Íslenski boltinn

Stjörnukonur aftur upp í annað sætið | Myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnuliðsins, skoraði tvö mörk í kvöld. Hér fagnar Anna María Baldursdóttir henni.
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnuliðsins, skoraði tvö mörk í kvöld. Hér fagnar Anna María Baldursdóttir henni. Vísir/Ernir
Stjarnan minnkaði forskot Breiðabliks í fjögur stig á toppi Pepsi-deildar kvenna þegar liðið vann fjögurra marka sigur á Þrótti í kvöld, 5-1, þegar liðin mættust á Samsung-vellinum í Garðabænum í lokaleik áttundu umferðar.

Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan.

Stjarnan skoraði þrjú fyrstu mörk leiksins og var 3-1 yfir í hálfleik. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnuliðsins, skoraði tvö mörk í kvöld en tvö fyrstu mörk liðsins skoruðu þær Ana Victoria Cate og Lára Kristín Pedersen.

Það var síðan varamaðurinn Sigríður Þóra Birgisdóttir sem innsiglaði sigur Stjörnuliðsins þegar hún skoraði fimmta markið í uppbótartíma.

Breiðablik er nú með 22 stig en Stjarnan er með 18 stig. Blikar hafa líka sjö marka forskot í markatölu. Selfoss skaust upp í annað sætið í gærkvöldi en Stjarnan hefur nú náð tveggja stiga forskoti á stöllur sínar af Suðurlandinu.

Harpa Þorsteinsdóttir var ekki meðal markaskorara Stjörnuliðsins í leiknum í kvöld þrátt fyrir að spila mjög vel og eiga nokkrar góðar tilraunir en upplýsingar um markaskorara í leiknum og frammistöðu hennar mátti finna á vefsíðunni fótbolta.net.

Þróttur var búið að ná í stig í tveimur síðustu leikjum sínum sem báðir enduðu með markalausu jafntefli en átti lítið í sterkt Stjörnulið í Garðabænum í kvöld.

Þróttur skoraði samt í leiknum sitt fyrsta mark í Pepsi-deildinni i sumar en liðið skoraði ekki eitt einasta mark í fyrstu sex leikjum tímabilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×