Vill bara fá að vera manneskja sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 8. júní 2015 22:00 Snædís Rán ásamt móður sinni, túlkum og aðstoðarkonu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. vísir/stefán Aðalmeðferð í máli Snædísar Ránar Hjartardóttur, sem stefnt hefur íslenska ríkinu fyrir að veita henni ekki þá túlkaþjónustu sem hún þarf, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hún segir skort á þjónustunni hafa haft mikil áhrif á daglegt líf og andlega líðan. Snædís Rán er daufblind og þjáist af taugahrörnunarsjúkdómi. Hún þarf því aðstoð túlks í öll samskipti og hefur úrslitaáhrif um það hvort hún geti tjáð sig og tekið virkan þátt í lífi og starfi til jafns við aðra. Túlkasjóðurinn var þó tómur frá október til áramóta og aftur í maí, en næsta úthlutun er í júlí. Snædís hefur ekki fjárhagslega burði til að greiða túlkum úr eigin vasa, en tekjur hennar nema um 170 þúsund krónum á mánuði.Félagslífið bíður hnekki „Ég vil minna á að ég er manneskja, eins og allir hér inni, og það er ekki ásættanlegt að neita manni um slíka þjónustu sem er mér nauðsynleg vilji ég búa í þessu samfélagi,“ sagði Snædís í héraðsdómi í dag. Hún sagði sífelldar synjanir á túlkum hafa valdið sér miklu hugarangri. Þær hafi orðið til þess fallnar að hún óski síður eftir aðstoð og því bíði félagslíf hennar hnekki. „Það kemur fyrir að ég sleppi því að fara [ýmist tómstundastarf ofl] ef ég fæ ekki túlka. Ég gæti tekið þátt í frekara tómstundastarfi ef ég fengi túlk.“ Snædís Rán útskrifaðist nýlega úr Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hún hlaut viðurkenningu fyrir bestan árangur í íslensku en segist viss um það að námsárangur hennar hefði orðið betri, hefði hún fengið frekari túlkaþjónustu. Hún hafi fengið túlk í formlegum kennslustundum, en ekkert utan þeirra, hvorki í frímínútum né matartímum. Þá hafi samskipti milli hennar og samnemenda hennar verið lítil sem engin.Útlit fyrir að verða gestur í eigin veislu Hún sagði jafnframt frá því að allt hefði stefnt í það að hún gæti ekki tekið þátt í sinni eigin útskriftarveislu í byrjun mánaðar. Túlkasjóðurinn væri uppurinn og því engan túlk að fá. Hann hafi þó komið fyrirvaralaust. Bryndís Snæbjörnsdóttir, móðir Snædísar, sagði skort á túlkum hafa valdið dóttur sinni mikilli vanlíðan. Hún verði verulega sorgmætt og jafnvel sæki ekki viðburði af ótta við að fá höfnun.Höfnunin þungbærust „Það hefur gríðarleg áhrif á hana þegar hún mætir þessum hindrunum. Hún tekst á við sjónskerðingu, heyrnarskerðingu og hreyfihömlun af miklu æðruleysi en þessar hindranir verða sífellt á vegi hennar. Það erfiðasta sem ég tekst á við í samskiptum við dóttur mína er að peppa hana upp í þessum aðstæðum. Það eru hennar þyngstu stundir sem fylgja því að geta ekki fengið túlkaþjónustu í félagslegum atburðum,“ sagði Bryndís í vitnastúku í dag. Íslenska ríkið og Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra fara fram á sýknu í málinu. Lögmaðurinn sagði það ekki hlutverk dómstóla að endurskoða fjárhæðir sem þessar, upphæðin sé ákvörðun Alþingis. Þá hafi Samskiptamiðstöðinni verið ómögulegt að veita frekari þjónustu þar sem hún sé bundin af fjárveitingum. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Sjá meira
Aðalmeðferð í máli Snædísar Ránar Hjartardóttur, sem stefnt hefur íslenska ríkinu fyrir að veita henni ekki þá túlkaþjónustu sem hún þarf, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hún segir skort á þjónustunni hafa haft mikil áhrif á daglegt líf og andlega líðan. Snædís Rán er daufblind og þjáist af taugahrörnunarsjúkdómi. Hún þarf því aðstoð túlks í öll samskipti og hefur úrslitaáhrif um það hvort hún geti tjáð sig og tekið virkan þátt í lífi og starfi til jafns við aðra. Túlkasjóðurinn var þó tómur frá október til áramóta og aftur í maí, en næsta úthlutun er í júlí. Snædís hefur ekki fjárhagslega burði til að greiða túlkum úr eigin vasa, en tekjur hennar nema um 170 þúsund krónum á mánuði.Félagslífið bíður hnekki „Ég vil minna á að ég er manneskja, eins og allir hér inni, og það er ekki ásættanlegt að neita manni um slíka þjónustu sem er mér nauðsynleg vilji ég búa í þessu samfélagi,“ sagði Snædís í héraðsdómi í dag. Hún sagði sífelldar synjanir á túlkum hafa valdið sér miklu hugarangri. Þær hafi orðið til þess fallnar að hún óski síður eftir aðstoð og því bíði félagslíf hennar hnekki. „Það kemur fyrir að ég sleppi því að fara [ýmist tómstundastarf ofl] ef ég fæ ekki túlka. Ég gæti tekið þátt í frekara tómstundastarfi ef ég fengi túlk.“ Snædís Rán útskrifaðist nýlega úr Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hún hlaut viðurkenningu fyrir bestan árangur í íslensku en segist viss um það að námsárangur hennar hefði orðið betri, hefði hún fengið frekari túlkaþjónustu. Hún hafi fengið túlk í formlegum kennslustundum, en ekkert utan þeirra, hvorki í frímínútum né matartímum. Þá hafi samskipti milli hennar og samnemenda hennar verið lítil sem engin.Útlit fyrir að verða gestur í eigin veislu Hún sagði jafnframt frá því að allt hefði stefnt í það að hún gæti ekki tekið þátt í sinni eigin útskriftarveislu í byrjun mánaðar. Túlkasjóðurinn væri uppurinn og því engan túlk að fá. Hann hafi þó komið fyrirvaralaust. Bryndís Snæbjörnsdóttir, móðir Snædísar, sagði skort á túlkum hafa valdið dóttur sinni mikilli vanlíðan. Hún verði verulega sorgmætt og jafnvel sæki ekki viðburði af ótta við að fá höfnun.Höfnunin þungbærust „Það hefur gríðarleg áhrif á hana þegar hún mætir þessum hindrunum. Hún tekst á við sjónskerðingu, heyrnarskerðingu og hreyfihömlun af miklu æðruleysi en þessar hindranir verða sífellt á vegi hennar. Það erfiðasta sem ég tekst á við í samskiptum við dóttur mína er að peppa hana upp í þessum aðstæðum. Það eru hennar þyngstu stundir sem fylgja því að geta ekki fengið túlkaþjónustu í félagslegum atburðum,“ sagði Bryndís í vitnastúku í dag. Íslenska ríkið og Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra fara fram á sýknu í málinu. Lögmaðurinn sagði það ekki hlutverk dómstóla að endurskoða fjárhæðir sem þessar, upphæðin sé ákvörðun Alþingis. Þá hafi Samskiptamiðstöðinni verið ómögulegt að veita frekari þjónustu þar sem hún sé bundin af fjárveitingum.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Sjá meira