„Ég átti að komast upp til að hjálpa þeim“ Samúel Karl Ólason skrifar 9. júlí 2015 10:30 Frá höfninni í Bíldudal. Vísir/PJetur „Stundum er þetta þannig og ekki hægt að útskýra hvað gerðist. Ég veit ekki hvernig ég komst á kjöl, vissi ekki fyrr en ég stóð þar. Ég átti að komast upp til að hjálpa þeim. Það er bara svoleiðis,“ segir leikarinn og hásetinn Þröstur Leó Gunnarsson. Hann er einn þeirra þriggja sem björguðust þegar báturinn Jón Hákon sökk við Aðalvík á þriðjudagsmorgun. Þetta segir Þröstur Leó í samtali við Morgunblaðið. Hann dró tvo skipsfélaga sína upp á kjöl skipsins, en fjórði félaginn, Magnús Kristján Björnsson, fórst. Hann var faðir skipstjórans, Björns Magnússonar. Þröstur og mennirnir tveir telja sig hafa verið í um klukkustund á kili bátsins þegar þeim var komið til bjargar af áhöfn Mardísar frá Súðavík og skömmu síðar sökk Jón Hákon. Hvorki liggur fyrir hvers vegna báturinn sökk, né af hverju hvorki björgunarbátar né björgunarhringir flutu upp.Stóð einn uppi á kili Í samtali við Morgunblaðið segist Þröstur telja að það hafi tekið bátinn einungis um tíu sekúndur að fara á hvolf. Hefði skipið sokkið alveg undan þeim telur hann að kuldinn hefði farið með þá á stuttum tíma. „Þetta gerðist á nokkrum sekúndum og sjórinn var allt í einu kominn upp í hné á mér. Ég æddi af stað og komst upp á síðuna bakborðsmegin,“ segir Þröstur Leó. Hann hafi staðið á lunningunni og horft niður á Guðmund Rúnar Ævarsson þar sem hann var að skálka mannop niður í lest. Björn hafði farið inn í brú til að reyna að keyra bátinn upp úr þessu. „Ég hélt áfram hringinn um leið og báturinn valt og stóð að lokum aleinn uppi á kilinum, aðeins blautur upp í hné,“ segir Þröstur. Rannsóknarnefnd sjóslysa heldur vestur í dag til að hefja skoðun sína á því hvers vegna Jón Hákon sökk. Tengdar fréttir Björguðu lífi þriggja sjómanna við Ísafjarðardjúp: „Þetta var erfið stund“ „Við náðum að kippa þeim um borð, við mjög erfiðar aðstæður.“ 7. júlí 2015 18:15 Björgunarbúnaður gæti hafa brugðist Rannsóknarnefnd sjóslysa og lögreglan á Vestfjörðum rannsaka hvort björgunarbúnaður um borð í Jóni Hákoni BA-60 hafi virkað sem skyldi þegar báturinn sökk. Einn skipverji lést þegar báturinn sökk úti fyrir Aðalvík í gærmorgun. 9. júlí 2015 07:00 Nálægur strandveiðibátur kom mönnunum til bjargar Báturinn sökk svo hratt að ekki vannst tími til að klæðast flotgalla. 7. júlí 2015 15:20 Einn fórst þegar bátur sökk á Ísafjarðardjúpi Þremur mönnum var bjargað en einn fórst þegar fiskibátur sökk út af Rit, við utanvert Ísafjarðardjúp snemma í morgun. 7. júlí 2015 12:05 Nafn mannsins sem lést Hann lét lífið þegar Jón Hákon BA-60 hvolfdi við Aðalvík í gær en þremur öðrum var bjargað. 8. júlí 2015 08:57 Vanhöld eru á að skipstjórnarmenn hlusti á neyðarrásina Engin bátur svaraði neyðarsendingu frá Vaktstöð siglinga og stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, þegar fiskibáturinn Jón Hákon sökk í Aðalvík á Ströndum í gær. 8. júlí 2015 13:37 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Hinar látnu voru að heimsækja dreng í meðferð í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
