Innlent

Vill höfða mál útaf Feneyjatvíæringnum

Höskuldur Kári Schram skrifar

Jóna Hlíf Halldórsdóttir formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna vill að Christoph Büchel höfði mál á hendur borgaryfirvöldum í Feneyjum vegna ákvörðunar þeirra um að loka íslenska sýningarskálanum á Feneyjatvíæringnum.

Christoph Büchel er fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum í ár en hann breytti gamalli kirkju í mosku. Verkið er umdeilt og gerðu borgaryfirvöld í Feneyjum fjölmargar athugasemdir við það. Skálanum var síðan lokað með lögregluvaldi í síðasta mánuði.

Samband íslenskra myndlistarmanna hefur gagnrýnt þessa ákvörðun og líkir henni við ritskoðun.

„Við teljum að það sé verið að brjóta á tjáningarfrelsi listamannsins og að það sé grófleg ritskoðun í gangi,“ segir Jóna Hlíf Halldórsdóttir formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna.

Sýningarstjóri íslenska skálans sagðist í hádegisfréttum Bylgjunnar vonast til þess að hægt verði að opna skálann á ný á næstu vikum.

Jóna segir að íslensk stjórnvöld þurfi að beita sér í málinu og vill ennfremur að Büchel höfði mál á hendur borgaryfirvöldum í Feneyjum.

„Lokunin hefur valdið fjárhagslegu tjóni. Svo er það mannorðið og þetta er mannréttindarbrot. Ég tel að það sé mjög mikilvægt að réttlætið nái fram að ganga,“ segir Jóna. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×