Erlent

Málshöfðun vegna lögmæti þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Grikklandi vísað frá dómi

Birgir Olgeirsson skrifar
Grískir kjósendur munu því ákveða á sunnudag hvort stjórnvöldum beri að samþykkja lánapakka Evrópusambandsins.
Grískir kjósendur munu því ákveða á sunnudag hvort stjórnvöldum beri að samþykkja lánapakka Evrópusambandsins.
Forsætisráðherra Grikklands hefur biðlað til kjósenda þar í landi að hafna kúguninni þegar gengið verður til þjóðaratkvæðagreiðslu á sunnudag. Þetta sagði Alexis Tsipras í sjónvarpsávarpi fyrr í dag þar sem hann ítrekaði að vera Grikklands í Evrópusambandinu væri ekki í húfi þegar gengið væri til atkvæða og hvatti kjósendur til að hunsa allan hræðsluáróður.

Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greindi frá því fyrr í dag að dómstóll í Aþenu hefði vísað málshöfðun vegna lögmæti þjóðaratkvæðagreiðslunnar frá dómi.

Grískir kjósendur munu því ákveða á sunnudag hvort stjórnvöldum beri að samþykkja lánapakka Evrópusambandsins.

Leiðtogar Evrópusambandsins hafa varað við því að ef Grikkir hafna þessum lánapakka þá muni það þýða útgöngu þeirra af evrusvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×