Vill bara fá að vera manneskja sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 8. júní 2015 22:00 Snædís Rán ásamt móður sinni, túlkum og aðstoðarkonu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. vísir/stefán Aðalmeðferð í máli Snædísar Ránar Hjartardóttur, sem stefnt hefur íslenska ríkinu fyrir að veita henni ekki þá túlkaþjónustu sem hún þarf, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hún segir skort á þjónustunni hafa haft mikil áhrif á daglegt líf og andlega líðan. Snædís Rán er daufblind og þjáist af taugahrörnunarsjúkdómi. Hún þarf því aðstoð túlks í öll samskipti og hefur úrslitaáhrif um það hvort hún geti tjáð sig og tekið virkan þátt í lífi og starfi til jafns við aðra. Túlkasjóðurinn var þó tómur frá október til áramóta og aftur í maí, en næsta úthlutun er í júlí. Snædís hefur ekki fjárhagslega burði til að greiða túlkum úr eigin vasa, en tekjur hennar nema um 170 þúsund krónum á mánuði.Félagslífið bíður hnekki „Ég vil minna á að ég er manneskja, eins og allir hér inni, og það er ekki ásættanlegt að neita manni um slíka þjónustu sem er mér nauðsynleg vilji ég búa í þessu samfélagi,“ sagði Snædís í héraðsdómi í dag. Hún sagði sífelldar synjanir á túlkum hafa valdið sér miklu hugarangri. Þær hafi orðið til þess fallnar að hún óski síður eftir aðstoð og því bíði félagslíf hennar hnekki. „Það kemur fyrir að ég sleppi því að fara [ýmist tómstundastarf ofl] ef ég fæ ekki túlka. Ég gæti tekið þátt í frekara tómstundastarfi ef ég fengi túlk.“ Snædís Rán útskrifaðist nýlega úr Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hún hlaut viðurkenningu fyrir bestan árangur í íslensku en segist viss um það að námsárangur hennar hefði orðið betri, hefði hún fengið frekari túlkaþjónustu. Hún hafi fengið túlk í formlegum kennslustundum, en ekkert utan þeirra, hvorki í frímínútum né matartímum. Þá hafi samskipti milli hennar og samnemenda hennar verið lítil sem engin.Útlit fyrir að verða gestur í eigin veislu Hún sagði jafnframt frá því að allt hefði stefnt í það að hún gæti ekki tekið þátt í sinni eigin útskriftarveislu í byrjun mánaðar. Túlkasjóðurinn væri uppurinn og því engan túlk að fá. Hann hafi þó komið fyrirvaralaust. Bryndís Snæbjörnsdóttir, móðir Snædísar, sagði skort á túlkum hafa valdið dóttur sinni mikilli vanlíðan. Hún verði verulega sorgmætt og jafnvel sæki ekki viðburði af ótta við að fá höfnun.Höfnunin þungbærust „Það hefur gríðarleg áhrif á hana þegar hún mætir þessum hindrunum. Hún tekst á við sjónskerðingu, heyrnarskerðingu og hreyfihömlun af miklu æðruleysi en þessar hindranir verða sífellt á vegi hennar. Það erfiðasta sem ég tekst á við í samskiptum við dóttur mína er að peppa hana upp í þessum aðstæðum. Það eru hennar þyngstu stundir sem fylgja því að geta ekki fengið túlkaþjónustu í félagslegum atburðum,“ sagði Bryndís í vitnastúku í dag. Íslenska ríkið og Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra fara fram á sýknu í málinu. Lögmaðurinn sagði það ekki hlutverk dómstóla að endurskoða fjárhæðir sem þessar, upphæðin sé ákvörðun Alþingis. Þá hafi Samskiptamiðstöðinni verið ómögulegt að veita frekari þjónustu þar sem hún sé bundin af fjárveitingum. Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina Sjá meira
Aðalmeðferð í máli Snædísar Ránar Hjartardóttur, sem stefnt hefur íslenska ríkinu fyrir að veita henni ekki þá túlkaþjónustu sem hún þarf, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hún segir skort á þjónustunni hafa haft mikil áhrif á daglegt líf og andlega líðan. Snædís Rán er daufblind og þjáist af taugahrörnunarsjúkdómi. Hún þarf því aðstoð túlks í öll samskipti og hefur úrslitaáhrif um það hvort hún geti tjáð sig og tekið virkan þátt í lífi og starfi til jafns við aðra. Túlkasjóðurinn var þó tómur frá október til áramóta og aftur í maí, en næsta úthlutun er í júlí. Snædís hefur ekki fjárhagslega burði til að greiða túlkum úr eigin vasa, en tekjur hennar nema um 170 þúsund krónum á mánuði.Félagslífið bíður hnekki „Ég vil minna á að ég er manneskja, eins og allir hér inni, og það er ekki ásættanlegt að neita manni um slíka þjónustu sem er mér nauðsynleg vilji ég búa í þessu samfélagi,“ sagði Snædís í héraðsdómi í dag. Hún sagði sífelldar synjanir á túlkum hafa valdið sér miklu hugarangri. Þær hafi orðið til þess fallnar að hún óski síður eftir aðstoð og því bíði félagslíf hennar hnekki. „Það kemur fyrir að ég sleppi því að fara [ýmist tómstundastarf ofl] ef ég fæ ekki túlka. Ég gæti tekið þátt í frekara tómstundastarfi ef ég fengi túlk.“ Snædís Rán útskrifaðist nýlega úr Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hún hlaut viðurkenningu fyrir bestan árangur í íslensku en segist viss um það að námsárangur hennar hefði orðið betri, hefði hún fengið frekari túlkaþjónustu. Hún hafi fengið túlk í formlegum kennslustundum, en ekkert utan þeirra, hvorki í frímínútum né matartímum. Þá hafi samskipti milli hennar og samnemenda hennar verið lítil sem engin.Útlit fyrir að verða gestur í eigin veislu Hún sagði jafnframt frá því að allt hefði stefnt í það að hún gæti ekki tekið þátt í sinni eigin útskriftarveislu í byrjun mánaðar. Túlkasjóðurinn væri uppurinn og því engan túlk að fá. Hann hafi þó komið fyrirvaralaust. Bryndís Snæbjörnsdóttir, móðir Snædísar, sagði skort á túlkum hafa valdið dóttur sinni mikilli vanlíðan. Hún verði verulega sorgmætt og jafnvel sæki ekki viðburði af ótta við að fá höfnun.Höfnunin þungbærust „Það hefur gríðarleg áhrif á hana þegar hún mætir þessum hindrunum. Hún tekst á við sjónskerðingu, heyrnarskerðingu og hreyfihömlun af miklu æðruleysi en þessar hindranir verða sífellt á vegi hennar. Það erfiðasta sem ég tekst á við í samskiptum við dóttur mína er að peppa hana upp í þessum aðstæðum. Það eru hennar þyngstu stundir sem fylgja því að geta ekki fengið túlkaþjónustu í félagslegum atburðum,“ sagði Bryndís í vitnastúku í dag. Íslenska ríkið og Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra fara fram á sýknu í málinu. Lögmaðurinn sagði það ekki hlutverk dómstóla að endurskoða fjárhæðir sem þessar, upphæðin sé ákvörðun Alþingis. Þá hafi Samskiptamiðstöðinni verið ómögulegt að veita frekari þjónustu þar sem hún sé bundin af fjárveitingum.
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina Sjá meira