Hamann: Guardiola þarf að sanna sig Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. júní 2015 19:30 Guardiola hefur gert Bayern að þýskum meisturum í tvígang. vísir/getty Dietmar Hamann, fyrrverandi leikmaður Bayern München og Liverpool, segir að Bayern þurfi að eyða háum fjárhæðum í leikmenn til að komast á sama stall og Barcelona. Börsungar urðu um helgina Evrópumeistarar og fullkomnuðu þar með þrennuna svokölluðu; unnu deild, bikar og Meistaradeild Evrópu. „Barcelona styrkti sig mikið með kaupunum á Neymar, Luís Suárez og Ivan Rakitic,“ sagði Hamann í samtali við TZ í heimalandinu. „Vandamálið hjá Bayern er að lykilmenn á borð við Franck Ribéry og Arjen Robben eru farnir að eldast. „Bastian Schweinsteiger og Xabi Alonso verða heldur ekkert yngri. Stór hluti liðsins er á fínum aldri en liðið þarf að styrkja sig í kantstöðunum, þar sem bestu leikmenn heims á borð við Lionel Messi, Neymar og Eden Hazard spila. „Ég er sammála Karl-Heinz Rummenigge (stjórnarformanni Bayern) að það er ekkert vit í því að umbylta liðinu en þeir geta ekki beðið með það í 6-12 mánuði að endurnýja það,“ sagði Hamann segir að Pep Guardiola þurfi að vinna Meistaradeildina með Bayern. „Mér finnst Guardiola enn þurfa að sanna sig. Meistaradeildin er aðalmálið. Bayern tapaði 5-0 fyrir Real Madrid í fyrra og 5-3 fyrir Barcelona í ár, með leikmannahóp sem er örugglega jafn dýr og hjá þessum liðum,“ sagði Hamann sem á ekki von á því að Guardiola verði lengi við stjórnvölinn á Allianz Arena. „Guardiola gerir miklar kröfur til sjálfs sín og er því fljótur að brenna út. Ég held að hann geti ekki starfað hjá sama félaginu nema í 3-4 ár, svo hann verður varla lengi hjá Bayern.“ Þýski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Dietmar Hamann, fyrrverandi leikmaður Bayern München og Liverpool, segir að Bayern þurfi að eyða háum fjárhæðum í leikmenn til að komast á sama stall og Barcelona. Börsungar urðu um helgina Evrópumeistarar og fullkomnuðu þar með þrennuna svokölluðu; unnu deild, bikar og Meistaradeild Evrópu. „Barcelona styrkti sig mikið með kaupunum á Neymar, Luís Suárez og Ivan Rakitic,“ sagði Hamann í samtali við TZ í heimalandinu. „Vandamálið hjá Bayern er að lykilmenn á borð við Franck Ribéry og Arjen Robben eru farnir að eldast. „Bastian Schweinsteiger og Xabi Alonso verða heldur ekkert yngri. Stór hluti liðsins er á fínum aldri en liðið þarf að styrkja sig í kantstöðunum, þar sem bestu leikmenn heims á borð við Lionel Messi, Neymar og Eden Hazard spila. „Ég er sammála Karl-Heinz Rummenigge (stjórnarformanni Bayern) að það er ekkert vit í því að umbylta liðinu en þeir geta ekki beðið með það í 6-12 mánuði að endurnýja það,“ sagði Hamann segir að Pep Guardiola þurfi að vinna Meistaradeildina með Bayern. „Mér finnst Guardiola enn þurfa að sanna sig. Meistaradeildin er aðalmálið. Bayern tapaði 5-0 fyrir Real Madrid í fyrra og 5-3 fyrir Barcelona í ár, með leikmannahóp sem er örugglega jafn dýr og hjá þessum liðum,“ sagði Hamann sem á ekki von á því að Guardiola verði lengi við stjórnvölinn á Allianz Arena. „Guardiola gerir miklar kröfur til sjálfs sín og er því fljótur að brenna út. Ég held að hann geti ekki starfað hjá sama félaginu nema í 3-4 ár, svo hann verður varla lengi hjá Bayern.“
Þýski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira