Fótbolti

Ítalía kvartar | Hakakross í grasinu í Króatíu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Knattspyrnusamband Ítalíu hefur sent Knattspyrnusambandi Evrópu formlega kvörtun vegna vallarins sem spilað var á þegar Króatía mætti Ítölum í undankeppni EM 2016 í kvöld.

Eins og greina má á meðfylgjandi mynd virðist sem að grasið á vellinum hafi verið slegið þannig að hakakross kemur í ljós.

Leikurinn í kvöld fór fram fyrir luktum dyrum í refsingarskyni fyrir króatíska sambandið vegna hegðunar króatískra áhorfenda í leik liðanna á San Siro í nóvember.

Fulltrúar ítalska knattspyrnusambandsins kvörtuðu undan þessu að loknum fyrri hálfleik en vallarstarfsmenn gerðu að vellinum í leikhlénu.

Leiknum í kvöld lyktaði með 1-1 jafntefli.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×