Björgunarbúnaður gæti hafa brugðist Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 9. júlí 2015 07:00 Báturinn Sædís ÍS-067 kemur með skipbrotsmennina til hafnar í Bolungarvík. Mynd/Hafþór Gunnarsson Rannsóknarnefnd sjóslysa og lögreglan á Vestfjörðum rannsaka nú hvort að björgunarbúnaður í fiskibátnum Jóni Hákoni BA-60 hafi virkað sem skyldi. Þegar bátnum hvolfdi átti björgunarbúnaður að blása út en svo virðist vera að búnaðurinn hafi ekki virkað. Tveir björgunarbátar eru á Jóni Hákoni en ekki er vitað hvort þeir voru búnir sjálfvirkum sleppibúnaði. Gengið var úr skugga um að bátarnir væru í lagi fyrir um tæpu ári þegar þeir fóru í árlega skoðun. Jóni Hákoni BA-60 hvolfdi við Rit skammt utan Aðalvíkur í gærmorgun. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst viðvörun klukkan átta í gærmorgun um að skipið sendi ekki vöktunarboð í sjálfvirka tilkynningaskyldu. Bátnum mun hafa hvolft þegar verið var að draga inn veiðafærin en aðstæður við Aðalvík voru góðar, ölduhæð lítil og hæg norðlæg átt. Ekki er víst hver tildrög slyssins eru en það er til rannsóknar. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar reyndi að ná sambandi við skipverja í gegn um talstöðvarbúnað án árangurs og var því brugðið á það ráð að biðja nærliggjandi báta að svipast um eftir Jóni Hákoni. Klukkan hálf níu tilkynnti fiskibáturinn Mardís ÍS-400 að hún væri komin að Jóni Hákoni þar sem hann flaut á hvolfi og þremur skipverjum hefði verið bjargað af kili bátsins. Talið er að mennirnir hafi verið á kilinum í rúman klukkutíma. Fjórði skipverjinn fannst skömmu síðar en hann var látinn þegar Mardís kom að honum. Mardís sigldi með mennina áleiðis en þeir voru fluttir yfir í Sædísi ÍS-067 sem sigldi með þá til Bolungarvíkur. Skömmu síðar kom Fagranesið ÍS-008 að Jóni Hákoni og ætlaði að bíða við skipið þangað til að björgunarsveitir mættu á svæðið. Klukkan níu tilkynnti Fagranesið að Jón Hákon væri sokkinn. Sædís kom til hafnar í Bolungarvík upp úr klukkan tíu og skipverjarnir þrír voru fluttir á sjúkrahúsið á Ísafirði til aðhlynningar. Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut lokuð vegna umferðarslyss Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Rannsóknarnefnd sjóslysa og lögreglan á Vestfjörðum rannsaka nú hvort að björgunarbúnaður í fiskibátnum Jóni Hákoni BA-60 hafi virkað sem skyldi. Þegar bátnum hvolfdi átti björgunarbúnaður að blása út en svo virðist vera að búnaðurinn hafi ekki virkað. Tveir björgunarbátar eru á Jóni Hákoni en ekki er vitað hvort þeir voru búnir sjálfvirkum sleppibúnaði. Gengið var úr skugga um að bátarnir væru í lagi fyrir um tæpu ári þegar þeir fóru í árlega skoðun. Jóni Hákoni BA-60 hvolfdi við Rit skammt utan Aðalvíkur í gærmorgun. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst viðvörun klukkan átta í gærmorgun um að skipið sendi ekki vöktunarboð í sjálfvirka tilkynningaskyldu. Bátnum mun hafa hvolft þegar verið var að draga inn veiðafærin en aðstæður við Aðalvík voru góðar, ölduhæð lítil og hæg norðlæg átt. Ekki er víst hver tildrög slyssins eru en það er til rannsóknar. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar reyndi að ná sambandi við skipverja í gegn um talstöðvarbúnað án árangurs og var því brugðið á það ráð að biðja nærliggjandi báta að svipast um eftir Jóni Hákoni. Klukkan hálf níu tilkynnti fiskibáturinn Mardís ÍS-400 að hún væri komin að Jóni Hákoni þar sem hann flaut á hvolfi og þremur skipverjum hefði verið bjargað af kili bátsins. Talið er að mennirnir hafi verið á kilinum í rúman klukkutíma. Fjórði skipverjinn fannst skömmu síðar en hann var látinn þegar Mardís kom að honum. Mardís sigldi með mennina áleiðis en þeir voru fluttir yfir í Sædísi ÍS-067 sem sigldi með þá til Bolungarvíkur. Skömmu síðar kom Fagranesið ÍS-008 að Jóni Hákoni og ætlaði að bíða við skipið þangað til að björgunarsveitir mættu á svæðið. Klukkan níu tilkynnti Fagranesið að Jón Hákon væri sokkinn. Sædís kom til hafnar í Bolungarvík upp úr klukkan tíu og skipverjarnir þrír voru fluttir á sjúkrahúsið á Ísafirði til aðhlynningar.
Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut lokuð vegna umferðarslyss Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira