Björgunarbúnaður gæti hafa brugðist Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 9. júlí 2015 07:00 Báturinn Sædís ÍS-067 kemur með skipbrotsmennina til hafnar í Bolungarvík. Mynd/Hafþór Gunnarsson Rannsóknarnefnd sjóslysa og lögreglan á Vestfjörðum rannsaka nú hvort að björgunarbúnaður í fiskibátnum Jóni Hákoni BA-60 hafi virkað sem skyldi. Þegar bátnum hvolfdi átti björgunarbúnaður að blása út en svo virðist vera að búnaðurinn hafi ekki virkað. Tveir björgunarbátar eru á Jóni Hákoni en ekki er vitað hvort þeir voru búnir sjálfvirkum sleppibúnaði. Gengið var úr skugga um að bátarnir væru í lagi fyrir um tæpu ári þegar þeir fóru í árlega skoðun. Jóni Hákoni BA-60 hvolfdi við Rit skammt utan Aðalvíkur í gærmorgun. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst viðvörun klukkan átta í gærmorgun um að skipið sendi ekki vöktunarboð í sjálfvirka tilkynningaskyldu. Bátnum mun hafa hvolft þegar verið var að draga inn veiðafærin en aðstæður við Aðalvík voru góðar, ölduhæð lítil og hæg norðlæg átt. Ekki er víst hver tildrög slyssins eru en það er til rannsóknar. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar reyndi að ná sambandi við skipverja í gegn um talstöðvarbúnað án árangurs og var því brugðið á það ráð að biðja nærliggjandi báta að svipast um eftir Jóni Hákoni. Klukkan hálf níu tilkynnti fiskibáturinn Mardís ÍS-400 að hún væri komin að Jóni Hákoni þar sem hann flaut á hvolfi og þremur skipverjum hefði verið bjargað af kili bátsins. Talið er að mennirnir hafi verið á kilinum í rúman klukkutíma. Fjórði skipverjinn fannst skömmu síðar en hann var látinn þegar Mardís kom að honum. Mardís sigldi með mennina áleiðis en þeir voru fluttir yfir í Sædísi ÍS-067 sem sigldi með þá til Bolungarvíkur. Skömmu síðar kom Fagranesið ÍS-008 að Jóni Hákoni og ætlaði að bíða við skipið þangað til að björgunarsveitir mættu á svæðið. Klukkan níu tilkynnti Fagranesið að Jón Hákon væri sokkinn. Sædís kom til hafnar í Bolungarvík upp úr klukkan tíu og skipverjarnir þrír voru fluttir á sjúkrahúsið á Ísafirði til aðhlynningar. Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Sjá meira
Rannsóknarnefnd sjóslysa og lögreglan á Vestfjörðum rannsaka nú hvort að björgunarbúnaður í fiskibátnum Jóni Hákoni BA-60 hafi virkað sem skyldi. Þegar bátnum hvolfdi átti björgunarbúnaður að blása út en svo virðist vera að búnaðurinn hafi ekki virkað. Tveir björgunarbátar eru á Jóni Hákoni en ekki er vitað hvort þeir voru búnir sjálfvirkum sleppibúnaði. Gengið var úr skugga um að bátarnir væru í lagi fyrir um tæpu ári þegar þeir fóru í árlega skoðun. Jóni Hákoni BA-60 hvolfdi við Rit skammt utan Aðalvíkur í gærmorgun. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst viðvörun klukkan átta í gærmorgun um að skipið sendi ekki vöktunarboð í sjálfvirka tilkynningaskyldu. Bátnum mun hafa hvolft þegar verið var að draga inn veiðafærin en aðstæður við Aðalvík voru góðar, ölduhæð lítil og hæg norðlæg átt. Ekki er víst hver tildrög slyssins eru en það er til rannsóknar. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar reyndi að ná sambandi við skipverja í gegn um talstöðvarbúnað án árangurs og var því brugðið á það ráð að biðja nærliggjandi báta að svipast um eftir Jóni Hákoni. Klukkan hálf níu tilkynnti fiskibáturinn Mardís ÍS-400 að hún væri komin að Jóni Hákoni þar sem hann flaut á hvolfi og þremur skipverjum hefði verið bjargað af kili bátsins. Talið er að mennirnir hafi verið á kilinum í rúman klukkutíma. Fjórði skipverjinn fannst skömmu síðar en hann var látinn þegar Mardís kom að honum. Mardís sigldi með mennina áleiðis en þeir voru fluttir yfir í Sædísi ÍS-067 sem sigldi með þá til Bolungarvíkur. Skömmu síðar kom Fagranesið ÍS-008 að Jóni Hákoni og ætlaði að bíða við skipið þangað til að björgunarsveitir mættu á svæðið. Klukkan níu tilkynnti Fagranesið að Jón Hákon væri sokkinn. Sædís kom til hafnar í Bolungarvík upp úr klukkan tíu og skipverjarnir þrír voru fluttir á sjúkrahúsið á Ísafirði til aðhlynningar.
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Sjá meira