Vill bara fá að vera manneskja sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 8. júní 2015 22:00 Snædís Rán ásamt móður sinni, túlkum og aðstoðarkonu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. vísir/stefán Aðalmeðferð í máli Snædísar Ránar Hjartardóttur, sem stefnt hefur íslenska ríkinu fyrir að veita henni ekki þá túlkaþjónustu sem hún þarf, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hún segir skort á þjónustunni hafa haft mikil áhrif á daglegt líf og andlega líðan. Snædís Rán er daufblind og þjáist af taugahrörnunarsjúkdómi. Hún þarf því aðstoð túlks í öll samskipti og hefur úrslitaáhrif um það hvort hún geti tjáð sig og tekið virkan þátt í lífi og starfi til jafns við aðra. Túlkasjóðurinn var þó tómur frá október til áramóta og aftur í maí, en næsta úthlutun er í júlí. Snædís hefur ekki fjárhagslega burði til að greiða túlkum úr eigin vasa, en tekjur hennar nema um 170 þúsund krónum á mánuði.Félagslífið bíður hnekki „Ég vil minna á að ég er manneskja, eins og allir hér inni, og það er ekki ásættanlegt að neita manni um slíka þjónustu sem er mér nauðsynleg vilji ég búa í þessu samfélagi,“ sagði Snædís í héraðsdómi í dag. Hún sagði sífelldar synjanir á túlkum hafa valdið sér miklu hugarangri. Þær hafi orðið til þess fallnar að hún óski síður eftir aðstoð og því bíði félagslíf hennar hnekki. „Það kemur fyrir að ég sleppi því að fara [ýmist tómstundastarf ofl] ef ég fæ ekki túlka. Ég gæti tekið þátt í frekara tómstundastarfi ef ég fengi túlk.“ Snædís Rán útskrifaðist nýlega úr Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hún hlaut viðurkenningu fyrir bestan árangur í íslensku en segist viss um það að námsárangur hennar hefði orðið betri, hefði hún fengið frekari túlkaþjónustu. Hún hafi fengið túlk í formlegum kennslustundum, en ekkert utan þeirra, hvorki í frímínútum né matartímum. Þá hafi samskipti milli hennar og samnemenda hennar verið lítil sem engin.Útlit fyrir að verða gestur í eigin veislu Hún sagði jafnframt frá því að allt hefði stefnt í það að hún gæti ekki tekið þátt í sinni eigin útskriftarveislu í byrjun mánaðar. Túlkasjóðurinn væri uppurinn og því engan túlk að fá. Hann hafi þó komið fyrirvaralaust. Bryndís Snæbjörnsdóttir, móðir Snædísar, sagði skort á túlkum hafa valdið dóttur sinni mikilli vanlíðan. Hún verði verulega sorgmætt og jafnvel sæki ekki viðburði af ótta við að fá höfnun.Höfnunin þungbærust „Það hefur gríðarleg áhrif á hana þegar hún mætir þessum hindrunum. Hún tekst á við sjónskerðingu, heyrnarskerðingu og hreyfihömlun af miklu æðruleysi en þessar hindranir verða sífellt á vegi hennar. Það erfiðasta sem ég tekst á við í samskiptum við dóttur mína er að peppa hana upp í þessum aðstæðum. Það eru hennar þyngstu stundir sem fylgja því að geta ekki fengið túlkaþjónustu í félagslegum atburðum,“ sagði Bryndís í vitnastúku í dag. Íslenska ríkið og Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra fara fram á sýknu í málinu. Lögmaðurinn sagði það ekki hlutverk dómstóla að endurskoða fjárhæðir sem þessar, upphæðin sé ákvörðun Alþingis. Þá hafi Samskiptamiðstöðinni verið ómögulegt að veita frekari þjónustu þar sem hún sé bundin af fjárveitingum. Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Aðalmeðferð í máli Snædísar Ránar Hjartardóttur, sem stefnt hefur íslenska ríkinu fyrir að veita henni ekki þá túlkaþjónustu sem hún þarf, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hún segir skort á þjónustunni hafa haft mikil áhrif á daglegt líf og andlega líðan. Snædís Rán er daufblind og þjáist af taugahrörnunarsjúkdómi. Hún þarf því aðstoð túlks í öll samskipti og hefur úrslitaáhrif um það hvort hún geti tjáð sig og tekið virkan þátt í lífi og starfi til jafns við aðra. Túlkasjóðurinn var þó tómur frá október til áramóta og aftur í maí, en næsta úthlutun er í júlí. Snædís hefur ekki fjárhagslega burði til að greiða túlkum úr eigin vasa, en tekjur hennar nema um 170 þúsund krónum á mánuði.Félagslífið bíður hnekki „Ég vil minna á að ég er manneskja, eins og allir hér inni, og það er ekki ásættanlegt að neita manni um slíka þjónustu sem er mér nauðsynleg vilji ég búa í þessu samfélagi,“ sagði Snædís í héraðsdómi í dag. Hún sagði sífelldar synjanir á túlkum hafa valdið sér miklu hugarangri. Þær hafi orðið til þess fallnar að hún óski síður eftir aðstoð og því bíði félagslíf hennar hnekki. „Það kemur fyrir að ég sleppi því að fara [ýmist tómstundastarf ofl] ef ég fæ ekki túlka. Ég gæti tekið þátt í frekara tómstundastarfi ef ég fengi túlk.“ Snædís Rán útskrifaðist nýlega úr Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hún hlaut viðurkenningu fyrir bestan árangur í íslensku en segist viss um það að námsárangur hennar hefði orðið betri, hefði hún fengið frekari túlkaþjónustu. Hún hafi fengið túlk í formlegum kennslustundum, en ekkert utan þeirra, hvorki í frímínútum né matartímum. Þá hafi samskipti milli hennar og samnemenda hennar verið lítil sem engin.Útlit fyrir að verða gestur í eigin veislu Hún sagði jafnframt frá því að allt hefði stefnt í það að hún gæti ekki tekið þátt í sinni eigin útskriftarveislu í byrjun mánaðar. Túlkasjóðurinn væri uppurinn og því engan túlk að fá. Hann hafi þó komið fyrirvaralaust. Bryndís Snæbjörnsdóttir, móðir Snædísar, sagði skort á túlkum hafa valdið dóttur sinni mikilli vanlíðan. Hún verði verulega sorgmætt og jafnvel sæki ekki viðburði af ótta við að fá höfnun.Höfnunin þungbærust „Það hefur gríðarleg áhrif á hana þegar hún mætir þessum hindrunum. Hún tekst á við sjónskerðingu, heyrnarskerðingu og hreyfihömlun af miklu æðruleysi en þessar hindranir verða sífellt á vegi hennar. Það erfiðasta sem ég tekst á við í samskiptum við dóttur mína er að peppa hana upp í þessum aðstæðum. Það eru hennar þyngstu stundir sem fylgja því að geta ekki fengið túlkaþjónustu í félagslegum atburðum,“ sagði Bryndís í vitnastúku í dag. Íslenska ríkið og Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra fara fram á sýknu í málinu. Lögmaðurinn sagði það ekki hlutverk dómstóla að endurskoða fjárhæðir sem þessar, upphæðin sé ákvörðun Alþingis. Þá hafi Samskiptamiðstöðinni verið ómögulegt að veita frekari þjónustu þar sem hún sé bundin af fjárveitingum.
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira