Erlent

Umfangsmikil tölvuárás á opinberar stofnanir í Bandaríkjunum

Bjarki Ármannsson skrifar
Opinberar stofnanir í Bandaríkjunum hafa orðið fyrir barðinu á umfangsmikilli tölvuárás sem gæti hafa náð til persónuupplýsinga um fjóra milljóna starfsmanna.
Opinberar stofnanir í Bandaríkjunum hafa orðið fyrir barðinu á umfangsmikilli tölvuárás sem gæti hafa náð til persónuupplýsinga um fjóra milljóna starfsmanna. Vísir/AFP
Opinberar stofnanir í Bandaríkjunum hafa orðið fyrir barðinu á umfangsmikilli tölvuárás sem gæti hafa náð til persónuupplýsinga um fjóra milljóna starfsmanna.

Fjölmiðlar vestanhafs segja að tölvuárásin hafi sennilega átt rætur sínar að rekja til Kína. Ríkisstjórn Kína sé, af óljósum ástæðum, að reyna að sanka að sér upplýsingum um almenning í Bandaríkjum.

Í kjölfar árásarinnar hafa bandarísk stjórnvöld sent tilkynningar til nærri fjögurra milljóna fyrrverandi og núverandi opinberra starfsmanna um að tölvuþrjótar gætu hafa komist yfir persónuupplýsingar þeirra.

Heimavarnarráð Bandaríkjanna greindi frá því í dag að það hafi fyrst uppgötvast í apríl að tölvuþrjótar hefðu komist inn í tölvukerfi bandarískra ríkisstarfsmanna. Það hafi svo verið í síðasta mánuði sem það fékkst staðfest að leynilegar upplýsingar starfsmanna gætu verið í hættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×