Íslenski boltinn

Heimir: Eins og boltinn væri eldhnöttur

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. Vísir/Stefán
"Mér líður ágætlega yfir því að fá eitt stig en ekkert sérstaklega vel yfir spilamennskunni," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, við blaðamenn eftir að FH og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í Pepsi-deild karla í kvöld.

"Það er aldrei spurt að því hvort maður eigi skilið í fótbolta, en við héldum áfram. Eftir að Breiðablik skoraði sýndum við smá karakter og náðum að koma til baka."

"Það er erfitt að segja til hvers vegna við hækkuðum tempóið ekki fyrr. Við þurfum aðeins að setjast yfir þetta áður en maður fer að taka einhverjar ákvarðanir."

Heimir var ekki ánægður með spilamennsku sinna manna, sértaklega í fyrri hálfleik.

"Mér fannst við ekki halda boltanum nógu vel innan liðsins. Það var eins og boltinn væri eldhnöttur í fyrri hálfleik. Við vorum að missa hann of langt frá okkur og náðum engu floti í spilið okkar. Það voru aðalvandræðin og Blikarnir náðu tiltilölega auðveldlega að loka á það sem við erum að gera," sagði Heimir.

Hann svaraði hvers vegna Atli Guðnason var á bekknum:

"Atli Guðnason meiddist á móti Víkingi. Hann náði að æfa tvær æfingar og var ekki klár í 90 mínútur. Þess vegna vildum við setja hann inn á og hann stóð sig vel þegar hann kom inn á," sagði Heimir.

"Ég er ánægður með stigið en við þurfum að bæta spilamennskuna," sagði Heimir Guðjónsson.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×