Fótbolti

Mandzukic í aðalhlutverki er Króatía og Ítalía skildu jöfn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mandzukic skorar mark sitt í kvöld.
Mandzukic skorar mark sitt í kvöld. Vísir/Getty
Króatía og Ítalía gerðu 1-1 jafntefli í hörkuleik í H-riðli í kvöld í undankeppni EM 2016.

Mario Mandzukic var í stóru hlutverki í upphafi leiks en hann fékk tækifæri til að koma Króatíu yfir þegar liðið fékk vítaspyrnu snemma leiks.

Gianluigi Buffon varði hins vegar spyrnu Mandzukic sem bætti þó fyrir mistökin fjórðum mínútum síðar er hann kom Króatíu yfir með marki af stuttu færi.

Hann var þó ekki lengi í paradís því síðar í hálfleiknum handlék hann boltann í eigin teig og var vítaspyrna dæmd. Antonio Candreva var öryggið uppmálað og skoraði úr vítaspyrnunni með vippu.

Þar við sat en leikurinn í kvöld fór fram fyrir luktum dyrum vegna slæmrar hegðunar stuðningsmanna Króatíu í síðasta heimaleik.

Króatía er á toppi riðilsins með fjórtán stig en Ítalía er nú með tólf stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×