„Stundum er þetta þannig og ekki hægt að útskýra hvað gerðist. Ég veit ekki hvernig ég komst á kjöl, vissi ekki fyrr en ég stóð þar. Ég átti að komast upp til að hjálpa þeim. Það er bara svoleiðis,“ segir leikarinn og hásetinn Þröstur Leó Gunnarsson. Hann er einn þeirra þriggja sem björguðust þegar báturinn Jón Hákon sökk við Aðalvík á þriðjudagsmorgun. Þetta segir Þröstur Leó í samtali við Morgunblaðið. Hann dró tvo skipsfélaga sína upp á kjöl skipsins, en fjórði félaginn, Magnús Kristján Björnsson, fórst. Hann var faðir skipstjórans, Björns Magnússonar. Þröstur og mennirnir tveir telja sig hafa verið í um klukkustund á kili bátsins þegar þeim var komið til bjargar af áhöfn Mardísar frá Súðavík og skömmu síðar sökk Jón Hákon. Hvorki liggur fyrir hvers vegna báturinn sökk, né af hverju hvorki björgunarbátar né björgunarhringir flutu upp.Stóð einn uppi á kili Í samtali við Morgunblaðið segist Þröstur telja að það hafi tekið bátinn einungis um tíu sekúndur að fara á hvolf. Hefði skipið sokkið alveg undan þeim telur hann að kuldinn hefði farið með þá á stuttum tíma. „Þetta gerðist á nokkrum sekúndum og sjórinn var allt í einu kominn upp í hné á mér. Ég æddi af stað og komst upp á síðuna bakborðsmegin,“ segir Þröstur Leó. Hann hafi staðið á lunningunni og horft niður á Guðmund Rúnar Ævarsson þar sem hann var að skálka mannop niður í lest. Björn hafði farið inn í brú til að reyna að keyra bátinn upp úr þessu. „Ég hélt áfram hringinn um leið og báturinn valt og stóð að lokum aleinn uppi á kilinum, aðeins blautur upp í hné,“ segir Þröstur. Rannsóknarnefnd sjóslysa heldur vestur í dag til að hefja skoðun sína á því hvers vegna Jón Hákon sökk.
Tengdar fréttir Björguðu lífi þriggja sjómanna við Ísafjarðardjúp: „Þetta var erfið stund“ „Við náðum að kippa þeim um borð, við mjög erfiðar aðstæður.“ 7. júlí 2015 18:15 Björgunarbúnaður gæti hafa brugðist Rannsóknarnefnd sjóslysa og lögreglan á Vestfjörðum rannsaka hvort björgunarbúnaður um borð í Jóni Hákoni BA-60 hafi virkað sem skyldi þegar báturinn sökk. Einn skipverji lést þegar báturinn sökk úti fyrir Aðalvík í gærmorgun. 9. júlí 2015 07:00 Nálægur strandveiðibátur kom mönnunum til bjargar Báturinn sökk svo hratt að ekki vannst tími til að klæðast flotgalla. 7. júlí 2015 15:20 Einn fórst þegar bátur sökk á Ísafjarðardjúpi Þremur mönnum var bjargað en einn fórst þegar fiskibátur sökk út af Rit, við utanvert Ísafjarðardjúp snemma í morgun. 7. júlí 2015 12:05 Nafn mannsins sem lést Hann lét lífið þegar Jón Hákon BA-60 hvolfdi við Aðalvík í gær en þremur öðrum var bjargað. 8. júlí 2015 08:57 Vanhöld eru á að skipstjórnarmenn hlusti á neyðarrásina Engin bátur svaraði neyðarsendingu frá Vaktstöð siglinga og stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, þegar fiskibáturinn Jón Hákon sökk í Aðalvík á Ströndum í gær. 8. júlí 2015 13:37 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Hinar látnu voru að heimsækja dreng í meðferð í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Björguðu lífi þriggja sjómanna við Ísafjarðardjúp: „Þetta var erfið stund“ „Við náðum að kippa þeim um borð, við mjög erfiðar aðstæður.“ 7. júlí 2015 18:15
Björgunarbúnaður gæti hafa brugðist Rannsóknarnefnd sjóslysa og lögreglan á Vestfjörðum rannsaka hvort björgunarbúnaður um borð í Jóni Hákoni BA-60 hafi virkað sem skyldi þegar báturinn sökk. Einn skipverji lést þegar báturinn sökk úti fyrir Aðalvík í gærmorgun. 9. júlí 2015 07:00
Nálægur strandveiðibátur kom mönnunum til bjargar Báturinn sökk svo hratt að ekki vannst tími til að klæðast flotgalla. 7. júlí 2015 15:20
Einn fórst þegar bátur sökk á Ísafjarðardjúpi Þremur mönnum var bjargað en einn fórst þegar fiskibátur sökk út af Rit, við utanvert Ísafjarðardjúp snemma í morgun. 7. júlí 2015 12:05
Nafn mannsins sem lést Hann lét lífið þegar Jón Hákon BA-60 hvolfdi við Aðalvík í gær en þremur öðrum var bjargað. 8. júlí 2015 08:57
Vanhöld eru á að skipstjórnarmenn hlusti á neyðarrásina Engin bátur svaraði neyðarsendingu frá Vaktstöð siglinga og stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, þegar fiskibáturinn Jón Hákon sökk í Aðalvík á Ströndum í gær. 8. júlí 2015 13:37