. Hafnarfjarðarbær birti í vikunni skýrslu um fjárframlög Hafnarfjarðarbæjar til íþróttafélaga bæjarins. Þegar litið er til fjárfestinga í íþróttamannvirkjum kemur í ljós að eitt íþróttafélag fær mun hærri framlög en önnur. Frá árinu 2006 hefur Hafnarfjarðarbær varið rúmlega 2,7 milljörðum króna í uppbyggingu á íþróttamannvirkjum Fimleikafélags Hafnarfjarðar, FH, í Kaplakrika. Á sama tíma nema fjárfestingar í íþróttamannvirkjum Hauka á Ásvöllum rúmlega 114 milljónum. Þannig eru fjárfestingar bæjarins í mannvirkjum FH rúmlega 23 sinnum meiri en í mannvirkjum Hauka. „Fjárframlög til okkar hafa engin verið síðustu ár. Við erum afskaplega ósátt með hvernig þetta hefur verið,“ segir Samúel. Samúel Guðmundssonmynd/Samúel GuðmundssonSamúel segir Hauka hafa beðið eftir því árum saman að bærinn komi að því að byggja íþróttahús sem grunnur hefur verið að síðan 2006. Ekki hefur verið byrjað á framkvæmdum enn þá og segir Samúel ekkert fjármagn hafa fengist. Íþróttahúsið er ekki einu framkvæmdirnar sem Haukar hyggjast ráðast í. „Við höfum líka haft hugmyndir um að byggja knatthús þar sem við höfum enga yfirbyggða knattspyrnuaðstöðu eins og FH hefur. Við erum búin að viðra þær hugmyndir en fáum ekki fjármagn til,“ segir Samúel. „Við bindum miklar vonir við það að bæjarfélagið sé að koma að því að styðja uppbyggingu okkar líka. Nú finnst okkur komið að Haukum,“ segir Samúel. Samúel segir Hauka hafa þrýst á bæinn mjög lengi en nú hafi framkvæmdanefnd um uppbyggingu á Ásvöllum tekið til starfa. Funda átti í gær með bænum klukkan fjögur en ekkert varð af þeim fundi. „Þeir þora greinilega ekki að hitta okkur,“ segir Samúel.Hvorki náðist í Harald L. Haraldsson, bæjarstjóra Hafnarfjarðar, né Viðar Halldórsson, formann FH, við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira