Erlent

Fjörutíu þúsund flóttamenn fluttir frá Grikklandi og Ítalíu

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, Donald Tusk.
Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, Donald Tusk. Vísir/AFP
Leiðtogar Evrópusambandsríkja funduðu fram eftir kvöldi í Brussel í gær þar sem þeir komust að samkomulagi um að flytja til tugi þúsunda hælisleitenda sem hafa komið til Evrópu frá Ítalíu og Grikkland. Straumur flóttamanna er einna mestur til þessara tveggja landa.

Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, Donald Tusk, sagði að loknum fundi í gær að 40 þúsund einstaklingar yrðu færðir til annarra Evrópusambandsríkja á næstu tveimur árum.

Ekki er gert ráð fyrir að reglur verði settar um hversu mörgum einstaklingum hvert Evrópuland þurfi hið minnsta að taka við, líkt og áður hafði verið rætt um að gera.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×